28 episodes

Auðvarpið fjallar um vísindalega nýsköpun frá öllum hliðum. Hvað er vísindaleg nýsköpun? Hvernig getur hún aukið samkeppnishæfni okkar?Er vísindaleg nýsköpun mest spennandi svið nýsköpunar? Þar sem uppgötvanir og rannsóknir verða að verðmætum, þar sem þekkingin verður til í okkar frábæru háskólim og rannsóknarsamfélagi.Með Auðvarpinu færum við ykkur innsýn í þennan heim og þá möguleika sem í honum felast. Við tökum viðtöl við okkar fremsta fólk á þessu sviði og tökum fyrir hugverkavernd og þær hættur sem oft leynast á leiðinni.Stjórnandi Auðvarpsins er Sverrir Geirdal Viðskiptaþróunarstjóri hjá Auðnu tæknitorgi sem er tækniyfirfærslu stofa Íslands í eigu allra Háskólanna, Landsspítalans, Samtaka Iðnaðarins og rannsóknarstofnanna. Frekari upplýsingar á heimasíðunni www.audna.is

Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og vi‪ð‬ Sverrir Geirdal

    • Business

Auðvarpið fjallar um vísindalega nýsköpun frá öllum hliðum. Hvað er vísindaleg nýsköpun? Hvernig getur hún aukið samkeppnishæfni okkar?Er vísindaleg nýsköpun mest spennandi svið nýsköpunar? Þar sem uppgötvanir og rannsóknir verða að verðmætum, þar sem þekkingin verður til í okkar frábæru háskólim og rannsóknarsamfélagi.Með Auðvarpinu færum við ykkur innsýn í þennan heim og þá möguleika sem í honum felast. Við tökum viðtöl við okkar fremsta fólk á þessu sviði og tökum fyrir hugverkavernd og þær hættur sem oft leynast á leiðinni.Stjórnandi Auðvarpsins er Sverrir Geirdal Viðskiptaþróunarstjóri hjá Auðnu tæknitorgi sem er tækniyfirfærslu stofa Íslands í eigu allra Háskólanna, Landsspítalans, Samtaka Iðnaðarins og rannsóknarstofnanna. Frekari upplýsingar á heimasíðunni www.audna.is

    Risastór tækifæri í heilbrigðistæknigeiranum! Freyr Ketilsson @Heilsutækniklasinn

    Risastór tækifæri í heilbrigðistæknigeiranum! Freyr Ketilsson @Heilsutækniklasinn

    Risastór tækifæri í heilbrigðistæknigeiranum!Freyr Karlson stofnandi Heilsutækniklasans mætti í settið í Grósku og ræddi við Sverri Geirdal um tækifærin og áskoranirnar sem blasa við í heilsugeiranum.Eina leiðin til að ná einhversskonar tökum á geiranum er að stunda Nýsköpun. Það er eina leiðin framávið.Freyr ræðir um innri nýsköpun, ytri nýsköpun, stefnur og strategíur. Hvernig kerfið þarf á hjálp að halda til að kynna og innleiða breytingar.Svo förum við að sjálfsögðu yfir Heils...

    • 51 min
    Verður Gervigreindin bönnuð? Nýtt regluverk á leiðinni!

    Verður Gervigreindin bönnuð? Nýtt regluverk á leiðinni!

    Gervigreindin á hug okkar allann. Í þessum þætti fær Sverrir Geirdal Láru Herborgu Ólafsdóttur lögmann og eiganda hjá LEX í heimsókn.Regluverkið! Er ástæða til að setja reglur um gervigreindina? Hver myndi þá gera það og af hverju?Við förum yfir málið og fáum stöðuna hjá Láru. Við förum yfir regluverkið sem Evrópusambandið er búið að samþykkja, eftir víðtækt samráð við Evrópuráðið og löndin sem mynda sambandið..Fyrir hverja er regluverkið? Hvað er verið að ...

    • 1 hr 3 min
    Gervigreind og siðfræði - Páll Rafnar Þorsteinsson

    Gervigreind og siðfræði - Páll Rafnar Þorsteinsson

    Sverrir Geirdal heldur áfram að fjalla um gervigreind, stafræna nýsköpun undir hatti EDIH. Að þessu sinni tekur hann á móti Dr. Páli Rafnar Þorsteinssyni verkefnastjóra hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands til að ræða mál málanna, Gervigreind og siðfræði.Er gervigreind mannleg greind? Ef ekki er henni þá treystandi, út frá siðfræði, að takast á við verkefni sem kallar á mannlega greind? Er gervigreind annarskonar greind, sem hefur kosti umfram mannlega greind...

    • 55 min
    Nýsköpun, vísindin og við - Róbert Bjarnason, EDIH og gervigreindin

    Nýsköpun, vísindin og við - Róbert Bjarnason, EDIH og gervigreindin

    Róbert Bjarnason framkvæmdastjóri Íbúar.ses fræðir okkur um gervigreind.Umfjöllun þessa þáttar er í anda EDIH, eða Miðstöðvar stafrænnar nýsköpunar - Hvað er gervigreind? Forrit með töfradufti? Hvaðan koma töfrarnir? En gögnin eru þau góð og hver ákveður og stjórnar? Mættum með 5 verkefni daglegs lífs sem við sjáum fyrir okkur að gervigreind gæti hjálpað okkur með. Missum okkur svo í restina yfir fréttum vikunnar um að Íslenska verði annað tungumál ChatGPT.&...

    • 1 hr 13 min
    Nýsköpun, vísindin og við - Þórhallur Magnússon

    Nýsköpun, vísindin og við - Þórhallur Magnússon

    Framtíðin mætti í settið til að ræða tónlistarsköpun með gervigreind.Þórhallur Magnússon prófessor í framtíðartónlist við tónlistadeild Sussex háskólans og rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands mætir og ræðir um gervigreind, sköpun og tónlist.24. þáttur Auðvarpsins fjallar um mál málanna í dag. Hvað er gervigreind? Hvað er tónlist? Hvernig lýtur næsta hljóðfæri út? Hvernig nýtist gervigreindin í tónlistarsköpun?Þórhallur er hafsjór fróðleiks um gervigreind, hljóðfæri ...

    • 1 hr 3 min
    Nýsköpun, vísindin og við - Ragnhildur Helgadóttir

    Nýsköpun, vísindin og við - Ragnhildur Helgadóttir

    Háskólinn í Reykjavík og nýsköpunin á afmælisdegi Auðnu!Í 23. þætti Auðvarpsins hittum við fyrir rektor Háskólans í Reykjavík, Ragnhildi Helgadóttur.Við ræðum Nýsköpun í háskólastarfi, erindi háskólanna í síbreytilegu samfélagi nútímans. Hvernig við ýtum undir meiri og skarpari nýsköpun innan úr vísindastarfinu.Hvernig standa háskólarnir á Íslandi í alþjóðlegum samanburði og hvernig kennum við fólkinu okkar að það sé þroskandi að hnjóta, af því lærum við mest!En við byrjum að sjálfsögðu...

    • 51 min

Top Podcasts In Business

The Ramsey Show
Ramsey Network
REAL AF with Andy Frisella
Andy Frisella #100to0
Money Rehab with Nicole Lapin
Money News Network
The Diary Of A CEO with Steven Bartlett
DOAC
The Money Mondays
Dan Fleyshman
NerdWallet's Smart Money Podcast
NerdWallet Personal Finance