10 episodes

Tölum um allt sem tengist fyrirtækjamenningu & vinnustaðastemmingu. Viðmælendur koma úr öllum áttum með allskonar reynslu og pælingar.

RÉTTI ANDINN Podcaststöðin

    • Business
    • 5.0 • 6 Ratings

Tölum um allt sem tengist fyrirtækjamenningu & vinnustaðastemmingu. Viðmælendur koma úr öllum áttum með allskonar reynslu og pælingar.

    Ýmir Örn Finnbogason

    Ýmir Örn Finnbogason

    Gestur þáttarins er Ýmir Örn Finnbogason, fjármálastjóri Teatime. Ýmir er einn stofnenda Teatime, en hann var jafnframt einn lykilstarfsmanna hjá Plain Vanilla, sem þróaði QuizUp spurningaleikinn sem náði til meira en 100 milljón notenda. Ýmir starfaði áður hjá Deloitte um árabil í rekstrarráðgjöf í sjávarútvegi eftir skemmtilega og lærdómsríka reynslu af rekstri frystihúss vestur á fjörðum með félaga sínum. 

    Það dylst engum að hér er á ferðinni ákaflega jákvæður, þrautseigur og lífsglaður maður sem er óhræddur við að hoppa á tækifærin þegar þau bjóðast. Ýmir er jafnframt afar handlaginn og þegar hann er ekki að sinna vinnu eða stækkandi fjölskyldu, og þegar hann er með báðar hendur í lagi, þá fer hann út í bílskúr og smíðar eins og enginn sé morgundagurinn.

    • 52 min
    Sigríður Heimisdóttir

    Sigríður Heimisdóttir

    Gestur þáttarins er Sigríður Heimisdóttir, vöruhönnuður. Sigga hefur lengst af starfað hjá Ikea í Svíþjóð, fyrst sem vöruhönnuður, svo þróunarstjóri smávöru og síðar verkefnastjóri sértækra nýþróunarverkefna. Einnig var hún verkefnastjóri yfir öllu samstarfi við hönnunar og nýsköpunarstofnanir á vegum höfuðstöðva IKEA.  Árið 1995 stofnaði hún hönnunar- og ráðgjafarfyrirtækið Hugvit&Hönnun og 15 árum síðar stofnaði hún Labland, hönnunarstofu í Malmö í Svíþjóð sem vann fyrir mörg alþjóðleg fyrirtæki. 

    Það fer ekkert á milli mála að það er alltaf líf og fjör þar sem Sigga Heimis er. Hún elskar að hafa í nægu að snúast, leggur mikinn metnað í það sem hún tekur sér fyrir hendur og svo geislar hún af gleði þannig að eftir því er tekið.

    • 48 min
    Jóhann Skagfjörð Magnússon

    Jóhann Skagfjörð Magnússon

    Gestur þáttarins er Jóhann Skagfjörð Magnússon, (aðstoðar)skólastjóri Garðaskóla. Undanfarin tvö ár hefur Jóhann starfað hjá Garðaskóla, bæði sem deildarstjóri og aðstoðarskólastjóri, en tekur við hlutverki skólastjóra 1.ágúst nk. Hann hefur margra ára reynslu af stjórnun í grunnskólum og hefur komið víða við á ferli sínum. Jóhann er jafnframt að klára MBA nám við Háskólann í Reykjavík sem hann telur gagnast afar vel í starfi sínu innan skólans.

    Það var auðvelt að fara á flug í spjallinu við Jóhann, slík er ástríða hans fyrir starfinu sínu og því að vera stöðugt í umbótum og að prófa nýjar leiðir í skólastarfinu. Jóhann hefur mikinn metnað fyrir því að gera skólann að betri og skemmtilegri vinnu- og samverustað fyrir starfsmenn, kennara og nemendur.

    • 37 min
    Ómar Þór Ómarsson

    Ómar Þór Ómarsson

    Gestur þáttarins er Ómar Þór Ómarsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Meniga. Ómar hefur starfað hjá Meniga sl. 6 ár en var áður ráðgjafi hjá Deloitte í Sviss, og þar áður starfaði hann í nokkur ár hjá Fjármálaeftirlitinu. Samhliða þessu hefur Ómar hefur einnig verið í eigin rekstri, bæði með Balsam, fyrirtæki sem selur náttúrulegar vörur fyrir líkama og sál, ásamt því sem hann opnaði nýverið hótel á Spáni sem íslendingar geta bókað og heimsótt þegar það má loksins fara að ferðast aftur.

    Það sem einkennir Ómar Þór í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur er seigla, einstaklega gott jafnaðargeð og jákvæðni, óháð álagi og aðstæðum. Hann er þreytist ekki á að tala um ágæti þess að nota Meniga lausnina svo endilega náið ykkur í Meniga appið og massið heimilisbókhaldið!

    • 37 min
    Sylvía Kristín Ólafsdóttir

    Sylvía Kristín Ólafsdóttir

    Gestur þáttarins er Sylvía Kristín Ólafsdóttir, forstöðumaður hjá Icelandair. Sylvía starfaði áður hjá Landsvirkjun, þar sem hún var deildarstjóri jarðvarmadeildar, og hjá Amazon í Evrópu, bæði við rekstur og áætlanagerð sem og í vöruþróun á Kindle. Sylvía starfaði einnig um tíma hjá Seðlabanka Íslands og Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins.

    Það sem er einstakt og skemmtilegt við Sylvíu er að hún hefur ótrúlega fallega nærveru, hún er róleg, samkvæm sjálfri sér og yfirveguð, á sama tíma og hún býr yfir gríðarlegri dýnamík, þekkingu, reynslu, og atorkusemi. Ég heillaðist strax af karakternum hennar þegar ég kynntist henni í verkfræðideild Háskóla Íslands hér um árið og hefur hún allar götur síðan sýnt og sannað hvers hún er megnug. 

    • 52 min
    María Hrund Marinósdóttir

    María Hrund Marinósdóttir

    Gestur þáttarins er María Hrund Marinósdóttir, umboðsmaður og athafnakona. María var áður markaðsstjóri Borgarleikhússins, Strætó og VÍS um árabil. María Hrund hefur jafnframt starfað sem formaður ÍMARK síðan 2013.

    Það er engin tilviljun að María sé gestur þessa þáttar. Hún er ekki bara jákvæð og lífsglöð með mikinn metnað fyrir því sem hún tekur sér fyrir hendur, heldur hefur hún gríðarlega víðtæka reynslu úr mismunandi geirum sem gaman er að skoða og bera saman.

    Njótið og njótið!

    • 42 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
6 Ratings

6 Ratings

Top Podcasts In Business

Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Íslenski Draumurinn
Íslenski Draumurinn
Ræðum það...
Hlaðvarp Góðra samskipta - Ræðum það
The Diary Of A CEO with Steven Bartlett
DOAC
In Good Company with Nicolai Tangen
Norges Bank Investment Management
The Next Wave - Your Chief A.I. Officer
Matt Wolfe, Nathan Lands & Hubspot Podcast Network