222 episodes

Um litróf mannlífsins.
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Mannlegi þátturinn RÚV

    • Society & Culture

Um litróf mannlífsins.
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

    Sjúkt spjall, hláturjóga og Fílalag í sjónvarpinu

    Sjúkt spjall, hláturjóga og Fílalag í sjónvarpinu

    Fyrir rétt rúmu ári opnaði Stígamót nýja þjónustu sem heitir Sjúkt spjall en það er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni 13-20 ára um sambönd, samskipti og ofbeldi. Algengast er að börn og unglingar velti fyrir sér hvort þau hafi orðið fyrir o?eldi, jafnvel nauðgun. Í spjallinu eru unglingar fræddir t.d. um samþykki og mörk í samskiptum. Birta Ósk Hönnudóttir, verkefnastýri Sjúks spjalls, kom til okkar í dag sagði okkur frá þjónustunni.

    Alþjóðlegi hláturdagurinn er á sunnudaginn, 7.maí, og hér á landi hefur Ásta Valdimarsdóttir verið leiðandi afl í hláturjóga og ber einnig titilinn hláturambassor. Hláturjóga er stundað víða um heim en líklega mest á Indlandi og þar býr upphafsmaður þess Dr. Madan Kataria. Rannsóknir hafa sýnt að einlægur hlátur bætir andlega og líkamlega heilsu og best er að stunda hláturjóga í hópi. Við heyrðum í Ástu í þættinum í dag.

    Svo komu þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi Benediktsson til okkar í dag. Þeir eru með sjónvarpsþáttinn Fílalag, en þeir höfðu gert á fjórða hundrað hlaðvarpsþætti af Fílalag áður en þeir hófu að gera þættina fyrir sjónvarp. Í hverjum þætti taka þeir fyrir eitt lag og fíla það. Með öllu sem því fylgir. Skoða tímabilið sem lagið er frá, tískuna, stemninguna og reyna að miðla sinni ástríðu og fílun til áhorfenda.

    Tónlist í þættinum í dag:

    My friend and I / Trúbrot (Magnús Kjartansson og Jóhann Hjálmarsson
    Girl from before / Blood Harmony (Örn Eldjárn)
    Það brennur / Egill Ólafsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir (Egill Ólafsson)
    Þrek og tár / Erla Þorsteinsdóttir og Haukur Morthens (Otto Lindblad og Guðmundur Guðmundsson)

    UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    • 50 min
    Kormákur og Skjöldur og matarspjall frá Spáni

    Kormákur og Skjöldur og matarspjall frá Spáni

    Föstudagsgestir Mannlega þáttarins í þetta sinn voru tveir, Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson. Þeir hafa verið félagar í hartnær þrjátíu ár og stærstan hluta af því hafa þeir rekið saman fyrirtæki, Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar og Ölstofu Kormáks og Skjaldar. Þeir ætluðu sér upphaflega að selja notuð föt í mánuð til að fá smá tekjur, en það þróaðist heldur betur og í dag er meira en helmingur sem þeir selja hannað og framleitt fyrir þá og þeir eru meira að segja að framleiða sitt eigið íslenska tweed.

    Matarspjallið var svo auðvitað á sínum stað og að þessu sinni heyrðum við í okkar konu Sigurlaugu Margréti frá Spáni hvar hún sinnir skyldum sínum við rannsóknir á mat og matarvenjum Spánverja. Eru Tapasréttir málið í Katalóníu eða alls ekki? Við komumst að því í matarspjalli dagsins þar sem auðvitað komu við sögu tómatar, paella og fransbrauð.


    TÓNLIST Í ÞÆTTINUM:

    Eitt lag enn / Stjórnin (Hörður Gunnar Ólafsson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)
    Sumarauki /Elly Vilhjálms (Sigfús Halldórsson og Guðjón Halldórsson)
    Fashion/David Bowie

    UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    • 50 min
    Framför og Ljósið, vinkill og Haraldur lesandi vikunnar

    Framför og Ljósið, vinkill og Haraldur lesandi vikunnar

    25% af þeim sem greinast árlega með krabbamein á Íslandi eru karlar með krabbamein í blöðruhálskirtli. Árið 2010 var krabbameinsfélagið Framför stofnað. Framför eru samtök karla sem greinst hafa með blöðruhálskirtilskrabbamein og aðstandendur þeirra. Á aðalfundi félagsins sem var haldinn nýlega var Ernu Magnúsdóttur, forstöðukonu og stofnanda Ljóssins, afhend Oddsviðurkenning Framfarar 2023. Þetta var í fyrsta skipti sem viðurkenningin var veitt. Guðmundur Páll Ásgeirsson formaður Framfarar og Erna Magnúsdóttir komu í þáttinn í dag.


