5 episodi

Dr. Auður H. Ingólfsdóttur stýrir hlaðvarpi um hvernig hægt er að bæta eigin lífsgæði á sama tíma og tekin eru skref til góðs fyrir umhverfi og samfélag.

Í Transformia hlaðvarpinu fáum við til okkar viðmælendur sem hafa velt fyrir sér samfélagslegum áskorunum, kynnumst bakgrunni þeirra og hvernig þeir finna leiðir til að rækta eigin garð á sama tíma og þeir leggja sitt af mörkum til betra og sjálfbærara samfélags.

Transformia - Sjálfsefling og samfélagsábyrg‪ð‬ Auður H. Ingólfsdóttir

    • Istruzione

Dr. Auður H. Ingólfsdóttur stýrir hlaðvarpi um hvernig hægt er að bæta eigin lífsgæði á sama tíma og tekin eru skref til góðs fyrir umhverfi og samfélag.

Í Transformia hlaðvarpinu fáum við til okkar viðmælendur sem hafa velt fyrir sér samfélagslegum áskorunum, kynnumst bakgrunni þeirra og hvernig þeir finna leiðir til að rækta eigin garð á sama tíma og þeir leggja sitt af mörkum til betra og sjálfbærara samfélags.

    5. Játningar sjálfbærnisérfræðings

    5. Játningar sjálfbærnisérfræðings

    Heiðarleiki og sjálfsmildi eru lykilinn að því að geta skoðað eigin hegðun af einlægni en án dómhörku. Í þessum sóló þætti fjallar Auður H. Ingólfsdóttir um hennar eigin vegferð í átt að sjálfbærari lífsstíl og hversu mikilvægt það er að við gerum ekki þá kröfu á sjálf okkur að vera fullkomin. Hún ræðir líka um þær sálfræðilegu hindranir sem geta hindrað okkur í að breyta hegðun og hvernig við getum komist yfir þessar hindranir.

    • 37 min
    4. Sigurður Ingi Friðleifsson

    4. Sigurður Ingi Friðleifsson

    Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun, brennur fyrir hraðari innleiðingu á nýjum lausnum sem geta hjálpað okkur að takast á við loftsslagvánna, bætt orkunýtni og aukið orkuöryggi.
    Sigurður segir innleiðingarhlutann oft vera týnda hlekkinn í breytingakeðjunni. Jafnvel þó að nýjar og hagkvæmar lausnir séu komnar fram á sjónarviðið þá sé ekki hægt að treysta á að innleiðing eigi sér stað sjálfkrafa. “Það þarf að brúa bilið frá lausninni til notkunar” segir hann. Við spjöllum um rafbíla, breytingahræðslu, silakeppi, vini glóperunnar og margt fleira.
     
    https://www.instagram.com/transformia_1111/

    • 58 min
    3. Sóley Björk Stefánsdóttir

    3. Sóley Björk Stefánsdóttir

    Sóley Björk Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum við Eyjarfjörð og fyrrverandi bæjarfulltrúi, segist vera áhugakona um breytingar. Hún telur óumflýjanlegt að framundan séu breytingar í hegðun og lífsstíl og leggur áherslu á mikilvægi þess að við tökum öll lítil skref í átt að sjálfbærari lífsstíl.
    Lífsgæði, fyrir Sóleyju, snúast um að meta það sem maður hefur hverju sinni, líða vel og vera sátt í eigin skinni. Henni finnst það mikil gæfa að vera í starfi sem hún geti gefið af sér. Í því felist mikil lífsfylling en jafnframt þarf að gæta að því að setja sér mörk, hvíla sig og gera eitthvað sem er nærandi.
     
    IG Transformia: https://www.instagram.com/transformia_1111/

    • 1h 2 min
    2. Valgerður H. Bjarnadóttir

    2. Valgerður H. Bjarnadóttir

    Valgerður H. Bjarnadóttir hefur verið öflug liðskona kvennabaráttu og jafnréttismála í 40 ár, fyrst 20 ár innan „kerfsins“ en síðustu 20 árin sem sjálfstætt starfandi með eigin rekstur undir heitinu: Vanadís, rætur okkar og draumar.
    Jafnvægi og sátt, bæði innra með sér og við hið ytra, er rauður þráður í allri hennar vinnu og nálgun á lífið. Hún leggur áherslu á mikilvægi þess að samþykkja og skilja bæði myrkrið og ljósið og forðast ekki það sem er erfitt. Sjálf á hún þá erfiðu lífsreynslu að baki að hafa upplifað alvarlegt heimilisofbeldi í nánu sambandi og segir að þó hún óski engum að upplifa slíkt hafi reynslan dýpkað hana víkkað og hjálpað sér að skilja bæði sjálfa sig og manneskjuna.
    Instagram Transformia @transformia_1111

    • 1h 1m
    1. Kynningarþáttur - Hugmyndafræði Transformia hlaðvarpsins

    1. Kynningarþáttur - Hugmyndafræði Transformia hlaðvarpsins

    Auður H. Ingólfsdóttir, stjórnandi hlaðvarpsins, segir frá hugmyndinni að baki Transformia hlaðvarpinu, hver hún er og ákveðnum vendipunktum í hennar lífi sem leiddu hana inn á þá braut að beina kröftum sínum að umhverfis- og sjálfbærnimálum.

    • 29 min

Top podcast nella categoria Istruzione

6 Minute English
BBC Radio
Il Podcast di PsiNel
Gennaro Romagnoli
TED Talks Daily
TED
Learning English Conversations
BBC Radio
Learning Easy English
BBC
Learning English Vocabulary
BBC Radio