PabbaPælingar

snæbjörn þorgeirsson
PabbaPælingar

Talað um Pabba lífið og skoða karlmennskuna á einlægan og heiðarlegan máta. Fæ til mín gesti allstaðar frá í samfélaginu sem eru tilbúin að fræða og deila með okkur áhugaverðum pælingum sínum og þekkingu.

  1. #24 Stóri ADHD þátturinn - Sigrún hjá Míró Markþjálfun & Sara hjá Lífsstefna

    16/10/2023

    #24 Stóri ADHD þátturinn - Sigrún hjá Míró Markþjálfun & Sara hjá Lífsstefna

    Fékk til mín Sigrúnu sem er með Míró Markþjálfun og Söru sem er með Lífsstefna í spjall um ADHD hjá fullorðnum og börnum. Sigrún Jónsdóttir er með 30 ára ferill sem þroskaþjálfi barna, unglinga og fullorðinna Alþjóðleg ACC vottun frá International Coaching Federation Sérmenntun í markþjálfun fyrir einstaklinga með ADHD sem og á einhverfurófinu Diplóma í Hugrænni atferlismeðferð HAM frá Endurmenntun Háskóla Íslands Kennararéttindi í Yoga Nidra djúpslökun frá Amrit Yoga Institute Hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra, meðal annars fyrir starfsendurhæfingar víða um land, ADHD samtökin, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, og fjölmörg félagasamtök og skólastig. Heldur reglulega námskeið á eigin vegum og í samstarfi við aðra. Stjórnarseta í ADHD samtökunum. Á vegum þeirra starfa hún í alþjóðlegu teymi ADHD Europe þar sem unnið er að framgangi og þróun ADHD markþjálfunar í Evrópu. Sara Rós Kristinsdóttir er með Lífsstefna sem er fyrirtæki sem var stofnað árið 2017. Hún á 2 stráka sem eru fæddir árið 2006 og 2013, hún er menntaður félagsliði, auk þess að hafa lagt stund á NLP markþjálfun, ráðgjafanám og krakka yoga kennaranám. Lífsstefna er virk á samfélagsmiðlunum Instagram, Facebook og Tik Tok þar býr hún til fræðandi efni mest tengd andlegri heilsu, ADHD og einhverfu. Sara er með grúbbu á Facebook sem heitir Lífsstefna Krakkar og er hún hugsuð sem vettvangur fyrir foreldra og fólk sem vinnur með börnum og unglingum og vilja efla þau á uppbyggjandi hátt. Hvet alla til að kynna sér vörurnar hennar Söru hjá Regnboganum verslun ásamt því að fylgja henni á samfélagsmiðlum @Lifsstefna https://www.instagram.com/lifsstefna?fbclid=IwAR0P0qQ-PEee8M8j_hvKchCbK_mJPkD4nDKAaZpKKicvepkW9i7tcFDuD_g https://regnboginnverslun.is/collections/lifsstefna https://www.facebook.com/lifsstefna?locale=is_IS Hvet líka sömuleiðis að kynna sér þjónustu Sigrúnar inná: https://miro.is/ https://www.instagram.com/mirocoach/ Endilega followið Pabbapælingar inná: https://www.instagram.com/pabbapaelingar/ https://open.spotify.com/show/5kcJlhSIktKOUPcBqbPCzG?si=f51e6e7d05bb4e02

    1h 50m
  2. #23 Eiríkur viljar - Stofnandi og eigandi TWT - Two Wheels Travel ferðasskrifstofa ''Aukaþáttur''

    16/07/2023 · BONUS

    #23 Eiríkur viljar - Stofnandi og eigandi TWT - Two Wheels Travel ferðasskrifstofa ''Aukaþáttur''

