11 episodes

Fjallakastið fjallar um allt tengt útivst og fjallamennsku. Tölum við áhugaverða viðmælendur með fjölbreyttan bakgrunn í útivist og fjallamennsku. Erum á facebook @fjallakastid og instagram @localicelander

Fjallakasti‪ð‬ Solla Sveinbjörns

    • Sports

Fjallakastið fjallar um allt tengt útivst og fjallamennsku. Tölum við áhugaverða viðmælendur með fjölbreyttan bakgrunn í útivist og fjallamennsku. Erum á facebook @fjallakastid og instagram @localicelander

    10. Siggi Bjarni og Heimir - Everest 2021

    10. Siggi Bjarni og Heimir - Everest 2021

    Í þessum tíunda þætti af Fjallakastinu, ræddi ég við þá Sigga Bjarna og Heimir um leiðangur þeirra á Everest. Við fáum að kynnast strákunum aðeins og heyra þeirra leið inní fjallamennskuna, hún er mjög ólík hjá þeim félögum og skemmtilega tilviljunar kennd að þeirra leiðir liggja saman. Þrátt fyrir stutt kynni ákvaðu þeir að fara saman í leiðangur, ekki bara stuttan og þægilegan, heldur alla leið á topp veraldar. Það kostaði skipulag og mikið samtal, sem og mikla fjárfestingu í bæðu tíma og pening.
    Skipulagið og undirbúningurinn skilaði þeim árangri að þeir stóðu á toppi veraldar og voru þar með 10. og 11. íslendingur til að standa á toppi Everest 8.849m. Ekki nóg með að þeir hafi komist á toppinn, þá gekk á ýmsu í leiðangrinum. Það eru ekki margir sem leggja af stað í leiðangur hvað þá á tímum heimsfaraldurs. Meiðsli og veikindi settu strik í reikninginn og fleira. Þrátt fyrir allt gekk leiðangurinn heilt yfir mjög vel og voru þeir að vonum mjög ánægðir með afrekið. Við ræðum mjög ítarlega um veru þeirra á fjallinu og líðan í gegnum leiðangurinn.
    Mæli með að hlusta!

    • 2 hr 5 min
    9. Sigurður Ragnarsson - spjall um gönguskíðaleiðangra

    9. Sigurður Ragnarsson - spjall um gönguskíðaleiðangra

    Í þessum níunda þætti af Fjallakastinu ræddum ég og Sigurður Ragnarsson, stórvinur minn og samferðamaður í fjallamennsku um gönguskíðaferðir og leiðangra. Siggi er sveitastrákur í húð og hár og eftir að hann kynntist fjallamennskunni fór hann frá því að ætla sér að verða bóndi yfir í fjallaleiðsögumenn á svipstundu.
    Sigurður uppgötvaði gönguskíði sem ferðatól ungur að aldri og langir leiðangrar fóru snemma að heilla hann. 
    Siggi hefur ekki einungis verið að ferðast á gönguskíðum en hann hefur mikla ánægju af hvers kyns fjallabrölti hvort sem það er ís eða klettaklifur eða fjallgöngur að elta kindur eða ekki.
    Siggi hefur einnig starfað sem fjallamennskukennari og leiðbeinandi ásamt fjallaleiðsögn um nokkuð langt skeið og en hann er nú í mastersnámi í Jarðeðlisfræði.
    Siggi hefur meðal annars lagt í leiðangur yfir Vatnajökul þar sem ég og Tómas Eldjárn félagi okkar vorum með í för. Ásamt því hafa hann og Tómas farið í leiðangur yfir Sprengisand árið 2017.
    Þið getið lesið meira um ferðasögur úr þessum leiðöngrum á www.fjallanetid.is
    Við ræðum allskonar tips og tricks sem er gott að hafa í huga þegar maður fer í leiðangra sem þessa. Athugið að við erum einungis að tala út frá eigin reynslu og mjög líklegt að fólk sé að gera allskonar öðruvísi en við höfum gert.

    • 1 hr 22 min
    8. Kristján Bergmann (Mummi) - Mannlegi þátturinn í snjóflóðum

    8. Kristján Bergmann (Mummi) - Mannlegi þátturinn í snjóflóðum

    Kristján Bergmann Tómasson (Mummi) er 42 ára gamall, giftur, þriggja barna faðir og mikið náttúrubarn. Hann starfar sem kennari í Verkmenntaskólanum á Akureyri.
    Mummi er einnig leiðbeinandi hjá Björgunarskólanum og hefur hann meðal annars unnið að gerð kennsluefnis fyrir skólann og er einn höfunda nýrrar snjóflóðabókar sem var að koma út og fjallar m.a. um ferðahegðun, mat og björgun. Þá má þess geta að Mummi er líka þjálfari hjá brettadeild Skíðafélags Akureyrar.
    Mummi býr yfir persónulegri reynslu af snjóflóðum og í kjölfarið þróaði hann með sér mikla löngun til að læra meira um snjóflóð. Eitt af hans áhugamálum og sérsvið er mannlegi þátturinn þegar það kemur að snjóflóðum. 
    Í þessum þætti ræddum við Mummi mannalega þáttinn í snjóflóðum. Vert er að taka það fram að þessi þáttur er ekki á nein hátt ígildi námskeiðis eða þjálfunar í snjóflóðum. Mikilvægt er að fólk þekki sín eigin takmörk og styrkleika þegar kemur að ferðalögum í snæviþökktu umhverfi og sæki sér viðeigandi þjálfun og þekkingu.

