221 episodes

Um litróf mannlífsins.
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Mannlegi þátturinn RÚV

    • Society & Culture

Um litróf mannlífsins.
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

    Ungir menn detta úr skóla og námi, móðursýki, hekl og veðurspjall

    Ungir menn detta úr skóla og námi, móðursýki, hekl og veðurspjall

    Ungu fólki sem er ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun hefur fjölgað í Evrópu síðustu ár. Afleiðingar fyrir þennan hóp geta verið margvíslegar eins og verri andleg og líkamleg heilsa. Brottfall úr skóla á Íslandi er með því hæsta í Evrópu og ungum karlmönnum sem fá örorkugreiningu hefur fjölgað milli ára, algengasta ástæðan eru geðraskanir. Við ræddum við Petrínu Freyju Sigurðardóttur félagsfræðing og sérfræðing í starfsendurhæfingu um meistararitgerð hennar þar sem hún tekur viðtöl við nokkra unga menn sem dottið hafa úr skóla og vinnu.

    Við kíktum í heimsókn til listakonunnar Jonnu Jónborgar Sigurðardóttur á Akureyri. Jonna er þekkt fyrir að búa til ýmsar verur og fyrirbæri úr textíl. Nú síðast hefur hún til að mynda verið að hekla hina ýmsu sjúkdóma, sína eigin sjúkdóma og annarra. Og um hvítasunnuhelgina hélt hún sýningu þar sem hún sýndi móðursýki prjónaða í hinum ýmsu útgáfum. Við spjölluðum við Jonnu og forvitnumst um lífið og tilveruna.

    Við ræddum við Elínu Björk um veðrið og það er af nógu að taka á því sviði enda búum við á Íslandi þar sem veðrið breytist hratt.

    Tónlist í þættinum í dag:

    Landíbus með jökri( Nú hvaða hvaða)/Íkorni

    4.30/Solveig Slettahjell(Solveig Slettahjell og Peter Kjellsby)

    Words/Bee Gees (Bee Gees)

    • 50 min
    Hvítar lygar, gönguhátíð í Reykjavík og lestarferðalag fyrir 60+

    Hvítar lygar, gönguhátíð í Reykjavík og lestarferðalag fyrir 60+

    Hvítar lygar nefnist glæný fjögurra þátta sjónvarpssería sem fjallar um sambönd fimm ungmenna á menntaskólaaldri, vináttu þeirra og áskoranir. Þar er tekist á við stórar spurningar um lífið og tilveruna, eins og: Hvað erum við tilbúin að gera fyrir þau sem við þekkjum og þykir vænt um? Hvenær segjum við þeim sannleikann þótt hann sé erfiður og hvenær beygum við sannleikann til að hlífa þeim? Til að segja okkur betur frá þáttunum og tilurð þeirra fengum við til okkar Dominique Gyðu Sigrúnardóttur, leikstjóra og handritshöfund verksins, og Ágúst Örn Wigum Börgesson, einn leikaranna.

    Gönguhátíð í Reykjavík fer fram í þriðja sinn og hófst í gær og stendur til 3.júní. ( Í dag er í boði skemmtileg innanbæjarganga um Laugardal, upp á Laugarás og niður að sjó þar sem gengið verður meðfram sjávarsíðunni að Laugarnesi og svo upp með Kringlumýrarbrautinni og aftur á upphafsstaðinn.) Einar Skúlason kom til okkar á eftir og sagði okkur frá en næstu daga verður boðið uppá margar áhugaverðar göngur fyrir alla.

    Við töluðum við Björgu Árnadóttur sem er að hefja heilmikið ferðalag og ætlar að vera á bakpokaferðalagi næstu þrjá mánuði, interrail 60+ . Þetta ferðalag hefur verið draumur hjá Björgu síðan árið 1973 og hana langar að hvetja Íslendinga til að ferðast með lestum um Evrópu og eldri konur til að flakka einar á milli farfuglaheimila. Hún ætlar að blogga um ferðalagið meðan á því stendur.

