164 avsnitt

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Lestin RÚV

    • Samhälle och kultur
    • 5,0 • 1 betyg

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

    Kim Gordon sjötug, Móri gengur aftur, tölva gerir skúlptúra

    Kim Gordon sjötug, Móri gengur aftur, tölva gerir skúlptúra

    Á föstudaginn síðastliðinn varð, að mati okkar hér í Lestinni, ein allra svalasta tónlistarkona okkar tíma, Kim Gordon, sjötug. Bassaleikari og söngkona Sonic Youth, brautryðjandi og guðmóðir grunges-ins. Við mælum okkur mót við tónlistarkonuna Heiðu Eiríksdóttur á hárgreiðslustofu í grenndinni, en Kim Gordon er stór áhrifavaldur í hennar lífi. Heiða segir frá fyrstu kynnum sínum af tónlistarkonunni, við veltum fyrir okkur áhrifum Gordon og hvað það sé sem gerir hana svona ofursvala.

    Við höldum áfram að heimsækja viðburði á Hönnunarmars. Við kíkjum í Mengi þar sem Salóme Hollanders stendur fyrir sýningunni Computeroom. Þar kannar hún hugsjón tölvunnar sinnar um sinn fullkomna samastað og miðlar í skúlptúrum. Halla Þórlaug Óskarsdóttir ræðir við Salóme um tölvuherbergi, forritunartungumál og draumarými tölvunnar.

    Móri var frumkvöðull í íslensku bófarappi í upphafi aldarinnar, en á breiðskífunni Atvinnukrimmi sem kom út árið 2002 rappaði hann um dóp, spilltar löggur og ofbeldi, á annan og raunsærri hátt en áður hafði heyrst í íslenskri tónlist. Nú er þessi draugur úr íslenskri rappsögu genginn aftur, platan aðgengileg á Spotify og Móri tróð upp á tónleikum á Kex um helgina. Davíð Roach Gunnarsson segir frá tónleikunum og rifjar upp feril rapparans umdeilda.

    • 56 min
    Rauðar heimsbókmenntir, ný plata JFDR, Prettyboitjokko

    Rauðar heimsbókmenntir, ný plata JFDR, Prettyboitjokko

    Poppstjarnan Prettyboitjokko sendi frá sér smáskífuna PBT á dögunum og á fjögur efstu lögin á íslenska topp-listanum á Spotify. Hver er þessi fáklædda, tanaða poppstjarna sem hefur náð miklum vinsældum á skömmum tíma?

    Á fyrri hluta síðustu aldar gerðu sósíalistar meðvitaða tilraun að skapa nýja heimsbókmenntahefð, nýja kanónu, fjarri evrópsku höfuðborgunum - þar sem hin borgaralega skáldsagnahefð átti sitt heimili. Þessar rauðu heimsbókmenntir, asískar, afrískar, suðuramerískar og íslenskar, verða til umfjöllunar á alþjóðlegu málþingi í Háskóla Íslands síðar í vikunni. Benedikt Hjartarson og Anna Björk Einarsdóttir segja frá.

    Við kíkjum á æfingu hjá Jófríði Ákadóttur og Joshua Wilkinson, sem eru að hefja tónleikaferð um Evrópu, til að fylgja eftir þriðju breiðskífu JFDR, Museum, sem kom út í lok apríl.

    • 57 min
    Uppseldar hönnunarpítsur, verkfall handritshöfunda, Vitfús Blú

    Uppseldar hönnunarpítsur, verkfall handritshöfunda, Vitfús Blú

    Um helgina kláruðust sýningar á einstaklingsverkum annars árs nema á sviðshöfundabraut Listaháskólans, ég að sjá nokkrar af þeim, þar á meðal söngleik eftir Egil Andrason, söngleikinn Vitfús Blú. Söngleikurinn gerist í fjarlægri dystópískri framtíð þar sem gervigreindinni hefur nánast tekist að útrýma mannkyninu, öll tónlistin í verkinu er frumsamin og að lang mestu leiti í lifandi flutningi 6 manna hljómsveitar. Ég hafði uppi á Agli og spurði hann hvernig honum tókst eiginlega að gera klukkustundarlangan söngleik á fimm vikum.

    Um þessar mundir stendur yfir verkfall handritshöfunda í Bandaríkjunum, tæplega tólf þúsund handritshöfundar lögðu niður störf sín 2. Maí. Engir daglegir spjallþættir fara í loftið, framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta hefur verið frestað og handritshöfundar skrifa ekki neitt nema slagorð á mótmælaskilti þangað til kröfum þeirra hefur verið mætt. Jóhannes Ólafsson segir frá verkfallinu og ræðir við Margréti Örnólfsdóttur handritshöfund, formann félags leikskálda og handritshöfunda.

    Við heyrum í Hrefnu Sigurðardóttur sem skipar hönnunarteymið Stúdíó Flétta ásamt Birtu Rós Brynjólfsdóttur. En þær stofnuðu pítsustað í gallerí Port um helgina ásamt Ýr Jóhannsdóttur, Ýrúrarí, og seldu um 300 þæfðar pítsur úr ullarafgöngum.

