291 episodes

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur.

Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi.

Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.

Fílalag Fílalag

  • Music
  • 4.8 • 71 Ratings

Fílalag er hlaðvarp um tónlist. Á hverjum föstudegi senda þeir Snorri Helgason og Bergur Ebbi frá sér nýjan þátt þar sem dægurlag er tekið fyrir og fílað í ræmur.

Í fíluninni felst að greina menningarleg fyrirbæri sem eru kynnt í laginu, tískustrauma í hljómi og tíðaranda í framsetningu. Farið er um víðan völl og fjallar þátturinn um poppmenningu í stærra samhengi.

Um málið er ekkert meira að segja. Fílið þetta bara og fokk svo off.

  King of the Road – Að elta skiltin

  King of the Road – Að elta skiltin

  Roger Miller – King of the Road Ef það er eitthvað sem vantar á Íslandi þá er það alvöru vegamenning. Að geta farið út í buskann. Á Íslandi er maður alltaf kominn í hring áður en maður veit af. Það er helst að maður geti náð einhverri smá útlegð á Kjálkanum eða kannski nyrst á […]

  • 59 min
  Uptown Girl – Blöðruselur í brunastiga

  Uptown Girl – Blöðruselur í brunastiga

  Billy Joel – Uptown Girl Það er útkall. Bláu ljósin og vælandi sírena. Upp í brunastiga í Bronx stendur útþaninn kalkúnn og spangólar á gula leigubílana sem þjóta hjá. Það er ekki hægt að tjónka við hann. Elsta saga veraldar. Fátæki strákurinn sem er skotinn í prinsessunni, eða öfugt. Lítið krakkaævintýri, en samt svo stórt. […]

  • 1 hr 18 min
  Son of a Preacher Man – Spartsl í holu hjartans

  Son of a Preacher Man – Spartsl í holu hjartans

  Dusty Springfield – Son of a Preacher Man Fíkja veraldar. Svið biblískra atburða. Martin Luther King skotinn til bana á mótelsvölum. Memphis, 1968. Svið harmsins. Dusty Springfield var frá Bretlandi. Hét upprunalega O’Brien. Hún var eiginlega of hæfileikarík til að vera til. Hún fann sig í öllu, þjóðlagahefð en líka sálartónlist þar sem hún gaf […]

  • 1 hr 1 min
  Workingman’s Blues #2 – Með hjartað fullt af bananabrauði

  Workingman’s Blues #2 – Með hjartað fullt af bananabrauði

  Bob Dylan – Workinman’s Blues #2 Bob Dylan kjarnar hugmyndina um „boomer”. Það er erfitt að kyngja því nú á tímum þegar 37 ára gamalt fólk kallar 39 ára gamalt fólk búmera og heldur að það sé með neglu. En það er áttræður Bubbi gamli Zimmermann, fæddur 24. maí 1941, sem er aðalbúmerinn. Hann útskrifaðist […]

  • 1 hr 31 min
  Dry The Rain – Skoskt, artí, indífokk

  Dry The Rain – Skoskt, artí, indífokk

  The Beta Band – Dry the Rain Þunglyndisfílgúddið verður ekki tærara en þetta. Hér er hann mættur í Pringles-mylsnaða sófann þinn: Indígírkassinn mikli sem hrært hefur í þunnum keltum í tvo áratugi. Dry the Rain með Beta Band er þéttofinn refill. Í ísskápnum eru 28 síðir Amstel, sígarettuaskan fellur ofan á pínulitlar bjórvambir, græjurnar óma […]

  • 1 hr 11 min
  Fyrir átta árum – Einn kílómetri af eilífð

  Fyrir átta árum – Einn kílómetri af eilífð

  Heimir og Jónas – Fyrir átta árum Sumarlandið. Vormanían. Spássering í kringum Tjörn. Byltingarfólk og hökutoppar. Glaumbar og hass. Predikari segir þér hvað kílóið af salti kostar í raun og veru. Kinkandi kollar. Guy Ritchie þrútnar. Kristalsglasi hent á arin. Vakan hefur staðið yfir alla vikuna, allt vorið. Undir 19. aldar legubekk á Þrúðvangi liggur […]

  • 58 min

Customer Reviews

4.8 out of 5
71 Ratings

71 Ratings

DDunit ,

Án efa fremsti demanturinn í kórónunni sem eru íslensk hlaðvörp!

Spurningin er: Ert þú Fimm stjörnu hlustandi? Ertu þess virði að fá að hlusta? Bergur Ebbi og Snorri Helga fara með okkur í hæstu hæðir fílunar á lögum og lífinu. Þið verðið ekki söm eftir gírandi tunnu fílun! takk fyrir mig elskur 😘🙌🏻

Abraham Dingdong ,

Kjöraðstæður til Fílalagafílun:

5. Janúar á Raufarhöfn eftir 6-18 vakt, kominn heim líkamlega og andlega örmagna, sest á Lazy Boy stól úr pleðri, færð þér ískaldan Gull, setur á Fílalag og þú fokking MAUK fílar það!

Morgunomar ,

Efnahvörf

Mögnuð efnistök og efnahvörfin milli Snorra og Berg finnast einu sinni á öld ( þegar tunglið er í áttunda húsi vatnsberast. Þegar Bergur fer með himinskautum og Snorri skítur inn einu orði sem kjarnar allt sem að Bergur var að segja.

Það er ákveðin sveifla í gangi sem ýjar að því að gömul tónlist sé glötuð. Þessir drengir sína að það er ekki svo.

Ripp Rapp og Rupp yngri kynslóða mega rappa linmælt um morgunkorn með fyrirframgreitt visakort frá foreldrum uppá vasann. Slíkt verður aldrei fílað.

Fílalag sé fílað.

Top Podcasts In Music

Listeners Also Subscribed To