Выпусков: 163

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Lestin RÚV

    • Общество и культура

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

    Besti sjónvarpsþáttur allra tíma

    Besti sjónvarpsþáttur allra tíma

    Við í Lestinni erum þessa dagana að vinna að því að klára seríu sem kemur út í næstu viku. Við höfum því verið að endurflytja nokkra af okkar uppáhalds þáttum hér í Lestinni á meðan. Í dag er þátturinn okkar frá því í júní í fyrra sem fjallaði allur um bestu sjónvarpsþætti allra tíma, The Wire.

    • 55 мин.
    Gervigreindar-Lestin #1-2: Hvernig gerum við okkur óþörf?

    Gervigreindar-Lestin #1-2: Hvernig gerum við okkur óþörf?

    Kristján og Lóa fengu hugmynd: Að framleiða fyrsta íslenska útvarpsþáttinn sem er alfarið búinn til af gervigreind. Það reynist flóknara mál en þau óraði fyrir, bæði hvað framkvæmdina varðar og siðferðislega svo nú eru þau í vandræðum. Getur þátturinn í alvöru orðið að veruleika? Hvað þýðir það að tölva geti talað með röddinni þeirra? Mun tæknin gera þau atvinnulaus? Í þessum fyrsta þætti reyna þau að komast að því hvar þau eiga að byrja. Hver eru fyrstu skrefin? Hvernig gera þau sig óþörf? Þau rekast á hindranir og þurfa að meta stöðuna alveg upp á nýtt.

    • 55 мин.
    Gervigreindar-Lestin #3-4: Hver á raddirnar okkar?

    Gervigreindar-Lestin #3-4: Hver á raddirnar okkar?

    Kristján og Lóa fengu hugmynd: Að framleiða fyrsta íslenska útvarpsþáttinn sem er alfarið búinn til af gervigreind. Vinnan er komin vel á veg þegar þau fá fréttir af því að amerískur hlaðvarspþáttur sé kominn út, þáttur sem er nákvæmlega eins upp byggður og þeirra þáttur. Þau ákveða að reyna að komast að því hvort hugmyndinni hafi verið stolið eða hvort allir séu að fá sömu hugmyndirnar. Vinna hefst við gerð talgervla með þeirra rödd og í kjölfarið vakna margar spurningar.

    • 55 мин.
    Gervigreindar-Lestin #5-6: Hversu greind er gervigreindin?

    Gervigreindar-Lestin #5-6: Hversu greind er gervigreindin?

    Kristján og Lóa fengu hugmynd: Að framleiða fyrsta íslenska útvarpsþáttinn sem er alfarið búinn til af gervigreind. Í þessum þætti tekur gervigreindin viðtöl við mennsku viðmælendurnar, Kristján og Lóa reyna að finna tónlist í þáttinn, sem þarf auðvitað að vera samin af gervigreind. Þau fá svör, ekki öll svörin kannski, en einhver svör, við stóru spurningum sínum um gervigreind. Og svo er ekkert eftir nema að senda þáttinn til yfirferðar hjá tæknimanni, Lydíu Grétarsdóttur.

    Í þessari seríu höfum við verið að nota tónlist eftir íslensku hljómsveitina Konsulat og bandarísku tónlistarkonuna Jlin.

    • 55 мин.
    Fyrsti gervigreindarþáttur í íslenskri útvarpssögu

    Fyrsti gervigreindarþáttur í íslenskri útvarpssögu

    Í Lestinni í dag: Þróun tónlistarstreymiþjónustu, ljósmyndakonan Saga Sig og nýja plata Sigur Rósar, 'Átta'

    Við skoðum þróun tónlistarstreymiþjónustu og hvernig hún hefur haft áhrif á tónlistariðnaðinn og háttinn sem við njótum tónlistar í dag. Við ræðum bæði jákvæð og neikvæð hliðar þessara áhrifa. Við mælum með sérfræðingum um hvernig þessar þjónustur hafa mótað borgararéttindi listamanna, demókratiseringu tónlistarsköpunar og aðgang að henni, og hvernig þessi umhverfi mótar hlustunarvenjur okkar og menningu í tónlist.
    Í dag munum við kynna okkur Saga Sig, ljósmyndara sem hefur blandað saman myndlita og ljósmyndalist í sitt eigið, einkennandi verk. Saga lauk námi í London College of Fashion árið 2007, flutti til London frá Íslandi til að skoða heiminn í gegnum linsuna. Verk hennar hafa verið sýnd víðsvegar, frá London til New York, Paris og Tokyo, og hafa þau birtst í blöðum sem Dazed & Confused, i-D, Vogue Italia og The Guardian. Viðtalið mun snúast um Saga, hvernig hennar draumkennda ljósmyndun hefur mótast af bókmenntum, menningu og lífi í erlendum borgum.

    Hvernig skilja við nýjustu plötu Sigur Rósar, 'Átta'?
    Stormur Steinþór Sveinsson, tónlistarfræðingur, hefur nokkrar hugmyndir. Í pistli sínum í dag, skoðar Stormur Steinþór ítarlega nýjustu verk Sigur Rósar, veltir fyrir sér áhrifum þeirra á íslenska tónlistarmenningu og útskýrir hvernig Sigur Rós hafa þroskaðst sem listamenn.

    • 55 мин.
    Hrollvekjur, hvalveiðimótmæli, tónlist Góða hirðisins

    Hrollvekjur, hvalveiðimótmæli, tónlist Góða hirðisins

    Kolbeinn Rastrick, kvikmyndagagnrýnandi Lestarinnar, fór í bíó á dögunum og sá tvær hrollvekjur, hina áströlsku Talk to me sem fjallar um hóp unglinga sem læra að kalla fram illa anda, en þegar ein í hópnum gengur of langt fer allt úr böndunum. Og svo norður-makedónsku myndina You won?t be alone um unglingsstúlku sem dvalið hefur í helli alla sína ævi en þegar henni er breytt í norn þarf hún að læra að fóta sig í heimi okkar mannanna.

    Við kíkjum niður á höfn og fylgjumst með aðgerðum hvalveiðiandstæðinga. Tvær konur höfðu komið sér fyrir í möstrunum á Hval 8 og Hval 9 til að hindra að skipin fari út að veiða.

    Að lokum förum við í nytjamarkaðinn Góða hirðinn, ekki til að finna fjársjóð innan um allt dótaríið heldur til að heyra hvernig allt dótaríið hljómar. Listamaðurinn Halldór Eldjárn dvaldi í Góða hirðinum allan laugardaginn og samdi tónlist á staðnum með hljóðum, hljóðfærum og hlutum sem hann fann í versluninni.

    • 55 мин.

Топ подкастов в категории «Общество и культура»

дочь разбойника
libo/libo
Психология с Александрой Яковлевой
Александра Яковлева
Горячая Линия с Мари Новосад
Мари Новосад
Мужской разговор
Трёшка
Дорогие коллеги
Dear Colleagues
Дороже денег
Ксения Падерина

Вам может также понравиться

Í ljósi sögunnar
RÚV
Þjóðmál
Þjóðmál
Ólafssynir í Undralandi
Útvarp 101
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Þarf alltaf að vera grín?
Þarf alltaf að vera grín?
Helgaspjallið
Helgi Ómars