50 episodes

Samtal um ýmsa texta Biblíunnar, sögurnar, táknin og túlkunina.

Guð-spjall Steinunn A Björnsdóttir

    • Religion & Spirituality

Samtal um ýmsa texta Biblíunnar, sögurnar, táknin og túlkunina.

    Páskar enn og aftur

    Páskar enn og aftur

    Spjallað um atburði kyrruviku frá ýmsum sjónarhornum. 

    • 41 min
    Vatni breytt í vín í þurrum janúar

    Vatni breytt í vín í þurrum janúar

    Þarf alltaf að vera vín? Brúðkaupið í Kana getur verið erfitt að skilja ef áfengismagnið truflar okkur. Hvað var Jesús að fara með þessu? Og tengist þessi saga Bakkusarátrúnaði? Var Jesús dónalegur við mömmu sína? Og hvaða Guð er það sem við sjáum bara hnakkann á? Þetta og fleira og fleira til umræðu í þætti um texta 2. sunnudags eftir þrettánda. Textarnir eru hér: 

    Lexía: 2Mós 33.17-23
    Drottinn svaraði Móse: „Einnig þetta, sem þú sagðir, mun ég gera því að þú hefur fundið náð fyrir augum mínum og ég þekki þig með nafni.“ Þá sagði Móse: „Sýndu mér dýrð þína.“ Drottinn svaraði: „Ég mun sjálfur láta allan ljóma minn líða fram hjá þér og ég mun hrópa nafnið Drottinn frammi fyrir þér. Ég vil líkna þeim sem ég vil líkna og miskunna þeim sem ég vil miskunna.“ Enn fremur sagði hann: „Þú getur ekki séð auglit mitt því að enginn maður fær séð mig og haldið lífi.“ Síðan sagði Drottinn: „Þarna er staður, stattu uppi á klettinum. Þegar dýrð mín fer fram hjá læt ég þig standa í klettaskorunni og hyl þig með lófa mínum þar til ég er farinn fram hjá. Þegar ég tek lófa minn frá muntu sjá aftan á mig. Enginn fær séð auglit mitt.“

    Pistill: Róm 12.6-15
    Við eigum margvíslegar náðargáfur samkvæmt þeirri náð sem Guð hefur gefið. Sé það spádómsgáfa þá notum hana í samræmi við trúna, sé það þjónustustarf skal gegna því, sé það kennsla skal sinna henni, sá sem hvetja skal geri það, sá sem gefur sé örlátur. Sá sem veitir forstöðu sé kostgæfinn og sá sem vinnur miskunnarverk geri það með gleði.
    Elskan sé flærðarlaus. Hafið andstyggð á hinu vonda en haldið fast við hið góða. Verið ástúðleg hvert við annað í bróðurlegum kærleika og keppist um að sýna hvert öðru virðingu. Verið ekki hálfvolg í áhuganum, verið brennandi í andanum. Þjónið Drottni. Verið glöð í voninni, þolinmóð í þjáningunni, staðföst í bæninni. Takið þátt í þörfum heilagra. Leggið stund á gestrisni.
    Blessið þá er ofsækja ykkur. Blessið en bölvið ekki. Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum.

    Guðspjall: Jóh 2.1-11
    Á þriðja degi var brúðkaup í Kana í Galíleu. Móðir Jesú var þar. Jesú var og boðið til brúðkaupsins og lærisveinum hans. En er vín þraut segir móðir Jesú við hann: „Þeir hafa ekki vín.“
    Jesús svarar: „Hvað viltu mér, kona? Minn tími er ekki enn kominn.“
    Móðir hans sagði þá við þjónana: „Allt það sem hann segir ykkur, það skuluð þið gera.“
    Nú voru þar sex vatnsker úr steini samkvæmt reglum Gyðinga um hreinsun og tók hvert þeirra tvo mæla eða þrjá. Jesús segir við þá: „Fyllið kerin vatni.“ Þeir fylltu þau á barma. Síðan segir hann: „Ausið nú af og færið veislustjóra.“ Þeir gerðu svo. Veislustjóri bragðaði vatnið, sem var orðið vín, og vissi ekki hvaðan það var en þjónarnir, sem vatnið höfðu ausið, vissu það. Þá kallaði veislustjóri á brúðgumann og sagði: „Allir menn bera fyrst fram góða vínið og síðan hið lakara er menn gerast ölvaðir. Þú hefur geymt góða vínið þar til nú.“
    Þetta fyrsta tákn sitt gerði Jesús í Kana í Galíleu og opinberaði dýrð sína og lærisveinar hans trúðu á hann.

    • 33 min
    Andar í varðhaldi og apokrýfan

    Andar í varðhaldi og apokrýfan

    Fyrsta Pétursbréf hefur stutta en dularfulla setningu um að Jesús hafi predikað fyrir öndunum í varðhaldi. Tengist það etv. frásögn í apókrýfu Pétursguðspjalli? Og hvað þýðir skírnin? Hver sá dúfuna og heyrði röddina? Það eru engin einföld svör en ótal spurningar í þessu hlaðvarpi um texta fyrsta sunnudags eftir Þrettándann 2022. 

