17 avsnitt

Hlaðvarp um plötur áströlsku rokkhljómsveitarinnar AC/DC.
Smári Tarfur og Birkir Fjalar fjalla um eina plötu í hverjum þætti, frá upphafi ferils sveitarinnar til loka. Gestir kíkja í bolla með þeim félögum og deila upplifun sinni á viðfangsefninu.

Hlustið á SPOTIFY, APPLE PODCASTS, POCKET CASTS, PODCAST ADDICT, hér á SIMPLECAST og víðar!

Fylgist með á FACEBOOK og INSTAGRAM.

Alltaf sama platan Smári Tarfur, Birkir Fjalar Viðarsson

    • Musik

Hlaðvarp um plötur áströlsku rokkhljómsveitarinnar AC/DC.
Smári Tarfur og Birkir Fjalar fjalla um eina plötu í hverjum þætti, frá upphafi ferils sveitarinnar til loka. Gestir kíkja í bolla með þeim félögum og deila upplifun sinni á viðfangsefninu.

Hlustið á SPOTIFY, APPLE PODCASTS, POCKET CASTS, PODCAST ADDICT, hér á SIMPLECAST og víðar!

Fylgist með á FACEBOOK og INSTAGRAM.

    16. Power Up

    16. Power Up

    Jæja. Það hlaut að koma að því. Ferðalok. Endalok. Samlok. Síðasta plata AC/DC? Mjög líklega. Síðasta sinn sem Alltaf sömu plötu bræður tjá sig um AC/DC í heild sinni? Sannarlega.
    Eiga Tarfurinn og Birkir eitthvað eftir? Á AC/DC eitthvað eftir? Er þetta sama plata og síðast? Erum við að djúpgreina síðustu plötu einnar stærstu rokkhljómsveitar mannkynssögunnar? Er ekki bara best að láta þetta eiga sig...?
    Svarið er nei. Nei! Ræðum þetta! Klárum þetta.

    Takk fyrir samfylgdina, kæru hlustendur. Þetta hefur verið lærdómsríkt og ánægjulegt. Alltaf eitthvað nýtt í alltaf sömu plötunni. Það er engin lygi.

    Alltaf sama platan er í boði Matarbúðarinnar Nándin, Hafnarfirði. https://www.matarbudin.is/nandin/

    Þátturinn er studdur af Luxor: Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. https://www.luxor.is

    Snæfugl 2021.

    • 2 tim. 16 min
    15. Rock Or Bust (Ólafur Torfi Ásgeirsson)

    15. Rock Or Bust (Ólafur Torfi Ásgeirsson)

    Alltaf sama platan þokast nær endalokunum, eða hvað? Smári Tarfur og Birkir Fjalar hafa nú rætt allar plötur AC/DC til þessa og standa nú á Rock Or Bust, næstsíðustu plötu einna stærstu rokksveitar allra tíma. Hvað finnst þeim félögum og gesti þeirra um þessa plötu?

    Gestur þáttarins er Ólafur Torfi Ásgeirsson.

    Alltaf sama platan er í boði Matarbúðarinnar Nándin, Hafnarfirði. https://www.matarbudin.is/nandin/

    Þátturinn er studdur af Luxor: Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. https://www.luxor.is

    Snæfugl 2021.

    • 2 tim. 43 min
    14. Black Ice (Fríða Ísberg & Leifur Björnsson)

    14. Black Ice (Fríða Ísberg & Leifur Björnsson)

    • 2 tim. 47 min
    13. Stiff Upper Lip (Erla Stefánsdóttir & Haukur Viðar Alfreðsson)

    13. Stiff Upper Lip (Erla Stefánsdóttir & Haukur Viðar Alfreðsson)

    MATARBÚÐIN NÁNDIN KYNNIR:
    Alltaf sama platan #13 - Stiff Upper Lip

    AC/DC drengirnir knáu fara inn í hljóðver síðla árs 1999. Stiff Upper Lip kemur út seint í febrúar 2000. Fjórtánda hljóðversplatan, í fullri lengd, er staðreynd. Tólf lög og tæpar 47 mínútur af rokki. Það eru fimm ár liðin síðan vel heppnuð Ballbreaker kom út. Hvað eru okkar menn búnir að kokka upp?? Þessi tími milli plattna er óvenju langur fyrir AC/DC sem alltaf vilja vinna.
    Þeir segja okkar að á Stiff Upper Lip hafi þeir leitað í ræturnar og þá sérstaklega sótt í blúsinn og einfaldleika hans. Gengur þessi nálgun upp? Kveður hér við nýjan tón? Er Stiff yfirleitt vel heppnuð plata og vanmetin? Köfum ofan í þetta dæmi. Köfum djúpt!

