468 avsnitt

Samstöðin er fréttamiðill og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar eru allt í senn fréttir, fundir, sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþættir og innlegg í gagnvirka umræðu á samfélagsmiðlum.

Samstöðin er opin fyrir allt fólk sem vill styðja við baráttuna fyrir réttlæti, jöfnuði og samkennd.

Samstöðin Samstöðin

    • Nyheter

Samstöðin er fréttamiðill og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar eru allt í senn fréttir, fundir, sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþættir og innlegg í gagnvirka umræðu á samfélagsmiðlum.

Samstöðin er opin fyrir allt fólk sem vill styðja við baráttuna fyrir réttlæti, jöfnuði og samkennd.

    Rauða borðið 27. maí - Kosningar, snjóflóð, friður, fátækt og kynjaþing

    Rauða borðið 27. maí - Kosningar, snjóflóð, friður, fátækt og kynjaþing

    Mánudagurinn 27. maí
    Kosningar, snjóflóð, friður, fátækt og kynjaþing

    Baldur Héðinsson stærðfræðingur segir okkur frá kosningaspá sinni og Þorkell Helgason stærðfræðingur og Þorvaldur Gylfason hagfræðingur segja okkur frá írsku aðferðinni í kosningum, sem meðal annars kemur í veg fyrir að óvinsæll frambjóðandi nái kjöri með takmarkað fylgi. Fjallið það öskrar er heimildarmynd um snjóflóðið á Súðavík. Hafsteinn Númason eftirlaunamaður, Daníel Bjarnason leikstjóri og Aron Guðmundsson meðframleiðandi og höfundur samnefndra útvarpsþátta koma að Rauða borðinu og ræða myndina og hina hryllilegu atburði. Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi ræðir við okkur um frið og stríðsógn og Ásta Lóa Þórsdóttir þingkona um fátækt. Í lokin koma þær Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB, og Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélagsins og segja okkar frá kynjaþingi og spá í stöðuna á kvenfrelsisbaráttunni.

    • 3 tim. 47 min
    Sjávarútvegsspjallið - 6. þáttur - Togarasjómenn

    Sjávarútvegsspjallið - 6. þáttur - Togarasjómenn

    Mánudagur 27. maí
    Sjávarútvegsspjallið - Togarasjómenn

    Að þessu sinni ræðir Grétar Mar við þá Eirík Ragnarsson, Brynjólf Halldórsson og Örn Berg Guðmundsson.

    • 58 min
    Synir Egils: Pólitíkin og kosningar hér heima og erlendis

    Synir Egils: Pólitíkin og kosningar hér heima og erlendis

    Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur, Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur og Drífa Snædal talskona Stígamóta og ræða forsetakosningar og fleiri fréttir. Þeir bræður taka svo stöðuna á pólitíkinni og fá síðan heita stuðningsmenn fjögurra frambjóðenda: Helga Lára Haarde sálfræðingur er stuðningskona Höllu Hrundar, Margrét Kristmannsdóttir forstjóri Pfaff er stuðningskona Höllu Tómasar, Evert Víglundsson einkaþjálfari er stuðningsmaður Baldurs og Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM er stuðningskona Katrínar.


    Vettvangur dagsins:
    Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur
    Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur
    Drífa Snædal talskona Stígamóta

    Bræður spjalla

    Forsetakosningar
    Helga Lára Haarde sálfræðingur og stuðningskona Höllu Hrundar
    Margrét Kristmannsdóttir forstjóri Pfaff og stuðningskona Höllu Tómasar
    Evert Víglundsson einkaþjálfari og stuðningsmaður Baldurs
    Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM og stuðningskona Katrínar

    • 2 tim. 3 min
    Rauða borðið - Helgi-spjall: Inga Sæland

    Rauða borðið - Helgi-spjall: Inga Sæland

    Laugardagurinn 25. maí
    Helgi-spjall: Inga Sæland

    Inga Sæland formaður Flokks fólksins kemur að Rauða borðinu og segir frá ætt sinni og uppruna, æsku og mótunarárum á Ólafsfirði, harðri lífsbaráttu og áföllum, en ræðir líka smá pólitík í lokin.

    • 2 tim. 28 min
    Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 21

    Rauða borðið - Vikuskammtur: Vika 21

    Föstudagurinn 24. maí
    Vikuskammtur: Vika 21

    Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt, Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona og Lára Zulima Ómarsdóttir almannatengill og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af baráttunni um Bessastaði, stríðum og átökum.

    • 1 tim. 51 min
    Grimmi og Snar - Hver er númer hvað?

    Grimmi og Snar - Hver er númer hvað?

    Í mystery boxinu 🌫️ hjá Grimma og Snar les talnaspekingurinn 🎰Estrid Þorvaldsdóttir í tölur forsetaframbjóðandanaog gefur þeim ráð. Sérstakur þáttur fyrir frambjóðendur og aðra forvitna 🎲

    • 1 tim. 42 min

Mest populära poddar inom Nyheter

Pelle och Gustav
Pelle och Gustav
Aftonbladet Krim
Aftonbladet
SvD Ledarredaktionen
Svenska Dagbladet
Ekot nyhetssändning
Sveriges Radio
Europapodden
Sveriges Radio
Dagens Eko
Sveriges Radio

Du kanske också gillar

Rauða borðið
Gunnar Smári Egilsson
Spursmál
Ritstjórn Morgunblaðsins
Þjóðmál
Þjóðmál
Podcast með Sölva Tryggva
Sölvi Tryggvason
Í ljósi sögunnar
RÚV
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson