14 avsnitt

Halldóra og Sesselía ræða um allt sem tengist tísku og sjálfbærum lífsstíl ásamt því að fá til sín sérfræðinga í einlægt spjall um slík málefni. Stelpurnar eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á hvernig hægt sé að njóta alls þess sem í boði er í nútímasamfélagi á ábyrgan og sjálfbæran hátt og leitast markvisst að því hægja á og einfalda lífið. Verið hjartanlega velkomin með í þá vegferð.

slowstudio slowstudio podcast

    • Utbildning

Halldóra og Sesselía ræða um allt sem tengist tísku og sjálfbærum lífsstíl ásamt því að fá til sín sérfræðinga í einlægt spjall um slík málefni. Stelpurnar eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á hvernig hægt sé að njóta alls þess sem í boði er í nútímasamfélagi á ábyrgan og sjálfbæran hátt og leitast markvisst að því hægja á og einfalda lífið. Verið hjartanlega velkomin með í þá vegferð.

    14. Þangað til næst

    14. Þangað til næst

    Kæru hlustendur, við ætlum að taka okkur smá pásu vegna breyttra aðstæðna og segjum ykkur betur frá því í þættinum. Í þættinum förum við þó einnig yfir nokkrar af okkar uppáhalds leiðum til að hægja á, jarðtengja okkur og vera í núinu. Ekki veitir af yfir annasama sumarmánuði!

    Takk kærlega fyrir samfylgdina hingað til, við vonum að ykkur líki þátturinn vel. Þangað til næst…

    Þátturinn er í boði Alba heildsala og Plantan kaffihús.

    • 38 min
    13. Júlía Sif - Veganismi

    13. Júlía Sif - Veganismi

    Í þessum þætti fengum við til okkar Júlíu Sif, ein af Veganistu systrum og meðeigandi Plöntunar (kaffihús í miðbæ Reykjavíkur). Í þættinum ræðum við meðal annars um veganisma og sýn Júlíu á því málefni, Veganistu ævintýrið, vegan í tískuheiminunum, kaffihúsareksturinn og margt fleira. Við áttum einstaklega áhugavert og skemmtilegt spjall við Júlíu og vonum að ykkur þyki það líka.



    Þátturinn er að sjálfsögðu í boði Plantan kaffihús og Alba heildsala.

    • 1 tim. 10 min
    12. Talía Fönn - Sjálfbært mataræði

    12. Talía Fönn - Sjálfbært mataræði

    Í þessum þætti fengum við til okkar hana Talíu Fönn til að ræða við okkur um mataræði og sjálfbærni. Talía hefur lokið BS gráðu í næringarfræði við Háskóla Íslands og hefur óbilandi áhuga á næringu og hvernig hún viðkemur bæði heilsu og daglegu lífi okkar. Við ræðum þær næringarráðleggingar sem taldar eru sjálfbærar til framtíðar fyrir bæði manneskjuna og jörðina, matarsóun og framleiðsluhætti og matarvenjur Íslendinga. Þátturinn er vægast sagt áhugaverður og jafnvel “sjokkerandi” á köflum. Við mælum heilshugar með!

    Þátturinn er í boði Alba heildsala og Plantan kaffihús.

    • 1 tim. 8 min
    11. Hallgerður Freyja - Ræðum aðeins meira um samfélagsmiðla

    11. Hallgerður Freyja - Ræðum aðeins meira um samfélagsmiðla

    Í þessum þætti fengum við hana Hallgerði Freyju, verðandi tómstundafræðing og systur Halldóru, í spjall um samfélagsmiðla og áhrif þeirra á andlega líðan. Þátturinn er eins konar framhald af síðasta þætti en við ræðum meðal annars þau áhrif sem “like” geta haft á sjálfsmynd og sjálfsöryggi, FOMO (Fear of missing out) á samfélagsmiðlum og margt fleira. Við áttum stórskemmtilegt spjall við Hallgerði og vonum að þið hafið einnig gaman af.

    Þátturinn er í boði Alba heildsala og Plantan kaffihús.

    • 54 min
    10. Ræðum um samfélagsmiðla

    10. Ræðum um samfélagsmiðla

    Í þessum þætti köfum við aðeins ofan í samfélagsmiðla á léttum nótum. Við ræðum til að mynda þau víðtæku áhrif sem samfélagsmiðlar geta haft á neyslu, duldar markaðssetningar, viðhorf okkar til tísku, viðhorf okkar til heilsu og almennar venjur. Við áttum ótrúlega huggulegt spjall og vonum að þið hafið einnig gaman af.

    Þátturinn er í boði Alba heildsala og Plantan kaffihús.

    • 52 min
    9. Rvk Ritual - Gerum lífið aðeins meira djúsí

    9. Rvk Ritual - Gerum lífið aðeins meira djúsí

    Í þessum þætti fengum við til okkar þær Evu Dögg og Dagnýju Berglindi, stofnendur og eigendur Rvk Ritual. Rvk Ritual er vettvangur sem einblínir á allt sem viðkemur heildrænni vellíðan - hugleiðslu, yoga, sköpun, hreyfingu, öndun, næringu og alls kyns önnur tól og tæki sem hvetja þig til þess að tengjast þér betur. Við áttum yndislegt spjall við þessar stórkostlegu konur um Rvk Ritual og vegferðina að stofnun þess, self-mastery námskeiðið sem breytti lífinu okkar og hugmyndafræði Evu og Dagnýjar á bak við fyrirtækjarekstur. 

    • 1 tim. 41 min

Mest populära poddar inom Utbildning

Max Tänt med Max Villman
Max Villman
Livet på lätt svenska
Sara Lövestam och Isabelle Stromberg
Lära Från Lärda - En fackbok och en författare
Fredrik Hillerborg
Sjuka Fakta
Simon Körösi
I väntan på katastrofen
Kalle Zackari Wahlström
The Mel Robbins Podcast
Mel Robbins