27 episodes

Hvað tekur við ÞEGAR þú lendir í einhverju sem snýr tilverunni á hvolf?
Þættir um lífsreynslu fólks á öllum aldri, hvarvetna á landinu. María Björk hittir fólk sem hefur sögu að segja.

Þegar María Björk Ingvadóttir

    • Society & Culture

Hvað tekur við ÞEGAR þú lendir í einhverju sem snýr tilverunni á hvolf?
Þættir um lífsreynslu fólks á öllum aldri, hvarvetna á landinu. María Björk hittir fólk sem hefur sögu að segja.

    #27 Sigfríður Inga Karlsdóttir

    #27 Sigfríður Inga Karlsdóttir

    Þegar Sigfríður Inga Karlsdóttir ljósmóðir tók á móti andvana fæddu barni í fyrsta sinn fann hún að það mikilvægasta í þessum sorglegu aðstæðum væri að vera til staðar, vera styrkur fyrir foreldrana. En hún hugleiddi einnig hver væri stuðningur fyrir ljósmóðurina. Alveg síðan þá hefur hún helgað sig rannsóknum á hlutverki og starfi ljósmæðra.

    • 26 min
    #26 Anna Kristín Hauksdóttir - Útivist

    #26 Anna Kristín Hauksdóttir - Útivist

    Þegar Anna Kristín Hauksdóttir fór 19 ára frá Akureyri til Kanada að læra hjúkrun óraði hana ekki fyrir því að hún ætti eftir að heimsækja nánast öll lönd í heiminum, klífa Himalayafjöllin 17 sinnum, ganga yfir Grænland tvisvar og fara á Suðurheimskautið. Hún er 88 ára og fer enn á Súlur.

    Umsjón: María Björk Ingvadóttir.

    • 23 min
    #25 Gréta Kristjánsdóttir - Kulnun

    #25 Gréta Kristjánsdóttir - Kulnun

    Þegar Gréta Kristjánsdóttir fyrrverandi forvarnafulltrúi á Akureyri var greind með kulnun, burnout árið 2013 fylgdi ekki með í greiningunni að það hafði komið af stað snemmbúnu breytingarskeiði. Nú tíu árum eftir að fyrstu einkenna var vart er loks búið að tengja þetta tvennt saman.

    • 27 min
    #24 Pétur Einarsson - Minning um mann

    #24 Pétur Einarsson - Minning um mann

    Þegar Pétur Einarsson lögfræðingur og fyrrv.flugmálastjóri greindist með krabbamein á lokastigi, fór hann að undirbúa ferðalagið yfir á annað tilverustig sem hann var fullviss um að tæki við. María Björk átti einlægt viðtal við Pétur stuttu áður en hann kvaddi þetta jarðlíf 20.maí 2020.

    • 48 min
    #23 Nour Mohamad Naser - Flótti undan stríði

    #23 Nour Mohamad Naser - Flótti undan stríði

    Þegar Nour Mohamad Naser var 9 ára upplifði hún stríð í heimalandi sínu, Sýrlandi . Eftir hrakningar og flótta í 5 ár komst hún með fjölskyldu sinni til Íslands. Hún segir Maríu Björk sögu sína í Þegar.

    • 27 min
    #22 Sesselja Barðdal Reynisdóttir - Dóttir mín með Apert

    #22 Sesselja Barðdal Reynisdóttir - Dóttir mín með Apert

    Þegar Sesselja Barðdal Reynisdóttir fékk nýfædda dóttur sína í fangið í fyrsta sinn, snérist tilveran á hvolf. Sú litla er fædd með mjög sjaldgæft heilkenni sem kallast Apert sem gerir hana einstaka

    • 55 min

Top Podcasts In Society & Culture

Disrespectfully
Katie Maloney, Dayna Kathan
Shawn Ryan Show
Shawn Ryan | Cumulus Podcast Network
Fail Better with David Duchovny
Lemonada Media
Stuff You Should Know
iHeartPodcasts
This American Life
This American Life
What Now? with Trevor Noah
Spotify Studios