    Sérstakir gestir þáttarins eru Erla Stefánsdóttir, alt muligt tónlistar- og söngkona og söngkennari (Grúska Babúska, Dali, Vague Mother o.fl.) ásamt Hauki Viðari Alfreðssyni , hlaðvarpsmeistara (Besta Platan, Dómsdagur o.fl.) og tónlistarmanni (Morðingjarnir, Vígspá, Helvar o.s.frv). Erla og Haukur eru gamlir vinir Smára og Birkis og þetta er í fyrsta skipti í ábyggilega meira en tuttugu ár þar sem þau fjögur eru í sama herberginu á sama tíma. Því er um að ræða mikinn fagnaðarfund. Haukur greinir og garfar, Erla lætur mannskapinn heyra það.

    Alltaf sama platan er boði Matarbúðarinnar Nándin, Austurgötu 47, Hafnarfirði og Básvegi 10, Keflavík. Gómsætar matvörur bæði beint frá býli og stærri framleiðendum í einstakri verslun sem selur allt í gleri eða jarðgeranlegum umbúðum. Vöruúrvalið er ætlað til að mæta helstu þörfum heimila svo viðskiptavinir eiga að geta keypt inn fyrir heimilið sínar helstu vörur í umhverfisvænum umbúðum og skilað þeim.
    Birkir og Smári drekka glaðir te og seið frá Urta Islandica (https://webshop.urta.is/)
    Finnið Nándina á samfélagsmiðlum og fylgist með. Smellið á https://www.matarbudin.is/

    Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi og skjávarpa til sölu og leigu. Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á http://www.luxor.is og rannsakið.

    • 2 tim. 46 min
    12. Ballbreaker (Rúnar Hallgrímsson)

    12. Ballbreaker (Rúnar Hallgrímsson)

    MATARBÚÐIN NÁNDIN KYNNIR:
    Alltaf sama platan #12 - Ballbreaker

    Þögn þáttastjórnandi var ærandi eftir The Razor's Edge þáttinn rétt eins og þögn AC/DC eftir sömu plötu. Fimm ár milli platna er langur tími þegar AC/DC er annars vegar. Var sú bið þess virði? Þið komist að því að þætti loknum!
    En eitt er óumflýjanlegt... Phil Rudd snéri aftur og Jeremías, María og Jósef. Ha!

    Sérstakur gestur þáttarins er Ólafsvíkingurinn og AC/DC safnarinn geðþekki, Rúnar Hallgríms, en hann er líka sérlega öflugur velunnari Alltaf sömu plötunnar og teflir fram ljósmyndum og fróðleik um plöturnar sem við fjöllum um í hvert sinn sem þættirnir fara í loftið.

    Alltaf sama platan er í boði Matarbúðarinnar Nándin, Hafnarfirði.
    https://www.matarbudin.is/nandin/

    Þátturinn er studdur af Luxor: Ljós // Hljóð // Mynd // Svið.
    https://www.luxor.is

    Snæfugl 2022

    • 2 tim.
    11. The Razor's Edge (Salome Hallfreðsdóttir & Ragnar Ólafsson)

    11. The Razor's Edge (Salome Hallfreðsdóttir & Ragnar Ólafsson)

    MATARBÚÐIN NÁNDIN KYNNIR:
    Alltaf sama platan #11 - The Razor's Edge

    Fyrir mörg er tímamótaplata AC/DC, The Razor's Edge, sú skífa sem gerði þau að unnendum sveitarinnar til lífstíðar. Snertifletir plötunnar við fólk um heim gjörvallan eru gríðarstórir og óteljandi. Þegar hér er komið við sögu er AC/DC orðin hluti af erfðarefni afþreyingar- og poppmenningar. Fyrir þær sakir einar má telja hana til sígildra verka. Á The Razor's Edge er að finna lag sem krossar yfir í svo mörg og ólíkleg að það eitt og sér er efni í rannsókn.

    Sérstakir gestir þáttarins eru Salome Hallfreðdóttir, útivistarkona og umhverfis- og náttúruvendarriddari ásamt Ragnari Ólafssyni, tónlistarmanni og söngkennara.

    Alltaf sama platan er í boði Matarbúðarinnar Nándin, Hafnarfirði. https://www.matarbudin.is/nandin/

    Þátturinn er studdur af Luxor: Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. https://www.luxor.is

    Snæfugl 2021.

    • 3 tim. 40 min

Mest populära poddar inom Musik

P3 Musikdokumentär
Sveriges Radio
The Official Eurovision Song Contest Podcast
EBU
P2 Musikhistoria
Sveriges Radio
Hemma hos Strage
Lejon Media
Schlagerfesten
Schlagerfesten
Den flygande jukeboxen
dfjpod