42 min

Kennarar þurfa að geta treyst nemendum: Aðalbjörg Bragadóttir (Framhaldsskólinn í heimsfaraldri‪)‬ Kennarastofan

    • Education

Verið hjartanlega velkomin á Kennarastofuna! Við höldum áfram samtalinu um nám og kennslu í breyttum heimi menntunar þar sem ég tek viðtöl við kennara og annað skólafólk um kennslu á tímum heimsfaraldurs og hugsanlegar varanlegar breytingar sem sú reynsla mun hafa í för með sér.

Í þessum þætti og þeim næstu mun ég einblína á framhaldsskólann þar sem Kennarastofan er kominn í eina sæng með rannsóknarverkefninu Framhaldsskólinn og samkomubann á tímum COVID-19: Kreppa, áskoranir og aðlögun. Ég er sjálfur hluti af rannsóknarhópnum sem doktorsnemi og það er Ómar Örn Magnússon einnig. Guðrún Ragnarsdóttir hefur umsjón með verkefninu ásamt Súsönnu Margréti Gestsdóttur en Amalía Björnsdóttir og Elsa Eiríksdóttir eru einnig þátttakendur af Menntavísindasviði – ásamt fleirum. Raddir sumra þátttakenda í þessu rannsóknarverkefnj munu heyrast í næstu þáttum eftir því sem við á.

Rannsóknarverkefnið hefur hlotið styrk frá Háskóla Íslands til að búa til hlaðvarpsþætti sem fjalla um viðfangsefni rannsóknarinnar en styrkurinn er liður í því að styðja við samfélagsvirkni og miðla rannsóknum háskólans til almennings. Og í þessum öðrum þætti í þeirri þáttaröð spjalla ég við Aðalbjörgu Bragadóttur, íslenskukennara við Menntaskólann á Akureyri.

Takk fyrir að hlusta á Kennarastofuna! Ég minni á alla hina þætti Kennarastofunnar sem má finna á heimasíðu þáttarins sem og á streymisveitum. Fylgist vel með því von er á fleiri þáttum í þessari þáttaröð næstu vikurnar – og takið þátt í samtalinu á Facebooksíðu þáttarins og á Twitter með myllumerkjunum Kennarastofan og menntaspjall.

- - -

Ég vil þakka Fríðu Dís Guðmundsdóttur fyrir merki þáttarins og ómótstæðilegt bassastef og Smára Guðmundssyni hjá Smástirni fyrir upptökur og hljóðvinnslu á þáttunum og upptökur á stefinu sem þau útsettu í sameiningu og er nú orðið að útgefnu lagi, The Key to my Future Heart.

www.kennarastofan.is

#kennarastofan

Verið hjartanlega velkomin á Kennarastofuna! Við höldum áfram samtalinu um nám og kennslu í breyttum heimi menntunar þar sem ég tek viðtöl við kennara og annað skólafólk um kennslu á tímum heimsfaraldurs og hugsanlegar varanlegar breytingar sem sú reynsla mun hafa í för með sér.

Í þessum þætti og þeim næstu mun ég einblína á framhaldsskólann þar sem Kennarastofan er kominn í eina sæng með rannsóknarverkefninu Framhaldsskólinn og samkomubann á tímum COVID-19: Kreppa, áskoranir og aðlögun. Ég er sjálfur hluti af rannsóknarhópnum sem doktorsnemi og það er Ómar Örn Magnússon einnig. Guðrún Ragnarsdóttir hefur umsjón með verkefninu ásamt Súsönnu Margréti Gestsdóttur en Amalía Björnsdóttir og Elsa Eiríksdóttir eru einnig þátttakendur af Menntavísindasviði – ásamt fleirum. Raddir sumra þátttakenda í þessu rannsóknarverkefnj munu heyrast í næstu þáttum eftir því sem við á.

Rannsóknarverkefnið hefur hlotið styrk frá Háskóla Íslands til að búa til hlaðvarpsþætti sem fjalla um viðfangsefni rannsóknarinnar en styrkurinn er liður í því að styðja við samfélagsvirkni og miðla rannsóknum háskólans til almennings. Og í þessum öðrum þætti í þeirri þáttaröð spjalla ég við Aðalbjörgu Bragadóttur, íslenskukennara við Menntaskólann á Akureyri.

Takk fyrir að hlusta á Kennarastofuna! Ég minni á alla hina þætti Kennarastofunnar sem má finna á heimasíðu þáttarins sem og á streymisveitum. Fylgist vel með því von er á fleiri þáttum í þessari þáttaröð næstu vikurnar – og takið þátt í samtalinu á Facebooksíðu þáttarins og á Twitter með myllumerkjunum Kennarastofan og menntaspjall.

- - -

Ég vil þakka Fríðu Dís Guðmundsdóttur fyrir merki þáttarins og ómótstæðilegt bassastef og Smára Guðmundssyni hjá Smástirni fyrir upptökur og hljóðvinnslu á þáttunum og upptökur á stefinu sem þau útsettu í sameiningu og er nú orðið að útgefnu lagi, The Key to my Future Heart.

www.kennarastofan.is

#kennarastofan

42 min

Top Podcasts In Education

Mennska
Bjarni Snæbjörnsson
Sterk saman
Tinna Gudrun Barkardottir
The Subtle Art of Not Giving a F*ck Podcast
Mark Manson
Kynlífið með Indíönu Rós Kynfræðingi
Indíana Rós Kynfræðingur
Stjörnuspeki – Orkugreining
stjornuspeki
Leitin að peningunum
Umboðsmaður skuldara