193 episodi

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

Samfélagi‪ð‬ RÚV

    • Cultura e società

Upplýst og gagnrýnin umræða um samfélagsmál. Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Guðmundur Pálsson.

    Friðlýst svæði og þjóðgarðar, fjarkennsla, málfar og vísindaspjall

    Friðlýst svæði og þjóðgarðar, fjarkennsla, málfar og vísindaspjall

    Við ætlum að ræða friðlýst svæði og þjóðgarða, en starfshópur skilaði inn fyrir áramót skýrslu þar sem stöðu þessara svæða og áskorunum er lýst. Árni Finnsson hjá náttúruverndarsamtökum Íslands var formaður starfshópsins, og hann ætlar að ræða við okkur um helstu lykilþætti sem þarna komu fram, meðal annars hvað varðar mögulega fjölgun og stækkun friðlýstra svæða, þanþol svæðanna hvað varðar ágang, skipulag og umsjón - sem og fýsileika gjaldtöku. Svo veltum við fyrir okkur fjarkennslu og möguleikum hennar við Háskóla Íslands. Nú eru boðið upp á nokkur hundruð námskeið í fjarkennslu við skólann og áform um að fjölga þeim. Hólmfríður Árnadóttir, er verkefnisstýra fjarnáms við Háskóla Íslands. Hún ætlar að ræða þessi mál við okkur á eftir. Málfarsmínúta verður á sínum stað og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í sitt reglubundna vísindaspjall.

    • 59 min
    Vistmorð, hjúkrunarfræðingar mótmæla, málfar, snakkpokar og konungur

    Vistmorð, hjúkrunarfræðingar mótmæla, málfar, snakkpokar og konungur

    Íslandsdeild samtakanna stöðvum vistmorð standa frammi fyrir málþingi síðar í dag og vonast til þess að vekja athygli leiðtogafundar evrópuráðsins á mikilvægi þess að skilgreina vistmorð og setja í alþjóðalög, þau benda á að Úkraínustríðinu fylgi meðal annars mikil eyðilegging vistkerfa sem hafi áhrif í nútíð og framtíð á velferð bæði heimamanna sem og heimsbyggðarinnar allrar - fyrir það eigi að vera hægt að sækja Rússa til saka fyrir - við ræðum við tvo fulltrúa samtakanna hér á eftir, þau heita Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor í sjálfbærnivísindum við Háskóla Íslands og Magnús Hallur Jónsson landvörður. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti ályktun á aðalfundi sínum fyrir helgi þar sem félagið lýsir þungum áhyggjum af hópi hjúkrunarfræðinga sem leita til annarra starfa vegna aukins álags og skorar á stjórnvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga með því að tryggja mönnunarviðmið, bæta vinnuaðstöðu og öryggi á vinnustað. Halla Eiríksdóttir er varaformaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Við heyrum í henni á eftir. Málfarsmínútan verður á sínum stað, líka ruslarabbið og svo kemur til okkar Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri RÚV. Hún ætlar að rifja upp heimsókn Svíakonungs hingað til lands árið 1957.

    • 55 min
    Leiðtogafundurinn, skjátími og myndbreytingar bannaðar

    Leiðtogafundurinn, skjátími og myndbreytingar bannaðar

    Það hefur varla farið framhjá hlustendum að leiðtogafundur Evrópuráðsins fer fram í Reykjavík í dag og á morgun. Viðbúnaðurinn er mikill og hingað mæta á fimmta tug þjóðarleiðtoga Evrópu. Leiðtogarnir funda í dag og á morgun fara fram allskyns viðræður og málefnastarf sem lýkur með blaðamannafundi síðdegis. En hvað gerir Evrópuráðið og hvert er hlutverk þess? Og hvaða þýðingu hefur fundur af þessu tagi? Eiríkur Bergmann Einarsson prófessor við Háskólann á Bifröst ætlar að ræða það við okkur á eftir. Málfarsráðunautur RÚV Anna Sigríður Þráinsdóttir kemur svo til okkar og fjallar um málfar tengdu þessu máli málanna, leiðtogafundi Evrópuráðsins. VIð ætlum líka að heyra af nýrri rannsókn um hvernig börn upplifa þegar foreldrar þeirra og forráðafólk eru að skerða skjátíma þeirra, en þetta er barátta margra heimila. Freyja Ósk Þórisdóttir og Unnur Elva Reynisdóttir hjúkrunarfræðinemar koma og segja okkur af því. Við heyrum svo í ritstjóra neytendablaðsins og fræðumst um nýjar reglur í Noregi sem banna auglýsendum að myndbreyta fólki, eða fótósjoppa það. Eins og við þekkjum þá er hægt að nota allskonar forrit til að breyta fólki þannig að það er ekkert raunverulegt eða raunhæft við útlit þeirra. Það má semsagt ekki lengur í Noregi, ætti að banna það líka hér?

