15 episodes

Í þessu podcast mun ég kenna stjörnuspeki. Stjörnuspekin er margslungið fag en mjög aðgengileg ef maður lærir hana í stigum og leggur grunninn vel. Ég ætla því að fara vel og vandlega yfir þá aðalþætti sem leggja grunninn að stjörnuspekinni og byggja ofan á það. Stjörnuspekin er túlkun hvers stjörnuspekings fyrir sig og því mun ég kenna stjörnuspekina eins og ég upplifi hana. Von mín með þessu podcasti er að hlustendur geti að lokum fylgt eftir stjörnuspeki útskýringum og skilið hvað sé verið að ræða. Stjörnuspekin er mögnuð og mig langar að fleiri eigi þá gjöf að skilja gjafir hennar.

Stjörnuspekiskólinn Gísli Hrafn Gunnarsson

    • Religion & Spirituality

Í þessu podcast mun ég kenna stjörnuspeki. Stjörnuspekin er margslungið fag en mjög aðgengileg ef maður lærir hana í stigum og leggur grunninn vel. Ég ætla því að fara vel og vandlega yfir þá aðalþætti sem leggja grunninn að stjörnuspekinni og byggja ofan á það. Stjörnuspekin er túlkun hvers stjörnuspekings fyrir sig og því mun ég kenna stjörnuspekina eins og ég upplifi hana. Von mín með þessu podcasti er að hlustendur geti að lokum fylgt eftir stjörnuspeki útskýringum og skilið hvað sé verið að ræða. Stjörnuspekin er mögnuð og mig langar að fleiri eigi þá gjöf að skilja gjafir hennar.

    15. þáttur - Forsetakosningar, efstu sex frambjóðendur og stjörnukort þeirra

    15. þáttur - Forsetakosningar, efstu sex frambjóðendur og stjörnukort þeirra

    Í þessum þætti breytti ég ögn til og tók fyrir málefni líðandi stundar. Viku pása er því á áframhaldandi kennslu í stjörnuspekiskólanum. Ég fer yfir stjörnukort þeirra sex frambjóðenda sem tóku þátt í kappræðum Stöðvar 2 og reyni að koma því frá mér hvaða gjöfum og hæfileikum þau eru gædd sem myndu gera þau góð í embætti forseta Íslands.

    • 59 min
    14. þáttur - Frumkvæð, stöðug og breytileg merki

    14. þáttur - Frumkvæð, stöðug og breytileg merki

    Í þessum þætti fer ég yfir þrískiptingu merkjanna í frumleg, stöðug og breytileg merki. Ég tek öll merkin fyrir og útskýri þannig hvernig hægt sé að sjá sameiginlega þáttinn í þessum merkjum sem og hvernig skilningur á þessu getur dýpkað og aukið skilning okkar á merkinu sjálfu, sem og stjörnuspekinni í heild sinni.



    Þetta er mjög mikilvægur þáttur að skilja til þess að halda vegferð okkar um stjörnuspekina áfram.

    • 1 hr 15 min
    13. þáttur - Hvað er stjörnukortið? Intercepted signs, afstöðurnar og húsakerfið sem ég nota.

    13. þáttur - Hvað er stjörnukortið? Intercepted signs, afstöðurnar og húsakerfið sem ég nota.

    Í þessum þætti klára ég yfirferðina mína í gegnum stjörnukortið. Intercepted signs er kenning um þau merki sem eiga sér ekkert hús, eða þar sem ekkert hús á sér upphaf í þeim. Ég fer lauslega yfir hverju fylgir því að vera með slíkt merki í stjörnukorti sínu. Ég útskýri hvers vegna ég styðst við og nota eingöngu Placidus húsakerfið þegar ég skoða stjörnukort og les í stjörnukort. Síðan fer ég yfir þær afstöður sem ég notast við þegar ég les í stjörnukort og lýsi lítillega hvað hver og ein afstaða merkir.

    • 1 hr
    12. þáttur - Hvað er stjörnukortið? Sálin, sálarstaðan, miðhimininn og sálarplánetan

    12. þáttur - Hvað er stjörnukortið? Sálin, sálarstaðan, miðhimininn og sálarplánetan

    Í þessum þætti fer ég yfir sálina eins og ég upplifi hana, sálarstöðuna, sem á ensku er kölluð IC, og hvað hún merkir. Ég fer ögn yfir miðhimininn og síðan eitthvað sem ég kalla sálarplánetuna. Í gegnum sálarstöðuna kynni ég til leiks þá krafta sem liggja að baki henni. Þetta er að mínu mati mikilvægasti þátturinn í öllu stjörnukortinu og ég mun fara dýpra og dýpra inní þessa stöðu og merkingu hennar eftir því sem líður á þættina í þessu podcasti.

    Í þessum þætti minnist ég á tvær bækur, Journey of Souls annars vegar eftir Michael Newton og Conversation with God hins vegar eftir Neale Donald Walsch. Tvær bækur sem hafa verið máttastólpar í vegferð minni að dýpri skilning á því hvað sálin er, tilgangur hennar og að hún sé sá þáttur í okkur öllum sem tengir okkur öll saman. Að með tengingu við sálina geta allir öðlast ást gagnvart öllum öðrum þar sem samkennd og skilningur ríkir.

    • 1 hr 3 min
    11. þáttur - Hvað er stjörnukortið? Plánetur, húsin og rísandinn..

    11. þáttur - Hvað er stjörnukortið? Plánetur, húsin og rísandinn..

    Í þessum þætti fer ég dýpra inní saumana á stjörnukortinu. Ég fer yfir hvernig pláneturnar virka í breytileika sínum í gegnum merkin, ég fer mun betur út í húsin og hvernig þau virka. Ég tek sálina ögn fyrir og að lokum fer ég aðeins yfir hvernig rísandinn og hnígandinn virka.

    • 58 min
    10. þáttur - Hvað er stjörnukortið?

    10. þáttur - Hvað er stjörnukortið?

    Í þessum þætti tek ég stjörnukortið fyrir og hvaða breytur eru til staðar í því sem gerir stjörnukort hvers og eins svo sérstakt og öðruvísi. Ég fer yfir ríkjandi plánetur merkjanna og tek þar merki nautsins og meyjunnar sérstaklega fyrir og kynni þær plánetur, jörðina og Ceres, sem ég tel að séu plánetur þessara merkja. Ég kynni húsin ögn fyrir hlustendum sem og afstöður sem plánetur mynda á milli sín.



    Að lokum tek ég fram hve gífurlega mikilvægt það sé að vera með nákvæman fæðingartíma og fyrir einstaklinga sem fæddir eru í reykjavík að þá getið þið sent tölvupóst á sjukraskra@landspitali.is en fyrir þá sem eru fædd á landsbyggðinni þá ætti að nægja að hringa á spítalann eða fæðingarheimilið þar sem þið voruð fædd.

    • 1 hr 3 min

Top Podcasts In Religion & Spirituality

Ancient Conspiracies
Ancient Conspiracies
Heimsmyndir
Kristinn Theodórsson
New Books in Indian Religions
Marshall Poe
Navigating Consciousness with Rupert Sheldrake
Rupert Sheldrake
Catholic
EWTN Radio
The Rise and Fall of Mars Hill
Christianity Today

You Might Also Like