47 min

SE5 - EP07 - Fanndís, Addi Grétars og Björgvin Páll Valur - Hljóðvarp

    • Sport

Þvílíkur dagur fyrir þetta dropp! Við hófum okkur til flugs í hádeginu enda nóg um að vera í félaginu nú þegar handboltinn er kominn á fulla ferð. Við hreinlega lágum í símanum í tæpan klukkutíma. Slógum meðal annars á þráðinn til Fanndísar Friðriksdóttur og spurðum hana út í ferðalag stelpnanna til Albaníu, leikina þar og dráttinn á föstudag sem er framundan í Meistaradeild kvenna. Við ræddum líka lokasprettinn í Bestu deild kvenna en þegar við bjölluðum lá ekki fyrir að Fanndís og liðsfélagar færu á koddann í kvöld sem Íslandsmeistarar. Til hamingju stelpur, Pétur, Matti og þið öll!

Breki og Benni gáfu skýrslu um leik Vals og FH í handboltanum á mánudagskvöld og við slógum í kjölfarið til Björgvins Páls, markmanns og nýs aðstoðarþjálfara og hleruðum hann um tímabilið framundan og Evrópuverkefnið Í Litháen um komandi helgi en menn ætla langt í þeirri keppni.

Eins og fram hefur komið á þessum vettvangi eiga tæknimál og Vængjum þöndum ekki alltaf saman. Því miður var seinni hluti viðtalsin við Bjögga á vitlausri rás en við treystum á að fá kappann aftur til okkar í spjall sem fyrst.

Og svo er það karlaboltinn. Úrslitakeppni Bestu deildarinnar hefst um helgina og Arnar Grétarsson, þjálfari var á línunni. Við fórum aðeins yfir sumarið hjá Val, framhaldið í haust og áfram og spurðum út í framtíð Birkis Más.

Þvílíkur dagur fyrir þetta dropp! Við hófum okkur til flugs í hádeginu enda nóg um að vera í félaginu nú þegar handboltinn er kominn á fulla ferð. Við hreinlega lágum í símanum í tæpan klukkutíma. Slógum meðal annars á þráðinn til Fanndísar Friðriksdóttur og spurðum hana út í ferðalag stelpnanna til Albaníu, leikina þar og dráttinn á föstudag sem er framundan í Meistaradeild kvenna. Við ræddum líka lokasprettinn í Bestu deild kvenna en þegar við bjölluðum lá ekki fyrir að Fanndís og liðsfélagar færu á koddann í kvöld sem Íslandsmeistarar. Til hamingju stelpur, Pétur, Matti og þið öll!

Breki og Benni gáfu skýrslu um leik Vals og FH í handboltanum á mánudagskvöld og við slógum í kjölfarið til Björgvins Páls, markmanns og nýs aðstoðarþjálfara og hleruðum hann um tímabilið framundan og Evrópuverkefnið Í Litháen um komandi helgi en menn ætla langt í þeirri keppni.

Eins og fram hefur komið á þessum vettvangi eiga tæknimál og Vængjum þöndum ekki alltaf saman. Því miður var seinni hluti viðtalsin við Bjögga á vitlausri rás en við treystum á að fá kappann aftur til okkar í spjall sem fyrst.

Og svo er það karlaboltinn. Úrslitakeppni Bestu deildarinnar hefst um helgina og Arnar Grétarsson, þjálfari var á línunni. Við fórum aðeins yfir sumarið hjá Val, framhaldið í haust og áfram og spurðum út í framtíð Birkis Más.

47 min

Top Podcasts In Sport

Løperådet
Runner's World Norge
United.no
United.no & Acast
The Rest Is Football
Goalhanger Podcasts
Hatoppgjør
BÅDE OG og Bauer Media
Fotballquizmesterskapet
Concorde TV og Bauer Media
TV 2 B-Laget
TV 2 og Moderne Media