24 avsnitt

Hér fjöllum við um grænar umbyltingar og breytta stjórnunarhætti sem eru að eiga sér stað í íslensku atvinnulífi og allt í kringum okkur. Við segjum meðal annars frá stjórnendum sem eru að ryðja brautina og leiða fyrirtæki í áttina að sjálfbærara og vistvænna samfélagi.

Sjálfbærni á mannamáli �‪�‬ Sjálfbærni á mannamáli

    • Utbildning

Hér fjöllum við um grænar umbyltingar og breytta stjórnunarhætti sem eru að eiga sér stað í íslensku atvinnulífi og allt í kringum okkur. Við segjum meðal annars frá stjórnendum sem eru að ryðja brautina og leiða fyrirtæki í áttina að sjálfbærara og vistvænna samfélagi.

    Heimsmarkmiðin eru grunnurinn – Iðan fræðslusetur

    Heimsmarkmiðin eru grunnurinn – Iðan fræðslusetur

    Ásgeir Valur Einarsson, leiðtogi sjálfbærni hjá Iðunni fræðslusetri, segir okkur frá vegferð vinnustaðarins í átt að sjálfbærni og af hverju ákveðið var að breyta áherslum innan Iðunnar. Í kjölfar þess að greint var hvaða heimsmarkmið ætti að leggja áherslu á innan Iðunnar voru úrgangsmál tekin í gegn, kolefnisspor fræðslusetursins skoðað og bæði hefur verið boðið upp á námskeið um sjálfbærni og græn námskeið, sem geta fjallað um aðra færni en uppsetning þeirra er á sem bestan hátt fyrir umhverfið. Í þokkabót hélt Iðan Bransadaga í fyrsta skiptið í nóvember síðastliðnum, þar sem áherslan var á sjálfbærni, þar sem öllum gafst tækifæri á að sækja vefnámskeið og viðburði með sjálfbærniívafi.

    Frekari upplýsingar um Iðunna fræðslusetur má finna á idan.is og heimasíðu Bransadaga má einnig finna hér.

    • 30 min
    Fjármál og sjálfbærni - Landsbankinn og skrifstofa opinberra fjármála fjármála og efnahagsráðuneytisins

    Fjármál og sjálfbærni - Landsbankinn og skrifstofa opinberra fjármála fjármála og efnahagsráðuneytisins

    Líkt og annars staðar í þjóðfélaginu okkar, geta fjármunir og fjárfestingar haft gífurlega mikil áhrif á sjálfbærni og umhverfismál, bæði til góðs og ills. Við ræðum við Aðalheiði Snæbjarnardóttur, sjálfbærnistjóra Landsbankans, og Kristinn Bjarnason, sérfræðing á skrifstofu opinberra fjármála hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, um hvernig fjármálastofnanir og ríki stuðla að sjálfbærni og bættum umhverfisháttum með nýjum áherslum. Aðalheiður og Kristinn segja okkur frá sjálfbærri fjármálaumgjörð Landsbankans og íslenska ríkisins, grænum sjóðum Landsbankans og áætlun ríkisins um að stofna græn skuldabréf.

    • 30 min
    Aðlögun að loftslagsbreytingum - Skrifstofa loftslagsmála umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins

    Aðlögun að loftslagsbreytingum - Skrifstofa loftslagsmála umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins

    Hvað er aðlögun að loftslagsbreytingum og af hverju þurfum við að pæla í henni? Þarf að pæla í henni á Íslandi eða bara úti í heimi? Í hverju felst aðlögunin? 

    Magnús Örn Agnesar Sigurðsson, sérfræðingur á skrifstofu loftslagsmála hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, mætti í hlaðvarpið og ræddi við okkur um aðlögun, hvítbók og stefnu stjórnvalda um aðlögun og hvernig við getum búið okkur undir afleiðingar loftslagsbreytinga.

    • 32 min
    Hvaðan kemur losun Íslands? - Umhverfisstofnun

    Hvaðan kemur losun Íslands? - Umhverfisstofnun

    Veist þú hver losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er eða hvaðan hún kemur? En hvaða losun við höfum skuldbundið okkur til að draga úr? Er raunhæft að Ísland nái markmiðum sínum til Parísarsáttmálans?

    Við fengum Sigríði Rós Einarsdóttur, sérfræðing hjá Umhverfisstofnun, sem er ein þeirra sem bera ábyrgð á því að útbúa loftslagsbókhald Íslands. Við ræðum um hvar helstu tækifæri liggja til samdráttar, bæði fyrir ríki, sveitarfélög og fyrirtæki, og hvernig losunin sem á sér stað á Íslandi skiptist í þrjá flokka eftir því hvaðan uppruni hennar er; losun frá landi, losun sem fellur undir evrópska viðskiptakerfið og losun á beinni ábyrgð stjórnvalda.

    • 31 min
    Nýsköpun á sviði grænnar orku - Alor

    Nýsköpun á sviði grænnar orku - Alor

    Hvaða ávinningur felst í því að nota umhverfisvænar álrafhlöður Alor? Hvernig er hægt að stuðla að frekara orkuöryggi með álrafhlöðunum og hvernig má nýta betur og geyma framleidda raforku?

    Þessum spurningum og miklu fleirum svarar Linda Fanney Valgeirsdóttir framkvæmdastýra Alor í þætti dagsins. Alor er eitt þeirra framúrskarandi nýsköpunarfyrirtækja sem munu með sinni lausn styðja við hraðari orkuskipti. Alor hlaut nýsköpunarverðlaun Samorku árið 2022

    Frekari upplýsingar um Alor má finna hér.

    • 33 min
    Nýsköpun á sviði grænnar orku - Vindorka Sidewind

    Nýsköpun á sviði grænnar orku - Vindorka Sidewind

    Afhverju hætti skipaflotinn að nota vindinn sem sinn megin orkugjafa og hvernig getum við snúið aftur til fortíðar og nýtt okkur vind í stað jarðefnaeldsneytis og þannig haft verulega áhrif á umhverfið?

    Stofnendur Sidewind þau María Kristín Þrastardóttir og Óskar Svavarsson kíktu til okkar í hlaðvarpið og sögðu okkur frá þeirri stórmerkilegu lausn sem þetta framúrskarandi frumkvöðlafyrirtæki er að þróa. Hvernig hugmyndin á uppruna sinn í pælingum ungs menntskælings, áskoranirnar við að koma lausninni áfram í framleiðslu og hversu mikil áhrif lausn Sidewind gæti haft á flutningaskiptaflotann og umhverfið í framtíðinni.

    Sidewind stefnir að framleiðslu umhverfisvænna vindtúrbína sem komið er fyrir í opnum gámum ofan á flutningaskip. Vindmyllugámarnir nýta svo hliðarvind sem annars færi til spillis til framleiðslu á rafmagni.

    Við hvetjum hlustendur til að kynna sér lausnir Sidewind frekar inni á vefsíðu Sidewind.

    • 30 min

Mest populära poddar inom Utbildning

The Subtle Art of Not Giving a F*ck Podcast
Mark Manson
Max Tänt med Max Villman
Max Villman
Sjuka Fakta
Simon Körösi
Livet på lätt svenska
Sara Lövestam och Isabelle Stromberg
The Mel Robbins Podcast
Mel Robbins
The Jordan B. Peterson Podcast
Dr. Jordan B. Peterson