329 episodes

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur.

Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi.

Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.

Fílalag Fílalag

    • Music
    • 4.8 • 74 Ratings

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur.

Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi.

Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.

    Álfareiðin – Hátindurinn

    Álfareiðin – Hátindurinn

    Álfareiðin – Björgvin Halldórsson, Gunni Þórðar, Sjonne og Hænir Sveif snúið. Stimplar hamrast niður í þéttum takti. Allir mælar rjúka upp, vísar þeirra titra við mörk hins hvíta og rauða. Þessi vél keyrir á fullri ákefð og hana fær ekkert stöðvað. Það er tjú-tjú-trylla að sporleggjast yfir holt og hæðir, gegnum skóga og dimma dali, […]

    • 1 hr 6 min
    Jerusalema – Húlú og Zúlú

    Jerusalema – Húlú og Zúlú

    Master KG ásamt Nomcebo – Jerusalema Vírusinn herjar. Ekki bara þessi kórónajakkafataklæddi heldur líka annar og skæðari. Dansfár sækir að heimsbyggðinni. Við erum ekki að tala um Macarena eða Gangnamanna-stílinn heldur dans og söng sem sóttur er dýpra, úr sjálfri frumorkunni, frá Afríku. Það má segja margt leiðinlegt um covid og heimsfaraldur, zoom-fundi og fjarlægðartakmarkanir. […]

    • 48 min
    Windmills of Your Mind – Hola hugmyndanna

    Windmills of Your Mind – Hola hugmyndanna

    Dusty Springfield – Windmills of Your Mind Langa-langa-langamma spinnur garn á spólu, hring eftir hring, ull sem hefur krullast og ullast í víraðan spíral af kind sem hefur staðið og jórtrað öld eftir öld, með kjálka sem snúast hring eftir hring, endalaust, að eilífu inn í rafrásir heilans sem gnísta boðum sársauka og gleði um […]

    • 1 hr 11 min
    Seven Nation Army – Sýrustig sálarinnar 

    Seven Nation Army – Sýrustig sálarinnar 

    White Stripes – Seven Nation Army Ýlfrandi hundar. Paranoja. Sándtékk. Teppalagning. Apaheili. Converse All Star sólar klístrast við malbik bílastæðis. International House of Pancakes. Altarisdrengir lemja hvern annan með skiptilykli í skottinu á belgvíðum Plymouth með risastórri afturrúðu. Fílabein kramið í morteli, sáldrað í línur yfir gervigras í bakgarði einstæðrar móður sem hlaut ekki lottóvinning kvöldsins. Sýróp. […]

    • 56 min
    Way Down We Go – Djöfullinn á hringtorginu

    Way Down We Go – Djöfullinn á hringtorginu

    Kaleo – Way Down We Go Kjúklingabringurnar eru lentar á eldhúsbekknum, kaldar og blautar í frauðplastbökkum. Þær smokra sér úr plastinu eins og geimverur í Ridley Scott mynd. Þær smokra sér úr plastinu og klæða sig í ullarsjöl og setja á sig hatta. Kjúklingabringurnar steikja sér egg á pönnu. Þær horfa á eggið spælast á […]

    • 1 hr 19 min
    Crazy – Klikkun

    Crazy – Klikkun

    Crazy – Patsy Cline Kötturinn svífur um eldhúsið. Hárþurrkan syngur sópran inn á baði. Rafmagnslínurnar svigna milli stauranna úti á götu og spila hægan kontrabassagang. Það er klikkun í gangi. Kona lætur renna í krómbað og leggst í kaf sjálfsvorkunnar og efasemda. Þetta er bilun og brjálæði, fegurð og funhiti.

    • 1 hr 12 min

Customer Reviews

4.8 out of 5
74 Ratings

74 Ratings

krummi goði ,

f.

fílaðuda með duda. takk so mikið.

DDunit ,

Án efa fremsti demanturinn í kórónunni sem eru íslensk hlaðvörp!

Spurningin er: Ert þú Fimm stjörnu hlustandi? Ertu þess virði að fá að hlusta? Bergur Ebbi og Snorri Helga fara með okkur í hæstu hæðir fílunar á lögum og lífinu. Þið verðið ekki söm eftir gírandi tunnu fílun! takk fyrir mig elskur 😘🙌🏻

Abraham Dingdong ,

Kjöraðstæður til Fílalagafílun:

5. Janúar á Raufarhöfn eftir 6-18 vakt, kominn heim líkamlega og andlega örmagna, sest á Lazy Boy stól úr pleðri, færð þér ískaldan Gull, setur á Fílalag og þú fokking MAUK fílar það!

Top Podcasts In Music

The Joe Budden Podcast
The Joe Budden Network
New Rory & MAL
Rory Farrell & Jamil "Mal" Clay & Studio71
Even if it Kills Me
FANG workshop
Drink Champs
The Black Effect and iHeartPodcasts
Dissect
The Ringer
A History of Rock Music in 500 Songs
Andrew Hickey

You Might Also Like

Steve Dagskrá
Steve Dagskrá
Í ljósi sögunnar
RÚV
Dr. Football Podcast
Hjörvar Hafliðason
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Beint í bílinn
Sveppalingur1977
Þungavigtin
Tal