    • 57 min
    Árhringir trjáa, stúdendaíbúðir, málfar og heilraðgreining á DNA

    Árhringir trjáa, stúdendaíbúðir, málfar og heilraðgreining á DNA

    Árhringjafræði er ákveðin undirgrein í skógarfræði, allsérstök fræðigrein en í miklum vexti. Úr árhringjum trjáa og gróðurs má lesa svo margt, langt aftur í tímann. Ólafur Eggertsson hjá Skógræktinni er nýkomin heim af evrópskri árhringjaráðstefnu í Portúgal og því ærið tilefni til að þinga hann um helstu atriði sem þar komu fram og hvað árhringir íslenskra plantna eru að segja okkur. Hótel Saga hefur fengið nýtt hlutverk þar sem meira en hundrað íbúðir fyrir stúdenta hafa verið innréttaðar. Það er Félagsstofnun stúdenta sem stóð í þessum stórræðum fyrir Stúdentagarðana sem stofnunin rekur. Við kíkjum í heimsókn á Sögu, fáum að skoða nýju íbúðirnar og ræðum við Heiði Önnu Helgadóttur þjónustustjóra Stúdentagarða. Við heyrum eina málfarsmínútu og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vísindaspjall í lok þáttar. Hún ætlar að spjalla við okkur um heilraðgreiningu á mannaerfðaefni.

    • 58 min
    Gæti Last of us gerst í alvörunni? Strandhreinsun og kræklingur

    Gæti Last of us gerst í alvörunni? Strandhreinsun og kræklingur

    Byrjum á að ræða um afar aðkallandi mál við Pétur Henry Petersen prófessor í taugavísindum, nefnilega hvort heimsfaraldur af völdum sveppa sem breyta mannfólki í uppvakninga geti gerst í alvörunni. Í sjónvarpsþáttunum Last of us sem njóta gríðarlegra vinsælda geysar slíkur sveppafaraldur og hefur lagt heiminn í rúst - og þessir uppvakningasveppir: þeir eru til í alvörunni! Hafa hingað til bara lagst á skordýr - EN erum við næst?! Við verðum líka beint frá Geldinganesi en þar var Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra ásamt forstjóra Umhverfisstofnunar að opna nýja vefsíðu, strandhreinsun.is sem eins og nafnið bendir til snýst um hreinsun á strandlengjunni. Þarna verður t.d. hægt að taka frá svæði til að hreinsa, fyrir einstaklinga, stofnanir og félagasamtök. Og þetta er allt saman hluti af átaki sem umhverfisráðuneyti réðist í árið 2021. Rætt við Guðlaug og Katrínu Sóley Bjarnadóttur sérfræðing hjá Umhverfisstofnun. Málfarsmínúta. Svo er dýraspjallið á sínum stað, Halldór Pálmar Halldórsson er náttúruvísindamaðurinn sem fær að sitja fyrir svörum í dag. Halldór er sérfræðingur í kræklingi - sem flestir vita að er gómsætur, en það er svo margt fleira algerlega magnað við þessa lífveru - og Halldór segir okkur allt um það.

    • 55 min
    Söfn á Íslandi, Vísindavefur og framtíðin, málfar og þjóðlendur

    Söfn á Íslandi, Vísindavefur og framtíðin, málfar og þjóðlendur

    Það eru miklu fleiri söfn á Íslandi en flesta grunar og við ætlum í tilefni alþjóðlega safnadagsins sem haldin var hátíðlegur í síðustu viku að ræða söfn okkar Íslendinga, stöðu þeirra, tilgang og sjálfbærni - sem greiningardeildir vilja meta mjög litla, að minnska kosti þegar kemur að fjárhag. Hólmar Hólm formaður Íslandsdeildar ICOM, sem er alþjóðaráð safna, hittir Samfélagið á safni. Vísindavefurinn hefur verið starfræktur í meira en tvo áratugi og þar er að finna fróðleik um allt milli himins og jarðar. Við ætlum að heyra hvernig þessi vefur hefur vaxið og dafnað undanfarið Jón Gunnar Þorsteinsson ritstjóri kemur í heimsókn Málfarsmínúta Við heimsækjum svo Þjóðskjalasafn Íslands og kynnum okkur viðamiklar rannsóknir á skjölum sem tengjast þjóðlendum. Ólafur Arnar Sveinsson, fagstjóri fræðslu og rannsókna ræðir við okkur.

    • 55 min

Top podcast nella categoria Cultura e società

Chiedilo a Barbero - Intesa Sanpaolo On Air
Intesa Sanpaolo e Chora Media
ONE MORE TIME  di Luca Casadei
OnePodcast
Tintoria
OnePodcast
BESTIE
OnePodcast
Passa dal BSMT
Gianluca Gazzoli
Tutti gli uomini
Irene Facheris

Potrebbero piacerti anche…

Í ljósi sögunnar
RÚV
Þjóðmál
Þjóðmál
Þarf alltaf að vera grín?
Þarf alltaf að vera grín?
Steve Dagskrá
Steve Dagskrá
Dr. Football Podcast
Hjörvar Hafliðason
Spegillinn
RÚV