163 avsnitt

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Lestin RÚV

    • Samhälle och kultur
    • 5,0 • 1 betyg

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

    Tina Turner látin, Ynja Blær, dauði illmenna

    Tina Turner látin, Ynja Blær, dauði illmenna

    Sigga Beinteins segir frá einum stærsta áhrifavaldi í sínu lífi, bandarísku söngkonunni Tinu Turner, sem lést nú á dögunum 83 ára að aldri.

    Ynja Blær, myndlistakona, bíður okkur í Sílóam-húsið á Grundarstíg. Þar hefur hún búið síðastliðið ár og þar lærði hún að biðja. Og stofan hennar í þessu gamla trúboðshúsi varð efniviður að útskriftarverki hennar úr LHÍ, sem var blýantsteikning, í minni kantinum.

    Tómas Ævar Ólafsson, flutti pistil í Lestinni árið 2018, um dauða illmenna í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, sem við rifjum upp í dag. Alls ótengt fréttum af andláti Tinu Turner.

    • 55 min
    Lokaþáttur Succession krufinn til mergjar + La Poblana

    Lokaþáttur Succession krufinn til mergjar + La Poblana

    Einkaflug, eðalvagnar, pólitísk refskák, stjórnarfundir, orðfimi, andlegt ofbeldi og miskunnarlaust valdatafl. Bandarísku sjónvarspþættirnir Succession kláruðust um helgina. Lokaþátturinn var rosalegur! Við kryfjum Succession til mergjar með tveimur heitum aðdáendum þáttanna, Ernu Einarsdóttur fatahönnuði og Þórunni Sigurðardóttur leikstjóra. Við tölum um bisnesslingó, tísku, Greg frænda, Shakespeare og lokasenuna.

    Heiða Vigdís Sigfúsdóttir heimsækir veitingastaði hér á landi sem sérhæfa sig í matarmenningu annara þjóða. Í Suðupottinum í dag heimsækir hún La poblana, mexíkóskan veitingastað á Laugavegi 2.

    • 55 min
    Skúlagata 002, stólar úr Unuhúsi, gengið frá orðum um bækur

    Skúlagata 002, stólar úr Unuhúsi, gengið frá orðum um bækur

    Á fyrri hluta síðustu aldar komu allir helstu listamenn þjóðarinnar, róttæklingar og jafnvel útigangsmenn saman í litlu rauðu viðarhúsi við Garðastræti og ræddu heimspeki, trúmál, listir og pólitík. Það var sannkölluð salon-stemning sem skapaðist þegar Þórbergur Þórðarson, Halldór Laxness, Nína Tryggvadóttir og fleiri komu saman, lásu upp úr nýútkomnum erlendum bókum, spiluðu plötur, rökræddu og dönsuðu. Og maðurinn á bak við þetta var Erlendur í Unuhúsi. Sunneva Kristín Sigurðardóttir hefur verið að sökkva sér ofan í ævi og áhrif Erlendar - sem fæddist einmitt á þessum degi fyrir 131 ári síðan. Við setjumst niður með Sunnevu í hægindastólum heima hjá mér, stólum sem voru líklega í Unuhúsi.

    Við ræðum við Jórunni Sigurðardóttur, sem vann sinn síðasta vinnudag sem fastur starfsmaður Ríkisútvarpsins í dag. Jórunn hefur verið viðloðandi útvarpsins frá 1979 þegar hún sá um umsjón unglingaþáttarins Gagns og gamans en frá árinu 1990 hefur hún verið fastráðinn dagskrárgerðarmaður á menningardeild, verið í Víðsjá, Skorningum og núna undanfarinn áratug séð um Orð um bækur. Jórunn hefur sankað að sér allskonar blöðum og bókum, og við fylgjumst með henni ganga frá bókaskápnum.

    Við kíkjum í heimsókn á vinnustofu tónlistarfólks sem stendur á bak við plötuútgáfuna Skúlagata. Á laugardaginn halda þau upp á útgáfu Skúlagata 002 í Kornhlöðunni á Bankastræti, sem er önnur safnplata þessarar tónlistarmannareknu plötuútgáfu. Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko og Arnljótur Sigurðsson helltu upp á kaffi og ræddu málin.

    • 55 min
    Dansdagar, rjómi íslenskra heimildamynda, Eva808

    Dansdagar, rjómi íslenskra heimildamynda, Eva808

    Kolbeinn Rastrick fór á heimildamyndina Horfinn heimur í Bíó Paradís í leikstjórn Ólafs Sveinssonar og á heimildamyndahátíðina Skjaldborg á Patreksfirði. Við fáum pistil frá honum um rjóma íslenskrar heimildamyndagerðar.