    Við fengum svo vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni úr Flóanum. Í dag lagði hann vinkilinn að trúverðugleika heimilda að fornu og nýju.

    Lesandi vikunnar í þetta sinn var Haraldur Ingi Þorleifsson. Hann hefur líklega verið meira í fréttum undanfarið ár en flestir, hann var kosinn manneskja ársins í fyrra á Rás 2, hann er á góðri leið með að rampa upp Ísland, hann er nýbúinn að opna veitingastað og gefur út hljómplötu á næstunni. En í dag sagði hann okkur frá því hvað hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Haraldur talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
    Between the World and Me eftir Ta-Nehisi Coates
    Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren
    og svo nefndi hann höfundana Haruki Murakami, Paul Auster og Dr. Zeuss.

    TÓNLIST Í ÞÆTTINUM:

    Vor í Vaglaskógi / Vilhjálmur Vilhjálmsson og hljómsveit Ingimars Eydal (Jónas Jónasson og Kristján frá Djúpalæk)
    Dísir vorsins / Karlakórinn Heimir (Bjarki Árnason)
    Vor / Berglind Björk Jónasdóttir (Jóhann Helgason og Þórarinn Eldjárn)

    UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    • 50 min
    Hamfaramálnotkun, rauðir úlfar og sólfarsvindar

    Hamfaramálnotkun, rauðir úlfar og sólfarsvindar

    Norræn ráðstefna verður haldin hér á landi á fimmtudag og föstudag um skýra framsetningu á máli og málnotkun þegar vá steðjar að. Á ráðstefnunni verður undirstrikað mikilvægi þess að framsetning og málnotkun sé skýr og auðskiljanleg þegar stjórnvöld, stofnanir, samtök eða fyrirtæki þurfa að koma á framfæri brýnum upplýsingum sem varða almenning. Einkum verður horft til samskipta og upplýsingagjafar til samfélagsins þegar hætta á borð við náttúruhamfarir, stríð, hryðjuverk eða heimsfaraldur steðjar að. Fyrirlesarar eru alls staðar að af Norðurlöndunum og ráðstefnan verður í beinu streymi á www.ruv.is. Við fengum þau Önnu Sigríði Þráinsdóttur, málfarsráðunaut RÚV, og Ara Pál Kristinsson, rannsóknaprófessor hjá Árnastofnun, í þáttinn til að segja okkur betur frá því sem þar fer fram.

    Lupus, eða rauðir úlfar, er sjaldgæfur alvarlegur sjálfsofnæmissjúkdómur sem getur valdið bólgum og verkjum um allan líkaman. Hann veldur því að ónæmiskerfið, sem venjulega berst við sýkingar, snýst gegn eigin frumum, vefjum og líffærum. Lupus er algengastur meðal kvenna, en um 90% þeirra sem fá lupus eru konur. Algengast er að sjúkdómurinn greinist á aldrinum 15-44 ára og er hann enn sem komið er ólæknandi en hins vegar er gríðarlega mikilvægt að sjúkdómurinn sé greindur snemma. Því fyrr sem lupus greinist því minni skaða veldur hann. Á morgun verður árlegur alþjóðlegur dagur lupus haldinn í tuttugasta sinn og í ár er áherslan á að auka þekkingu og meðvitund á lupus. Hrönn Stefánsdóttir er formaður lupushóps Gigtarfélags Íslands og kom í þáttinn í dag og sagði meðal annars frá sinni reynslu af lupus.

    Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur kom til okkar í dag í vikulega veðurspjallið. Í dag fræddi hún okkur meðal annars um sólfarsvinda, hafgolu og landgolu.

    TÓNLIST Í ÞÆTTINUM:
    Þá mun vorið vaxa / Hjálmar (Þorsteinn Einarsson og Einar Georg Einarssonar)
    Sukiyaki / Kyu Sakamoto (Ei Rohusuke og Nakamura Hachidai)
    Vor við sæinn / Kvartett Reynis Sigurðssonar (Oddgeir Kristjánsson)

    UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    • 50 min
    Afleiðingar áfalla, U3A og póstkort frá Magnúsi

    Afleiðingar áfalla, U3A og póstkort frá Magnúsi

    Sjónaukinn, árleg ráðstefna Heilbrigðis-, viðskipta og raunvísindasviðs Háskólans á Akureyri, verður haldin dagana 16.-17. maí. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er Horft til framtíðar - fólk og fjölskyldur í fyrirrúmi. Þar munu meistaranemar kynna meistaraverkefni sín og rannsóknir. Við fengum Sigrúnu Sigurðardóttur, dósent við háskólann á Akureyri til að segja okkur frá ráðstefnunni og með henni kom Rebekka Sif Pétursdóttir meistaranemi, en hún ætlar sagði okkur frá rannsókn sinni Erfið reynsla í æsku - ACE og heilsufarslegur vandi á fullorðinsárum.