    • 58 min
    Eurovision í Mjóddinni, nýfútúrismi, menningartölfræðingur talar

    Eurovision í Mjóddinni, nýfútúrismi, menningartölfræðingur talar

    Eurovision í gær, Eurovision á morgun, og aftur á laugardag. Það eru, að því er virðist, allir að horfa og allir með skoðun. Við gerum okkur ferð niður í Mjódd og ræðum við fólk um Eurovision. Við heyrum um uppáhaldslög, umdeildar skoðanir og spáum í spilin fyrir helgina.

    Undanfarnar vikur hefur Haukur Már Helgason rithöfundur flutt pistla hér í Lestinni þar sem hann hefur pælt í gervigreind og velt fyrir sér merkingu og áhrifum þessarar yfirstandandi tækniþróunar. Í pistli dagsins beinir hann sjónum sínum að þeirri heimspeki og hugmyndaheimi sem drífur áfram marga af forsvarsmönnum þessarar tækni, langtímahyggju og nýfútúrisma.

    Listafólk og þau sem starfa í menningartengdum greinum eru ekki beint þekkt fyrir að liggja yfir hagtölum um sínar starfsgreinar og þær hafa hvort sem er lengst af ekki verið til, þar til núna. Erla Rún Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands sérhæfir sig í menningartölfræði og hún heimsækir lestina og útskýrir svokallaðan menningarvísi Hagstofunnar og uppfærðar tölur sem birtust í dag.

    • 55 min
    'Ríða- og drekkudúkka' vex úr grasi: 20 ára rappferill Emmsjé Gauta

    'Ríða- og drekkudúkka' vex úr grasi: 20 ára rappferill Emmsjé Gauta

    Gestur Lestarinnar þennan fimmtudaginn er Gauti Þeyr Másson, Emmsjé Gauti, tónlistarmaður og rappari. Hann heldur upp á 20 ára rappafmæli sitt á tónleikum í Gamla Bíói í næstu viku - rappferill sem hófst á Rímnaflæði í Miðbergi en hefur leitt hann upp á stærstu svið íslenskrar tónlistar. Slagarar eins Reykjavík, Malbik, Silfurskotta og Strákarnir eru orðnir hluti af íslenskri popptónlistarsögu. Gauti ætlar að sitja með okkur í þætti dagsins og fara yfir 20 ára feril í íslensku rappi.

    • 55 min
    Kvikmyndatónlist samin eftir á, Severance, Eurovision tölfræði

    Kvikmyndatónlist samin eftir á, Severance, Eurovision tölfræði

    Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd árið 2011, grínmyndinni Á annan veg. Það var listræn ákvörðun hjá leikstjóranum að hafa enga kvikmyndatónlist eða svo kallað score í myndinni, aðra en þá tónlist sem ómaði úr kasettutæki sögupersónanna. President Bongo, Stephan Stephensen, sá myndina í bíó og bauðst til þess að gera score sem varð síðan aukaefni á DVD-myndinni. Nú á miðvikudaginn, rúmum áratug eftir frumsýninguna, verður myndin sýnd í Bíó Paradís, með þessari eftir-á-gerðu kvikmyndatónlist. Þeir Stephan og Hafsteinn Gunnar eru gestir okkar í Lestinni í dag.

    Pálmi Freyr Hauksson, hefur verið að flytja pistla hér í Lestinni um sjónvarp frá ýmsum hliðum. Í dag heyrum við hugleiðingar hans um Apple TV þættina Severance, sem eru í leikstjórn Ben Stiller og tengingu þáttanna við bókina Homo Deus.

    Við gerum upp Eurovision-helgina. Það fór eins og spáð hafði verið, hin sænska Loreen bar sigur úr býtum og það voru atkvæði dómnefndar sem tryggðu henni sigurinn. Margir hafa tjáð skoðun sína á niðurstöðunum, rýnt í allskyns Eurovision tölfræði. Við heyrum í Viktori Orra Valgarðssyni sem bar saman atkvæði dómnefnda og símakosninga í Eurovision keppnum frá 1999-2019.

    • 55 min

Kundrecensioner

5,0 av 5
1 betyg

1 betyg

Mest populära poddar inom Samhälle och kultur

GP Dokumentär
Göteborgs-Posten
P3 Dokumentär
Sveriges Radio
Spöktimmen
Ek & Borg Productions
30s in the City med Hanna och Stella
Podplay | Hanna & Stella
Flashback Forever
Flashback Forever
Måndagsvibe med Hanna och Lojsan
Podplay

Du kanske också gillar

Í ljósi sögunnar
RÚV
Eftirmál
Tal
Þjóðmál
Þjóðmál
Steve Dagskrá
Steve Dagskrá
Þarf alltaf að vera grín?
Þarf alltaf að vera grín?
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson