14 episodes

Á mánudögum býður Rakel Hinriks í kvöldkaffi á N4. Fjölbreytt gestaval, umræður um allt milli himins og jarðar og alltaf stutt í sykurkarið og góða skapið.

Kvöldkaffi N4

    • Society & Culture

Á mánudögum býður Rakel Hinriks í kvöldkaffi á N4. Fjölbreytt gestaval, umræður um allt milli himins og jarðar og alltaf stutt í sykurkarið og góða skapið.

    #14 Gréta Bergrún Jóhanesdóttir

    #14 Gréta Bergrún Jóhanesdóttir

    Slúður og gróusögur hafa oft fengið að lifa góðu lífi manna á milli á Íslandi. Gréta Bergrún Jóhanesdóttir er doktorsnemi í félagsfræði við Háskolann á Akureyri og hún gerði rannsókn á slúðri og tengingu þess við dreifbýlið.

    • 27 min
    #13 Hjörleifur Stefánsson

    #13 Hjörleifur Stefánsson

    Arkitektinn Hjörleifur Stefánsson kemur í Kvöldkaffi til Rakelar. Hann hefur fengið það mikilvæga verkefni að teikna nýju kirkjuna í Grímsey sem brann til grunna í september á síðasta ári.

    • 28 min
    #12 Jónas Þór Viðarsson og Arnþór Þórsteinsson 2

    #12 Jónas Þór Viðarsson og Arnþór Þórsteinsson 2

    Við fáum þá aftur til okkar Arnþór og Jónas Þór því við viljum alls ekki detta úr jólastuði þó kominn sé þriðji í jólum. 

    • 25 min
    #11 Jónas Þór Viðarsson og Arnþór Þórsteinsson

    #11 Jónas Þór Viðarsson og Arnþór Þórsteinsson

    Skemmtikraftarnir og tónlistarmennirnir Jónas Þór Viðarsson og Arnþór Þórsteinsson koma frá Húsavík í Kvöldkaffi. Þeir taka með sér gítarinn og jólaskapið í þennan síðasta þátt fyrir jól.

    • 27 min
    #10 Kristín Helga Schiöth

    #10 Kristín Helga Schiöth

    Hvað er hægt að gera til þess að taka tillit til umhverfisins fyrir jólahátíðina? Þessi hátíð sem virðist í dag stundum tengjast meira neyslu og veislu heldur en ljóss og friðar. Rakel býður Kristínu Helgu Schiöth hjá Umhverfisstofnun í kaffi.

    • 26 min
    #9 Egill Helgason

    #9 Egill Helgason

    Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason mætir í kvöldkaffi og segir Rakel frá starfinu og því sem fylgir. Hann er drifinn áfram af miklum söguáhuga og finnst skemmtilegast af öllu að flakka um landið og spjalla við fólk fyrir Kiljuna. Í seinni tíð hefur áhuginn á því að fjalla um stjórnmál dvínað hægt og rólega og einnig opnar Egill sig um óöryggi, kvíða og þunglyndi sem fylgja honum og banka stundum upp á.

    • 54 min

Top Podcasts In Society & Culture

Stuff You Should Know
iHeartPodcasts
Shawn Ryan Show
Shawn Ryan | Cumulus Podcast Network
Fail Better with David Duchovny
Lemonada Media
Disrespectfully
Katie Maloney, Dayna Kathan
This American Life
This American Life
What Now? with Trevor Noah
Spotify Studios