    Tónlist í þættinum í dag:

    Öll þessi ást/Snorri Helgason og Of monsters and man(Snorri Helga og Bragi Valdimar Skúlason)

    Lapis Lazuli/Helgi Björns(Guðmundur Óskar Guðmunds-Helgi Björnsson, texti Helgi Björnsson)

    The fool on the hill/ Berliner Philharmoniker. Zwölf Cellisten

    • 50 min
    Fjarvinna úti í heimi, vinkill dagsins og alþjóðleg drengjakórahátíð

    Fjarvinna úti í heimi, vinkill dagsins og alþjóðleg drengjakórahátíð

    Við ræddum við Davíð Rafn Kristjánsson framkvæmdastjóra Swapp Agency en það fyrirtæki sérhæfir sig í fjarvinnu milli landa. Davíð bjó í Asíu um tíma og ferðaðist þar um í nokkur ár og hugsaði með sér að það væri frábært að geta unnið fyrir hvaða fyrirtæki sem er, hvar sem er í heiminum.
    Fyrirtækið var stofnað 2017 og aðstoðar starfsmenn búsetta á Norðurlöndunum við að fá greitt sem launþegar þegar þau vinna fyrir fyrirtæki utan þess lands sem þau eru búsett í. Fyrirtækið hefur unnið með mörgum af stóru fyrirtækjum heims eins og Google,Tripadvisor,Harvard svo eitthvað sé nefnt.

    Guðjón Helgi skúffuskáld úr Flóanum bar vinkilinn í pistli dagsins að útilegubúnaði af ýmsu tagi.

    Um helgina verður haldin hér á Íslandi alþjóðleg drengjakórahátíð þegar Drengjakór Reykjavíkur tekur á móti Sofia Boys Choir frá Búlgaríu, sem er meðal virtustu drengjakóra Evrópu. Á hátíðinni verða haldnir þrennir tónleikar, í Skálholti, Hallgrímskirkju og í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Á tónleikunum koma fram alls 50 söngvarar á aldrinum 8-20 ára sem flytja fjölbreytta efnisskrá þar sem íslensk og búlgörsk tónlist verður í fyrirrúmi. Við fengum til okkar Önnu Hugadóttur, formann foreldrafélags Drengjakórs Reykjavíkur, sem sagði okkur nánar frá hátíðinni og starfsemi drengjakórsins.

    Tónlist:
    - Bjartsýni/Ríó Tríó (Gunnar Þórðarsson-Jónas Friðrik)
    - Síðan eru liðin mörg ár/Brimkló(erl-Þorsteinn Eggertsson)
    - I will take the high note/ Harry James og orghestra(Johnny Green) Úr söngleiknum Bathy Beauty frá 1944)

    • 50 min
    Sirrý föstudagsgestur og matarspjall

    Sirrý föstudagsgestur og matarspjall

    Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari, fyrirlesari, kennari við Háskólann á Bifröst og rithöfundur, var föstudagsgesturinn okkar í dag. Sirrý á að baki 30 ára farsælan feril í fjölmiðlum en hefur snúið sér alfarið að stjórnendaþjálfun og kennslu. Hún hefur sérhæft sig í að þjálfa fólk í öruggri tjáningu og samskiptafærni og haldið námskeið fyrir fjölbreytta hópa um árabil. Hún hefur einnig gefið út nokkrar bækur og núna í ágúst er von á nýrri bók um örugga tjáningu. Hún er nýorðin amma og við spurðum hana út í nýja hlutverið og skoðum fortíð, nútíð og framtíð með henni.

    Matarspjallið var svo á sínum stað og áfram héldum við að tala um sælgæti. Hvað er besta súkkulaðið og spurningu verður svarað: Þurfum við ennþá að koma heim frá útlöndum með nammi fyrir vinnustaðinn? Er þetta ekki búið eða hvað?