    Hér eru textarnir sem eru til umræðu: 

    Pistill: 1Pét 3.18-22
    Kristur dó fyrir syndir í eitt skipti fyrir öll, réttlátur fyrir rangláta, til þess að geta leitt ykkur til Guðs. Hann var deyddur að líkamanum til en lifandi ger í anda. Þannig steig hann niður til andanna í varðhaldi og prédikaði fyrir þeim. Þeir höfðu óhlýðnast fyrrum, á dögum Nóa, þegar Guð sýndi biðlund og beið meðan örkin var í smíðum. Í henni frelsuðust fáeinar – það er átta – sálir í vatni. Þetta er fyrirmyndan skírnarinnar sem nú frelsar ykkur. Hún er ekki hreinsun óhreininda á líkamanum heldur bæn til Guðs um góða samvisku fyrir upprisu Jesú Krists sem steig upp til himna, situr Guði á hægri hönd, og englar, völd og kraftar eru undir hann lagðir.

    Guðspjall: Matt 3.13-17
    Þá kom Jesús frá Galíleu að Jórdan til Jóhannesar að taka skírn hjá honum. Jóhannes vildi varna honum þess og sagði: „Mér er þörf að skírast af þér og þú kemur til mín!“
    Jesús svaraði honum: „Lát það nú eftir. Þannig ber okkur að fullnægja öllu réttlæti.“ Og Jóhannes lét það eftir honum.
    En þegar Jesús hafði verið skírður sté hann jafnskjótt upp úr vatninu. Og þá opnuðust himnarnir og hann sá anda Guðs stíga niður eins og dúfu og koma yfir sig. Og rödd kom af himnum: „Þessi er minn elskaði sonur sem ég hef velþóknun á.“

    • 32 min
    Jólaþáttur 2021: ljósmæður og lítil orð

    Jólaþáttur 2021: ljósmæður og lítil orð

    Hvað er í jólagruðspjallinu og hvað er ekki. Hvað höldum við að sé þar og hvað hugsum við aldrei um? Og hversu lengi er hægt að ræða um gríska orðið και (kæ eða ke)? Hvað sögðu englarnir? Þetta og ýmislegt annað í jólaþættinum sem vísar talsvert til þáttar nr. 21 um jólagruðspjallið. Mælt með hlustun á hann líka - já og 22 og 23! Gleðileg jól.

    • 38 min
    Auðmýkt, asnar og aðventa

    Auðmýkt, asnar og aðventa

    Létt spjall um texta aðventunnar og ýmsa fleiri texta. 

    • 25 min
    Þetta er auðvitað kolrangt! Spjallað um þýðingaraðferðir og annað skemmtilegt

    Þetta er auðvitað kolrangt! Spjallað um þýðingaraðferðir og annað skemmtilegt

    Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson er gestur þáttarins að þessu sinni og ræðir við okkur um þýðingaraðferðir. Sérstaklega er rætt um Jesaja og þakkarsálm Hiskia konungs, sem var viðfangsefni doktorsrannsóknar hans. Þar kemur margt forvitnilegt í ljós, t.d. leysir hann þýðingarvanda sem aðrir hafa verið ráðþrota yfir. En hér er textinn sem er til umræðu og það er 16 versið sem hefur valdið mestum heilabrotum. 

    9 Sálmur sem Hiskía, konungur Júda, orti þegar hann hafði náð sér af veikindum sínum:
    10Ég sagði: Á miðjum aldri verð ég að fara burt,
    kvaddur að hliði heljar
    þau ár sem ég á eftir.
    11Ég sagði: Ég fæ ekki að líta Drottin
    á landi lifenda,
    fæ ekki framar menn að sjá
    meðal þeirra sem byggja heiminn.
    12Bústaður minn var rifinn niður,
    vafinn saman eins og tjald hjarðmanns.
    Þú vafðir líf mitt upp eins og vefari,
    skarst mig frá uppistöðunni.
    Frá morgni til kvölds þjakar þú mig.
    13Allt til morguns hrópaði ég á hjálp,
    hann molaði öll mín bein eins og ljón.
    14Ég tísti eins og svala,
    kurraði sem dúfa,
    augu mín mæna til hæða.
    Drottinn, ég er aðþrengdur,
    bjargaðu mér.
    15Hvað get ég sagt?
    Hann hefur bæði sagt mér þetta
    og gert það sjálfur.
    Ég vil ganga í auðmýkt öll æviár mín
    þrátt fyrir beiskju lífs míns.
    16Drottinn, vegna þessa lifa menn
    og því mun líf mitt styrkjast
    og þú munt veita mér heilsu og líf.
    17Beiskja mín varð mér til góðs,
    þú varðveittir líf mitt
    frá gröf eyðingarinnar
    því að þú varpaðir öllum syndum mínum
    aftur fyrir þig.
    18Helja þakkar þér ekki,
    dauðinn lofar þig ekki,
    þeir sem hverfa í gröfina
    vona ekki á trúfesti þína.
    19Sá einn sem lifir þakkar þér
    eins og ég nú í dag.
    Feður munu segja börnum sínum
    frá trúfesti þinni.
    20Drottinn, þér þóknaðist að hjálpa mér,
    því skulum vér leika á strengi
    við hús Drottins
    alla ævidaga vora.

    • 46 min

Top Podcasts In Religion & Spirituality

In These Times with Rabbi Ammi Hirsch
Stephen Wise Free Synagogue
The Bible in a Year (with Fr. Mike Schmitz)
Ascension
The Bible Recap
Tara-Leigh Cobble
Girls Gone Bible
Girls Gone Bible
BibleProject
BibleProject Podcast
WHOA That's Good Podcast
Sadie Robertson Huff