    Við lítum við á Hjarðarhaga, á Dansverkstæðið og ræðum við Tinnu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Dansverkstæðisins. Við heyrum um dansdaga sem standa nú yfir og dansmaraþonið sem verður haldið í Borgarleikhúsinu í kvöld.

    Tónlistarmaðurinn Eva808 hefur getið sér gott orð í heimi teknósins. Hún er íslensk en hefur undanfarin ár verið búsett í Svíþjóð. Á dögunum sendi hún frá sér sína aðra breiðskífu, Öðruvísi, sem er stórt og persónulegt verk. Við ræðum við hana um djúpa bassa og úrvinnslu tilfinninga í gegnum tónlist.

    • 55 min
    Lokaþættir sjónvarpsþátta og Skjaldborg

    Lokaþættir sjónvarpsþátta og Skjaldborg

    Kolbeinn Rastrick flytur seinni pistil sinn um heimildamyndahátíðina Skjaldborg sem fór fram um hvítasunnuhelgina. Ragnar Kjartansson í Moskvu, eina barnið í Grímsey, ónotaður fótboltavöllur á Hellisandi, eru meðal viðfangsefna myndanna sem voru sýndar á hátíðinni.

    Við í Lestinni höfum verið í fráhvörfum eftir að sjónvarpsþættirnir Succession og Afturelding luku göngu sinni um hvítasunnuhelgina. Í Aftureldingu voru helstu endar hnýttir en samt ekki nógu fast til að loka fyrir möguleikann á framhaldi. Og Succession hefur fengið nánast einróma lof fyrir vel unninn lokaþátt þar sem áhorfendur fengu einhverskonar úrlausn. Í kjölfarið höfum við verið að velta fyrir okkur eftirminnilegum lokaþáttum og hvernig er best að ljúka sjónvarpsþáttaröðum. Davíð Már Stefánsson handritshöfundur og Elsa María Jakobsdóttir leikstjóri spjalla um það hvernig maður endar sjónvarpsseríu.

    • 55 min
    Fótstallur Ingólfs Arnarsonar, Cocina Rodriguez, Óskarslöðrungur

    Fótstallur Ingólfs Arnarsonar, Cocina Rodriguez, Óskarslöðrungur

    Pálmi Freyr Hauksson veltir fyrir sér Óskarslöðrunginum fræga frá því í fyrra, þegar Will Smith rauk upp á svið og sló grínistann Chris Rock og áhorfendur vissu ekki hvort um væri að ræða þaulæft atriði eða raunverulega árás. Pálmi setur atvikið í samhengi við æsku, bakgrunn og feril þessa heimsfrægu manna. Atvik sem Chris Rock ræddi ekki opinberlega fyrr en hann flutti tíu mínútna langt reiði-rant um Will Smith í uppistandi, ári seinna.

    Heiða Vigdís Sigfúsdóttir stendur við suðupottinn í dag, hún mældi sér mót við Evelyn Rodriguez sem rekur Cocina Rodriguez á annarri hæð í Gerðubergi. Í Suðupottinum kynnir Heiða sér veitingastaði á Íslandi sem eru reknir af fólki úr öðrum heimshornum, þar sem Íslendingar geta fengið að kynnast matarmenningu annara þjóða. Í dag er það matur frá Dóminíska lýðveldinu sem verður smakkaður.

    Við hægjum á okkur og förum aftur til ársins 1957, þegar það sem heyrðist í útvarpinu var í aðeins hægari takti. Þátturinn Um helgina var á dagskrá þann 7. apríl, 1957, í umsjón þeirra Björns Th. Björnssonar og Gests Þorgrímssonar. Gestur hafði með sér segulbandstæki og kíkti á tvo sögufræga staði í Reykjavík. Fyrst fór hann inn í fótstall styttunnar af Ingólfi Arnarssyni og því næst í þvottalaugarnar í Laugardal.

    • 55 min

Kundrecensioner

5,0 av 5
1 betyg

1 betyg

Mest populära poddar inom Samhälle och kultur

Mer än bara morsa!
Kenza & Ines
P3 Dokumentär
Sveriges Radio
30s in the City med Hanna och Stella
Podplay | Hanna & Stella
Spöktimmen
Ek & Borg Productions
Morgonpasset i P3
Sveriges Radio
Måndagsvibe med Hanna och Lojsan
Podplay

Du kanske också gillar

Í ljósi sögunnar
RÚV
Steve Dagskrá
Steve Dagskrá
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Þjóðmál
Þjóðmál
Beint í bílinn
Sveppalingur1977
Þarf alltaf að vera grín?
Þarf alltaf að vera grín?