    Eiríkur Viljar H. Kúld kom til mín í einlægt og innihaldsríkt spjall og viðtal í pabbapælingar, þar sem við töluðum um allt á milli himins og jarðar....frá Stofnun og hugmyndina af - TWT Two wheels travel ferðaskrifstofu, ferðalögunum hans og ævintýrunum og ég fékk tækifæri til að kynnast þessum magnaða einstakling sem veitti mér gríðarlegan innblástur og kenndi mér helling. Eiríkur Viljar er einn af þeim einstaklingum sem skapar tækifæri og grípur tækifærin þegar þau koma og lætur þau verða að veruleika eins og t.d..... Eftir að útskrifast úr háskólanum þá var hann ekki með neinar skyldur eins og börn, foreldrar hans hraustir og við góða heilsu, einhleypur osfrv.. svo hann sá þarna tækifæri til að skella sér einn til Asíu og greip það á meðan það var í loftinu.  Fór á mótórhjóli í gegnum sahara eyðimörkin í 49 stiga hita.  Ferðast frá Norður Víetnam til Suður Víetnam á skellinöðrum efti að hugmyndin kom frá vini hans sem sá svipað ferðalag í TopGear þátt.  Búinn að nota heilt ár að undirbúa og skipuleggja ferðalag frá Reykjavík til Brasilíu, þar sem hann ætlaði niður Bandaríkin & Mexikó, gegnum mið og suður ameríku, og patagoníu í Argentínu og síðan upp meðfram ströndum Brasilíu til rio de janeiro, síðan þurfti hann að hætta við þetta ferðalag óvænt, sem var auðvitað krefjandi. Hvernig tekst maður á við svona óvæntar uppákomur og heldur áfram? Það er svo margt meira og fullt af virði í þessum þætti sem allir ættu að geta fundið eitthvað sem þeir tengja við og vonandi tekið til sín hvort sem það er innblástur, hugmyndir, sjálfsskoðun eða hvað sem er þá er þetta viðtal ótrúlega einlægt og innihaldríkt fyrir hvern sem er sem hlustar. Ef þið viljið vita meira um Two wheels Travel ferðaskrifstofu, tékkið þá á....: ⁠https://twt.is/⁠ ⁠https://www.facebook.com/www.twt.is⁠ ⁠https://www.instagram.com/twt.is/⁠ ⁠https://www.instagram.com/eirikurviljar/⁠ ⁠https://www.facebook.com/eirikur.kuld Endilega fylgið mér inná: https://www.instagram.com/pabbapaelingar/ https://open.spotify.com/show/5kcJlhSIktKOUPcBqbPCzG?si=4f6609094fa34476

    2h 6m
  3. #22 Nökkvi Fjalar ''Aukaþáttur''

    06/07/2023 · BONUS

    #22 Nökkvi Fjalar ''Aukaþáttur''

    Þetta er viðtal frá því ég var með pabbapælingar. Nökkvi fjalar er hreint út sagt magnaður einstaklingur sem ég er ótrúlega þakklátur fyrir að hafa kynnst fyrir nokkrum árum síðan og lært helling af, en fyrst og fremst er hann með hjarta úr gulli sem hann er alltaf til í að deila með öðrum og hjálpa öðrum að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Ég hefði getað haft hann í spjalli hjá mér í viku straight þar sem maðurinn er stútfullur af fróðleik, pælingum, innblástri sem fær mann til að stækkka tífalt og vilja sigra heiminn. En við tókum gríðarlega innihaldsríkt spjalll þar sem við fórum yfir eins og: Þegar ferðalagið hans byrjaði árið 2012 og setti út fyrsta youtube videóið. Hvað er árangur? Peningar & Hamingja Skuggagildi?  Think week? hvað er það? og hvers vegna tekur hann Think week Sagan á bakvið bókina Vinir elísu margrétar sem Nökkvi fjalar og bróðir hans Jóhann fjalar skrifuðu. Upplifun nökkva á samfélagsmiðlum Morgunrútína & Kvöldrútína Þátturinn er í samstarfi við: https://regnboginnverslun.is/ https://tengslasetur.is/ https://idjukraftur.is/ Hægt er að fylgja Nökkva inná: https://www.instagram.com/nokkvifjalar/ https://www.tiktok.com/@nikkiorrason?lang=en Endilega fylgið pabbapælingar inná: https://www.instagram.com/pabbapaelingar/ https://open.spotify.com/show/5kcJlhSIktKOUPcBqbPCzG?si=e27bf62da4ed4268

    57 min

About

Talað um Pabba lífið og skoða karlmennskuna á einlægan og heiðarlegan máta. Fæ til mín gesti allstaðar frá í samfélaginu sem eru tilbúin að fræða og deila með okkur áhugaverðum pælingum sínum og þekkingu.

To listen to explicit episodes, sign in.

Stay up to date with this show

Sign in or sign up to follow shows, save episodes and get the latest updates.

Select a country or region

Africa, Middle East, and India

Asia Pacific

Europe

Latin America and the Caribbean

The United States and Canada