28 episodes

Í Krakkakiljunni er fjallað um barnabækur úr öllum áttum, bæði gamlar og nýjar. Fulltrúar bókaormaráðs KrakkaRÚV koma í heimsókn til okkar, segja frá og spyrja höfundinn út í bókina.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Sigyn Blöndal

Krakkakiljan RÚV

    • Kids & Family
    • 5.0 • 1 Rating

Í Krakkakiljunni er fjallað um barnabækur úr öllum áttum, bæði gamlar og nýjar. Fulltrúar bókaormaráðs KrakkaRÚV koma í heimsókn til okkar, segja frá og spyrja höfundinn út í bókina.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Sigyn Blöndal

    Ys og þys út af ... ÖLLU!

    Ys og þys út af ... ÖLLU!

    Hjalti Halldórsson, Bjarki Fritz og Jóhannes spjalla um Ys og þys út af ... ÖLLU! sem kom út 2019. Sagan fjallar um sjöundubekkinga og viðburðaríkt skólaferðalag. Þótt sagan sé splunkuný er hún innblásin af gamalli Íslendingasögu sem höfundur sagði okkur betur frá.

    Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
    Bókaormur: Bjarki Fritz.
    Höfundur: Hjalti Halldórsson.

    • 20 min
    Roald Dahl - ýmsar bækur

    Roald Dahl - ýmsar bækur

    Þorsteinn Flóki, Sólveig Sif og Jóhannes spjalla um þrjár bækur eftir Roald Dahl; Risastóri krókódíllinn, Georg og magnaða mixtúran og Tvistur og Basta sem eru allar sprenghlægilegar og fjörugar.

    Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
    Bókaormur: Þorsteinn Flóki.
    Þýðandi: Sólveig Sif Hreiðarsdóttir.

    • 20 min
    Bráðum áðan og bækurnar um Þrúði

    Bráðum áðan og bækurnar um Þrúði

    Guðni Líndal kíkir í heimsókn og spjallar við Sölva Þór um eina splunkunýju bókin sína; Bráðum áðan.
    Guðni býr í Skotlandi svo við nýttum tækifærið fyrst hann var á Íslandi og fengum hann til að spjalla við okkur um bækurnar um hana Þrúði líka, sem eru fyrir aðeins yngri lesendur. Bækurnar um Þrúði eru frægar fyrir frábæra titla t.d. Stelpan sem týndi bróður sínum í ruslinu (og komst í kynni við bollamörgæsir og leðjubirni) og Steplan sem sigldi kafbát niður í kjallara (og lenti í sápufólki og smáninjum.

    Bókaormur: Sölvi Þór Jörundsson
    Rithöfundur: Guðni Líndal Benediktsson
    Umsjón: Sigyn Blöndal

    • 20 min
    Fjallaverksmiðja Íslands

    Fjallaverksmiðja Íslands

    Í dag er fjallað um bókina Fjallaverksmiðja Íslands eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttir. Sjö nýstúdentar af fjallamennskubraut á Höfn stefna hver í sína áttina áður en vindurinn blæs þeim öllum inn í sama braggann skammt frá Jökulsárlóni. Þar stofna þau Fjallaverksmiðju Íslands - draumasamfélag til dýrðar náttúru, sjálfbærni og nægjusemi. Jóhannes ræðir við höfundinn og bókaorminn Elísabetu Heiðu Eyþórsdóttur.

    Bókaormur: Elísabet Heiða Eyþórsdóttir
    Rithöfundur: Kristín Helga Gunnarsdóttir
    Umsjón: Jóhannes Ólafsson

    • 20 min
    Þar sem óhemjurnar eru

    Þar sem óhemjurnar eru

    Í dag er fjallað um bókina Þar sem óhemjurnar eru eftir Maurice Sendak. Jóhannes ræðir við Sverri Norland sem er þýðandi og útgefandi bókarinnar og bókaorminn Kristíönu Svövu Eyþórsdóttur.

    Bókaormur: Kristíana Svava Eyþórsdóttir
    Þýðandi: Sverrir Norland
    Umsjón: Jóhannes Ólafsson

    • 20 min
    Blokkin á heimsenda

    Blokkin á heimsenda

    Arndís Þórarinsdóttir annar höfundur bókarinnar Blokkin á heimsenda mætir í Krakkakiljuna og ræðir bókina, hugmyndina og persónurnar við Móeyju Kjartansdóttur bókaorm.

    Umsjón: Sigyn Blöndal.l
    Bókaormur: Móey Kjartansdóttir .
    Rithöfundur: Arndís Þórarinsdóttir.

    • 20 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
1 Rating

1 Rating

Top Podcasts In Kids & Family

Mömmulífið
Mömmulífið
Undirmannaðar
Undirmannaðar
Lingokids: Stories for Kids —Learn life lessons and laugh!
Lingokids
Er þetta fyrsta barn?
Er thetta fyrsta barn
Birthing Instincts
Dr. Stuart Fischbein + Midwife Blyss Young
The Midwives' Cauldron
Katie James and Dr Rachel Reed