9 episódios

Tímaflakk er ákjósanlegur ferðamáti. Í hlaðvarpinu húkka hlustendur sér far í jarðreisum hinna og þessara og ferðast með þeim aftur um ár og áratugi.

Sögubrot bjarnigudmars

    • História

Tímaflakk er ákjósanlegur ferðamáti. Í hlaðvarpinu húkka hlustendur sér far í jarðreisum hinna og þessara og ferðast með þeim aftur um ár og áratugi.

    Til Eiða

    Til Eiða

    Um aldamótin fá landsmenn telegraf og telefón á heilann. Anna er ekki lengur Anna á Skriðuklaustri heldur Anna á Bessastöðum, þangað flytja þau Jón með börnum sínum og brátt drífur að fólk. Jón er kampakátur enda gengur búskapurinn vel en málið vandast þegar frumburðurinn Frímann tekur í sig að ganga menntaveg. Á Eiðum bíða ævintýrin, skólafélagar læra að nota vatnskrana og gera efnafræðitilraunir með karbít og hlandkopp. Þetta og margt fleira í þriðja þætti sögunnar.

    • 57 min
    Blómadrottningin á Bessastöðum

    Blómadrottningin á Bessastöðum

    Anna litla Jóhannsdóttir flyst á Skriðuklaustur og elst þar upp í fjölmenni og miklu fjöri, sýslumaður sýpur Sunnevunnar skál, Halldór Benediktsson tekur þátt í óvenjulegu spretthlaupi og vinnumaðurinn Jón Jónasson dettur í lukkupottinn. Að ógleymdri blómadrottningunni á Bessastöðum sem hrífur alla með undursamlegum ævintýragarði sínum.

    • 37 min
    „Fegursta og besta hérað á öllu Íslandi“

    „Fegursta og besta hérað á öllu Íslandi“

    Enn er lagt upp í tímaflakk. Að þessu sinni liggur leiðin austur á land, þar sem þarf að fylgja stúlkukorni þangað sem hún á að vaxa úr grasi. Á Ormarsstöðum eiga sér sorglegir atburðir stað, en Jóhann Frímann Jónsson eldri spáir í græjur og virkjanir, og gefur Tryggva Gunnarssyni kaupstjóra bréflega á snúðinn. Við látum ekki staðar numið fyrr en tannstöngull og eyrnaskafa hans hefur verið seld á uppboði ...
     
    Tónlist eftir / Theme music by Crowander (https://www.crowander.com/)

    • 38 min
    Að sjá á bak sínum bestu vatnsfötum

    Að sjá á bak sínum bestu vatnsfötum

    Áfram að spæjað um systurnar Guðrúnu Ragnheiði og Lilju Kristjönu og þeirra fólk – og loks er hnýttur lokahnútur á þessa sögu sem reynst hefur furðulöng!

    • 1h 4 min
    Nýja öldin

    Nýja öldin

    Hér segir frá nýju öldinni og hvernig mæðgunum Halldóru, Guðrúnu Ragnheiði og Lilju Kristjönu og því slekti gengur að fóta sig breyttum heimi. Þórður Malakoff droppar inn, sóttvarnarhús Reykjavíkur fær nýtt hlutverk og Benedikt kemst í hann krappan og fær verðlaun frá Valdimar Danaprinsi.

    • 45 min
    „Hvílíkt ástand, hvílíkt ástand!“

    „Hvílíkt ástand, hvílíkt ástand!“

    Árið 1891 var ansi viðburðaríkt hjá fjölskyldu Halldóru Randversdóttur en hér er sjónum ekki síst beint að hinum litríka syni hennar, Snorra Snorrasyni. Guðrún Ragnheiður á nýtt upphaf og Halldóra Randversdóttir er að verða búin að fá nóg af öllu saman ...

    • 37 min

Top de podcasts em História

A História repete-se
Henrique Monteiro e Lourenço Pereira Coutinho
The Rest Is History
Goalhanger Podcasts
Favas Contadas
Casal Mistério
O Sargento na Cela 7
Observador
Falando de História
Paulo M. Dias & Roger Lee de Jesus
D-Day: The Tide Turns
NOISER

Talvez também goste