    • 58 min
    7. Anton Berg Carrasco - Spjall um snjóflóð

    7. Anton Berg Carrasco - Spjall um snjóflóð

    Anton Berg er yfirleiðbeinandi snjóflóða hjá björgunarskólanum og er starfandi undanfari hjá björgunarsveitinni Súlum á Akureyri.
    Anton er útskrifaður jarðfræðingur frá Háskóla Íslands, þar sem lokaritgerð hans fjallaði um samband veðurs og snjóflóða. Þetta kveikti en frekar áhuga hans á snjóflóðum og hefur hann sótt sér frekari þekkingu innanlands sem erlendis er varða snjóflóð og bjarganir úr þeim.
    Í þessum þætti munum við Anton ræða snjóflóð og snjólflóðafræði, ég vill taka það fram að þessi þáttur er ekki á nein hátt ígildi námskeiðis eða þjálfunar í snjóflóðum. Mikilvægt er að fólk þekki sín eigin takmörk og styrkleika þegar kemur að ferðalögum í snæviþökktu umhverfi og sæki sér viðeigandi þjálfun og þekkingu.

    • 56 min
    6. Helga María Heiðarsdóttir - Spjall um utanvegarhlaup

    6. Helga María Heiðarsdóttir - Spjall um utanvegarhlaup

    Helga María er hlaupakona af lífi og sál getum við sagt, en eins og hún sagði þarf heilinn og fæturnar að hlaupa saman annars virkar þetta ekki.
    Hún vill helst hafa nóg fyrir stafni og finnst skemmtilegast að vera úti og að leika. En hún er einnig jökla- og jarðfræðingur og má segja að hún lifi fyrir fjöllin og náttúruna og vill hvergi annarsstaðar vera. Ætlaði að verða prófessor og kennari en úti lífið togaði fastar í hana og nú hleypur hún um öll fjöll.
    Helga byrjaði ung að leiðsegja fyrir Íslenska fjallaleiðsögumenn, en fyrst um sinn bjuggu þau við frekar frumstæðar aðstæður í Skaftafelli sem að hún rifjar upp.
    Hún hefur ferðast út um allan heim að leiðsegja og færst mikið yfir í hlaupaleiðsögn og þjálfun.
    Við ræðum hennar helstu ástríðu sem eru fjallahlaup eða náttúruhlaup, hvernig er að byrja að hlaupa og hvað þarf að hafa í huga.
    Hvaða búnað þarf að til að hlaupa allan ársins hring. Þetta snýst ekki um kílómetra eða hraða heldur tímann sérstaklega þegar fólk er að byrja.
    Helga segir okkur meðal annars frá skemmtilegum verkefnum sem hún er að fást við í daglegu amstri en einnig frá verkefnum sem eiga hug hennar og hjarta eins og fjáröflunar hlaup sem er haldið við upphaf og endir hverrar árstíðar og gengur út að safna peningum fyrir stúlkur í Nepal sem eiga sér stóra draumu, mæli með að hlusta til enda.
    Þið getið fylgst með Helgu Maríu á Instagram @helgafjallo

    • 1 hr 12 min
    5. Árni Stefán Haldorsen

    5. Árni Stefán Haldorsen

    Árni Stefán Haldorsen er mjög mikill fagmaður í því sem hann tekur sér fyrir hendur. Árni hefur mikinn áhuga á klifri, fjallamennsku og öllu sem er lóðrétt eins og hann segir sjálfur.
    Árni hálfpartinn slysaðist inní klifurheiminn og þaðan í fjallaleiðsögn, hann segir okkur frá ástríðu sinni á klifri og hvernig hann færðist frá þeim markmiðum að vera verkfræðingur í birkenstock og stutterma köflóttri skyrtu yfir í það að verða fjallaleiðsögumaður. 
    Árni rekur nú fyrirtæki ásamt Íris eiginkonu sinni í Öræfum og eru þau virk að skoða bakgarðinn sinn. Þið getið fylgst með þeirra ævintýrum á instagram @tindaborg.

    • 44 min

Top Podcasts In Sports

Pardon My Take
Barstool Sports
The Bill Simmons Podcast
The Ringer
The Dan Le Batard Show with Stugotz
Dan Le Batard, Stugotz
New Heights with Jason and Travis Kelce
Wave Sports + Entertainment
Club Shay Shay
iHeartPodcasts and The Volume
The Ryen Russillo Podcast
The Ringer