64 episodes

Þátturinn Koma svo! er um ferðalag lífsins; börn, unglinga, uppeldi, ákvarðanir og allt sem ferðalaginu viðkemur. Hvað hafði áhrif á þær ákvarðanir sem þú tókst og urðu þess valdandi að þú ert þessi manneskja sem þú ert í dag?

Koma svo‪!‬ Podcaststöðin

  • Society & Culture
  • 5.0 • 9 Ratings

Þátturinn Koma svo! er um ferðalag lífsins; börn, unglinga, uppeldi, ákvarðanir og allt sem ferðalaginu viðkemur. Hvað hafði áhrif á þær ákvarðanir sem þú tókst og urðu þess valdandi að þú ert þessi manneskja sem þú ert í dag?

  Koma svo! - Þegar lífið tekur u beygju!

  Koma svo! - Þegar lífið tekur u beygju!

  Í fjórða þætti, þriðja tímabils Koma svo! er rætt við Sigríði Arndísi Jóhannsdóttur, verkefnastjóra hjá Þjónustumiðstöð Vesturbæjar,  Miðborgar og Hlíðar hjá Reykjavíkurborg. Einnig er hún varaborgarfulltrúi þar sem hún situr í nokkrum ráðum á vegum borgarinnar.  Verkefnin voru mörg, margir boltar voru á lofti og eins og með svo marga þá labbaði Sigríður Arndís á vegg.

  • 1 hr 7 min
  Koma svo! - Að hámarka lífsgæðin, er það flókið?

  Koma svo! - Að hámarka lífsgæðin, er það flókið?

  Í þriðja þætti, þriðja tímabils Koma svo! er rætt við Ragnheiði Agnarsdóttur. B.A. í sálfræði og M.A. í mannauðsstjórnun. Þegar Ragnheiður var búin að vera 16 ár í atvinnulífinu, upplifa makamissi og fara á hnefanum eins og okkur Íslendingum er svo tamt að gera, fóru hugsanir að gerjast um lífið og tilveruna. Á að fara í gegnum lífið á 100 km. hraða og aldrei að njóta stundarinnar? Ragnheiður fór að skoða á hverju grunnurinn að lífsgæðum okkar byggist og komst að því að þetta er ekki flókið. Við þurfum að hlúa að okkur sjálfum!

  • 1 hr 22 min
  Koma svo! - Tengslarof, feluleikur og upprisa

  Koma svo! - Tengslarof, feluleikur og upprisa

  Í öðrum þætti, þriðja tímabils Koma svo! er rætt við Sigurð Hólmar Karlsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafa. Líf Sigurðar er efni í heila bók svo ekki meira sé sagt. Glíman við afleiðingar tengslarofs og áfengis- og vímuefnaneyslu hefur sett svip sinn á líf hans. Við þetta bætist svo felurleikur sem margir hafa glímt við og falið, samkynhneigð!

  • 1 hr 13 min
  Koma svo! - Dastu á hausinn Magnús?

  Koma svo! - Dastu á hausinn Magnús?

  Í þessum fyrsta þætti, þriðja tímabils Koma svo! er rætt við Magnús Sigurjón Guðmundsson, betur þekktan sem Maggi Pera. Magnús er tómstunda- og félagsmálafræðingur og hefur unnið lengi með unglingum. Hann söðlaði um í febrúar 2020 þegar hann hóf störf hjá Póstinum á Selfossi en áður af því varð rann Magnús til í hálku og höfuðkúpubrotnaði. 

  • 1 hr 5 min
  Koma svo! - Virkar að sleikja spínatblað?

  Koma svo! - Virkar að sleikja spínatblað?

  Í þrítugasta og fimmta þætti Koma svo! er rætt við Ragnhildi Þórðardóttur, sálfræðing með áherslu á heilsusálfræði og einnig lærðan einkaþjálfara. Hún er þekkt undir nafninu Ragga nagli, býr í Danmörku og hefur boðið upp á sálfræðimeðferð og fjarþjálfun síðustu ár. Þar er unnið  með hugsanir og hugarfar (í bland við þjálfun sé þess óskað) til að auka líkurnar á varanlegum lífsstílsbreytingum. En hvað mótaði naglann? 

  • 1 hr 54 min
  Koma svo! - Jógvan eða Jógvan, það er spurningin!

  Koma svo! - Jógvan eða Jógvan, það er spurningin!

  Í þrítugasta og fjórða þætti Koma svo! er rætt við Jógvan Hansen söngvara / tónlistarmann / hárgreiðslumann / eiginmann / föður.  Færeyingurinn hugljúfi er einn ástsælasti söngvari Íslands og skyldi engan undra. En hvaða mann hefur hann að geyma? Eru Færeyingar mikið öðruvísi en við Íslendingar?

  • 1 hr 33 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
9 Ratings

9 Ratings