    Flestir vita að Erasmus+ styrkir evrópska nema til að fara í skiptinám til annarra Evrópulanda og hafa íslenskir nemar verið duglegir að nýta sér þess styrki. Færri vita að nú getur fólk á þriðja æviskeiðinu sem er í einhvers konar námi gert það líka. Það að Erasmus+ sé farið að ná til fólks á þriðja æviskeiðinu sýnir viðhorfsbreytingu til fólks á eftirlaunaaldrinum. Hans Kristján Guðmundsson, frá U3A Háskóla þriðja æviskeiðsins, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá skólanum og þessu nýja kosti frá Erasmus áætluninni.

    Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Krýning Karls þriðja bretakonungs var til umfjöllunar í póstkorti dagsins, en Magnús finnur til tengingar við konung vegna þess að þeir eiga sama afmælisdag. Í seinni hluta póstkortsins sagði hann frá því þegar Englendingar rændu Vestmannaeyjar árið 1614, en nú er talið að tengingar séu milli þess atburðar og svo Tyrkjaránsins þrettán árum síðar, 1627.


    TÓNLIST Í ÞÆTTINUM:

    Ingileif / Snorri Helgason (Snorri Helgason) -
    Desperado / Eagles (Glen Frey & Don Henley)
    Ég mun aldrei gleyma þér / Brimkló (Robbins og Jón Sigurðsson)
    Styttur bæjarins / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)

    UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    • 50 min
    Klukkuþreyta, Bjartur lífsstíll og Felix í Liverpool

    Klukkuþreyta, Bjartur lífsstíll og Felix í Liverpool

    Færri unglingar sofa of lítið og klukkuþreyta minnkar þegar skólinn byrjar seinna samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Vogaskóla og tveimur samanburðarskólum. Að rannsókninni stóðu Betri svefn, Reykjavíkurborg, Háskólinn í Reykjavík og Embætti landlæknis. Klukkuþreyta myndast þegar fólk er vansvefta á virkum dögum en sefur mikið um helgar til að bæta það upp. Þetta er algengt meðal unglinga og hefur margvísleg neikvæð áhrif á heilsu og líðan. Við ræddum við Dr.Erlu Björnsdóttur sálfræðing frá Betri Svefni í þættinum í dag.

    Í janúar 2021 skilaði starfshópur skipaður af Heilbrigðisráðherra skýrslu með tillögum um fyrirkomulag samstarfsverkefna í heilsueflingu eldra fólks með það að markmiði að gera eldra fólki kleift að búa í heimahúsum eins lengi og kostur er. Verkefni fékk nafnið Bjartur lífsstíll, með það að leiðarljósi að hreyfing verði að lífsstíl hjá eldra fólki. Hægt er að kynna sér verkefnið á www.bjartlif.is Þær Ásgerður Guðmundsdóttir og Margrét Regína Grétarsdóttir eru verkefnastjórar heilsueflingar í Björtum lífsstíl og þær komu í þáttinn í dag.

    Svo hringdum við í Felix Bergsson, en hann er staddur í Liverpool með Eurovisionhópi Íslands. Diljá Pétursdóttir stígur á svið í seinni undanúrslitum keppninnar í kvöld og syngur lagið Power sem hún samdi ásamt Pálma Ragnari Ásgeirssyni. Við heyrðum hver stemningin er í íslenska hópnum og hvers megi vænta í kvöld.


    TÓNLIST Í ÞÆTTINUM:

    Nætur / Sigríður Beinteinsdóttir (Friðrik Karlsson og Stefán Hilmarsson)
    All Kinds of Everything / Dana (Derry Lindsay og Jackie Smith)
    Never ever let you go / Rollo and King (Stefan Nielsen, Sören Poppe og Thomas Brekling)
    Power / Diljá (Diljá Pétursdóttir og Pálmi Ragnar Ásgeirsson)

    UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

    • 50 min

Top Podcasts In Society & Culture

Svarttrost Dok
Svarttrost
Fryktløs
Både Og & Blåkläder
198 Land med Einar Tørnquist
PLAN-B & Acast
Katarina og Andrea
Moderne Media
Fetisha +1 Q&A
Baff.no og Bauer Media
MÍMIR&MARSDAL – den venstrevridde podkasten
Manifest Media

You Might Also Like

Helgaspjallið
Helgi Ómars
Í ljósi sögunnar
RÚV
70 Mínútur
Hugi Halldórsson
Þjóðmál
Þjóðmál
Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars
Helgi Jean Claessen
Segðu mér
RÚV