    Tónlistin í þættinum:
    - Einbúinn/Vilhjálmur Vilhjálmsson(Magnús Eiríksson)
    - Cha cha cha/Kerja (Alexi Numi) Finnska Eurovisionlagið
    - Veldu stjörnu/Ellen Kristjáns og John Grant( Ellen Kristján-Bragi Valdimar Skúlason)

    • 50 min
    Menning á Akureyri, Vinkill vikunnar og lesandinn Rakel Hinriksdóttir

    Menning á Akureyri, Vinkill vikunnar og lesandinn Rakel Hinriksdóttir

    Við fjölluðum um hvað einkennir menningarlandslagið á Akureyri í upphafi þáttar. Hvað einkennir grasrótina, hvernig er lífið í Listagilinu, hverskonar menningarstarfsemi einkennir bæinn. Til þess að ræða allt þetta og meira til fengum við til okkar þær Kristínu Þóru Kjartansdóttur, staðarhaldara og listrænan stjóranda í Flóru menningarhúsi í Sigurhæðum, og Þuríði Helgu Kristjánsdóttur, sjálfstætt starfandi verkefnastjóra og myndlistarmann, en þær hafa lifað og hrærst í menningarlífi Akureyrar í fjölda ára.


    Guðjón Helgi skúffuskáldið góða úr Flóanum var með pistil í dag og að þessu sinni lagði hann vinkilinn að minnistæðustu viðburðum vetrarins.


    Lesandi vikunnar var á sínum stað. Að þessu sinni kom til okkar í hljóðver á Akureyri listakonan Rakel Hinriksdóttir. Rakel sinni bæði ritstörfum og myndlist, auk þess að starfa við félagsstarfið á Öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Þess utan er Rakel mikill lestrarhestur og við fengum að vita allt um hennar eftirlætisbækur og höfunda.

    Tónlist í þættinum:

    Í rökkurró/Helena Eyjólfsdóttir(Erl-Jón Sigurðsson) Útsetning Karl Olgeirsson

    -Ég nenni ekki að labba upp Gilið - Brenndu bananarnir (Hekla Sólveig Magnúsdóttir og Sigrún Freygerður Finnsdóttir, 16 og 17 ára nemendur við Menntaskólann á Akureyri) .

    • 50 min
    Plötusafnarinn í Miðkoti, ÁLFkonur og Sjómannafélag Ólafsfjarðar

    Plötusafnarinn í Miðkoti, ÁLFkonur og Sjómannafélag Ólafsfjarðar

    Við keyrðum til Dalvíkur og heimsóttum Hafstein Pálsson bónda í Miðkoti sem meirihluta ævi sinnar hefur safnað allri íslenskri útgáfu á plötum, diskum og kassettum. Þetta er stærðarinnar safn og margir krókar og kimar á heimilinu eru fullir af þessum dýrmæta fjársjóði, frá gólfi uppí loft sumsstaðar. En nú er hann hættur að safna og komin tími til segir hann.



    Hópurinn ÁLFkonur er áhugaljósmyndarafélag fyrir konur sem hefur ljósmyndun að áhugamáli. Það er árlegur viðburður hjá þeim að sýna ljósmyndir sínar fyrir gesti og gangandi í Lystigarðinum á Akureyri og að þessu sinni er það vetrarríkið sem birtist í verkum þeirra - frost og kuldi í sólinni og gróðrinum í Lystigarðinum. Við fengum til okkar tvær ÁLFkonur, þær Agnesi Heiðu Skúladóttur og Ingu Dagnýju Eydal .



    Það var mikið um dýrðir á Ólafsfirði um sjómannadagshelgina enda fagnar Sjómannafélag Ólafsfjarðar 40 ára afmæli sínu í ár. Af því tilefni var gefin út vegleg afmælisbók þar sem farið er yfir sögu félagsins í máli og myndum og bókinni var fyrir helgi dreift til allra heimila á Ólafsfirði. Atli Rúnar Halldórsson er höfundur bókarinnar og hann kom og sagði okkur frá viðtökunum og hvernig var að skrásetja þessa umfangsmiklu sögu.

    • 50 min

Top Podcasts In Society & Culture

Dope soz / Дөп сөз
Zhomart Aralbaiuly
Психология с Александрой Яковлевой
Александра Яковлева
Замандас подкаст
Зamandas Podcast
дочь разбойника
libo/libo
Давай Поговорим
Анна Марчук, Стелла Васильева
Хакни мозг
Ольга Килина х Богема

You Might Also Like

Í ljósi sögunnar
RÚV
70 Mínútur
Hugi Halldórsson
Segðu mér
RÚV
Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars
Helgi Jean Claessen
Undirmannaðar
Undirmannaðar
Þarf alltaf að vera grín?
Þarf alltaf að vera grín?