493 episodes

Samstöðin er fréttamiðill og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar eru allt í senn fréttir, fundir, sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþættir og innlegg í gagnvirka umræðu á samfélagsmiðlum.

Samstöðin er opin fyrir allt fólk sem vill styðja við baráttuna fyrir réttlæti, jöfnuði og samkennd.

Samstöðin Samstöðin

    • News

Samstöðin er fréttamiðill og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar eru allt í senn fréttir, fundir, sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþættir og innlegg í gagnvirka umræðu á samfélagsmiðlum.

Samstöðin er opin fyrir allt fólk sem vill styðja við baráttuna fyrir réttlæti, jöfnuði og samkennd.

    Rauða borðið 11. júní - Drengirnir okkar, banaslys, Samherji og Þýskaland

    Rauða borðið 11. júní - Drengirnir okkar, banaslys, Samherji og Þýskaland

    Þriðjudagurinn 11. júní
    Drengirnir okkar, banaslys, Samherji og Þýskaland

    Ragnar Þór Pétursson kennari ræðir við okkur um stöðu drengja í skólakerfinu. Hvað er að? Eru drengirnir gallaðir eða skólinn? Þórhildur Elín Elínardóttir hjá Samgöngustofu kemur og ræðir hrinu dauðaslysa í umferðinni. Hvað er til ráða? Oddur Eysteinn Friðriksson myndlistarnemi kallaði yfir sig reiði Samherja og safnar nú fé til að gera varið sig fyrir stefnu fyrirtækisins í London. Ragnar Hjálmarsson stjórnmálafræðingur kemur til okkar og ræðir þýska pólitík, sem er í alvarlegri kreppu og átökum.

    • 3 hrs 12 min
    Frelsið er yndislegt - #10 Hvað tekur við eftir afplánun?

    Frelsið er yndislegt - #10 Hvað tekur við eftir afplánun?

    Í þessum tíunda þætti í Frelsið er yndislegt, er rætt umfjöllunarefnið, hvað tekur við eftir afplánun? Virkni, atvinna, stuðningur og búseta. Hver er ávinningurinn að taka vel á móti fyrrum dómþolum úr afplánun og samfélagsins að samþykkja það fólk aftur í samfélag manna. Ný Norsk rannsókn gefur okkur einnig vísbendingar um það.

    Gestir þáttarins eru Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar, Dóra Guðlaug Árnadóttir, félagsráðgjafi og teymisstjóri virkni og atvinnu hjá Reykjavíkurborg og Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksleiðtogi hjá Hjálpræðishernum og sálgætir. Stjórnendur þáttarins eru: Ásdís Birna Bjarkadóttir og Guðmundur Ingi Þóroddsson.

    Hægt að ná sambandi við Afstöðu, allan sólarhringinn í síma 556-1900 og Lögfræðiaðstoð Afstöðu í síma 666-1211.

    • 1 hr 7 min
    Rauða borðið 10. júní - Þingið, veik ríkisstjórn, meintur orkuskortur og Evrópusambandið

    Rauða borðið 10. júní - Þingið, veik ríkisstjórn, meintur orkuskortur og Evrópusambandið

    Mánudagurinn 10. júní
    Þingið, veik ríkisstjórn, meintur orkuskortur og Evrópusambandið

    Þingmennirnir Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar og Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður pírata ræða hvort ríkisstjórnin springur á morgun ásamt Maríu Rut Kristinsdóttur sem situr nú á þingi fyrir Viðreisn. Bjarni Bjarnason fyrrum forstjóri Orkuveitunnar rökstyður álit sitt um að það þurfi lítið að virkja, að orkuskortur sé ekki fyrirsjáanlegur. Við ræðum svo úrslit kosninga til Evrópuþingsins við Íslendinga í ESB: Rósa Björk Brynjólfsdóttir í Frakklandi, Jón Sigurður Eyjólfsson á Spáni, Þorfinnur Ómarsson í Belgíu, Steingrímur Jónsson í Svíþjóð og Áslaug Hersteinsdóttir-Hölttä í Finnlandi.

    • 3 hrs 2 min
    Synir Egils: Vandi ríkisstjórnar og Vg, vopnasala og óafgreidd mál

    Synir Egils: Vandi ríkisstjórnar og Vg, vopnasala og óafgreidd mál

    Sunnudagurinn 9 . júní: 
    Synir Egils: Vandi ríkisstjórnar og Vg, vopnasala og óafgreidd mál

    Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalista, Svanborg Sigmarsdóttir framkvæmdastjóri Viðreisnar og Þórður Gunnarsson hagfræðingur og ræða stöðu ríkisstjórnar og stjórnmálaflokka, óafgreidd mál á Alþingi, togstreitu í varnarmálum milli forseta og ríkisstjórnar og margt fleiri. Þeir bræður munu síðan taka púlsinn á pólitíkinni.

    • 1 hr 44 min
    Rauða borðið - Helgi-spjall: Einar Már

    Rauða borðið - Helgi-spjall: Einar Már

    Laugardagurinn 8. júní
    Helgi-spjall: Einar Már

    Einar Már Guðmundsson kemur í helgi-spjall við Rauða borðið og segir okkar frá því hvernig hann varð sá sem hann er; frá ætt sinni og uppruna, fjölskyldu og vinum, kynslóð og baráttu, geðveiki og alkóhólisma og öðru sem mótað hefur líf hans.

    • 3 hrs 36 min
    Rauða borðið - Vikuskammtur. Lenya Rún Taha Karim, Sara Stef. Hildar, Snorri Sturluson og Snorri Páll Jónsson

    Rauða borðið - Vikuskammtur. Lenya Rún Taha Karim, Sara Stef. Hildar, Snorri Sturluson og Snorri Páll Jónsson

    Föstudagur 7. júní
    Vikuskammtur: Vika 23

    Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Lenya Rún Taha Karim varaþingkona, Sara Stef. Hildar feministi, Snorri Sturluson kvikmyndagerðarmaður og Snorri Páll Jónsson lausamaður og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af kjöri forseta, falli Vg, stríði og vetrarveðri og frásögnum af þrælavinnu og vondri stöðu drengja.

    • 1 hr 33 min

Top Podcasts In News

Global News Podcast
BBC World Service
Trend Topic
Podbee Media
Aposto Altı Otuz
Aposto Radyo
Yeni Haller
Wand Media Network
Mesele Ekonomi
Mesele Ekonomi
Unsal Unlu
Ünsal Ünlü

You Might Also Like

Rauða borðið
Gunnar Smári Egilsson
Þjóðmál
Þjóðmál
Spursmál
Ritstjórn Morgunblaðsins
Í ljósi sögunnar
RÚV
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Podcast með Sölva Tryggva
Sölvi Tryggvason