34 episodes

Trivíaleikarnir er íslenskt spurningahlaðvarp sem færir pub quiz stemninguna beint heim til þín, hvar sem þú ert og hvað sem þú ert að gera. Tvö tveggja manna lið etja kappi í léttri og skemmtilegri spurningakeppni þar sem spurningar um allt milli himins og jarðar dynja á keppendum. Hvort sem þú elskar pöbbkviss og spurningaspil eða veist varla hvað Gettu Betur er að þá er eitthvað fyrir þig í Trivíaleikunum, hlustaðu, hlæðu með okkur og lærðu eitthvað nýtt í leiðinni.

Fáðu fleiri þætti með áskrift á Patreon: https://www.patreon.com/trivialeikarnir

Trivíaleikarnir Daníel Óli

    • Society & Culture
    • 5.0 • 1 Rating

Trivíaleikarnir er íslenskt spurningahlaðvarp sem færir pub quiz stemninguna beint heim til þín, hvar sem þú ert og hvað sem þú ert að gera. Tvö tveggja manna lið etja kappi í léttri og skemmtilegri spurningakeppni þar sem spurningar um allt milli himins og jarðar dynja á keppendum. Hvort sem þú elskar pöbbkviss og spurningaspil eða veist varla hvað Gettu Betur er að þá er eitthvað fyrir þig í Trivíaleikunum, hlustaðu, hlæðu með okkur og lærðu eitthvað nýtt í leiðinni.

Fáðu fleiri þætti með áskrift á Patreon: https://www.patreon.com/trivialeikarnir

    33. Ozempic ævintýri

    33. Ozempic ævintýri

    Þrítugasti og þriðji þáttur Trivíaleikanna en að þessu sinni brá Arnór Steinn sér í dómarasætið þar sem Daníel er stungin af út á land yfir sumarið. Kristján og Jón Hlífar tókust á við Inga og Heiðdísi Maríu í löðrandi sveittu stúdíói 33 þar sem engu var til sparað. Hvers konar matvæli er Paneer? Hvernig eru skeljarnar á litinn sem skjóta má á fremsta ökumann í Mario Kart tölvuleikjaseríunni? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.



    Keppendur: Kristján, Jón Hlífar, Ingi og Heiðdís María.

    • 1 hr 17 min
    32. 90's-leikarnir (þemaþáttur)

    32. 90's-leikarnir (þemaþáttur)

    Þrítugasti og annar þáttur Trivíaleikanna en að þessu sinni er það þemaþáttur um tíunda áratuginn. Arnór Steinn og Daníel Rósinkrans fara um allar trissur tíunda áratugarins er þeir taka á móti Jóni Hlífari og Kristjáni í 90's slag sem lætur Jean-Claude van Damme líta út eins og nýfæddan kettling frænku þinnar. Hver vinanna í Friends átti flestar talaðar línur? Hver Kryddpíanna hætti fyrst í hljómsveitinni? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.



    Keppendur: Arnór Steinn, Daníel Rósinkrans, Jón Hlífar og Kristján.

    • 1 hr 41 min
    31. Tveir plús tveir fellar

    31. Tveir plús tveir fellar

    Þrítugasti og fyrsti þáttur Trivíaleikanna en í stúdíó 9A mættu að þessu sinni meistararnir Einar og Óli úr hlaðvarpinu vinsæla Tveir Fellar. Einar gekk til liðs við okkar allra besta Inga og Óli plús Kristján mynduðu saman ofurliðið "Króli." Í þessari viku opnuðum við einnig fyrir áskrift að hlaðvarpinu inni á Patreon.com/trivialeikarnir fyrir þá sem vilja fá fleiri þætti og meira efni frá Trivíaleikunum - endilega tékkið á því! Hvaða ógeðfellda hráefni er í Sardinska ostinum Casu Martzu? Hvaða spendýr má sjá í skjaldarmerki Hufflepuff heimavistar í sögunum um Harry Potter? Hvaða þjóð hefur unnið fleiri verðlaun á Vetrarólympíuleikum en nokkur önnur? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.



    Keppendur: Ingi, Kristján, Einar og Óli Þorbjörn.

    • 1 hr 41 min
    Framtíð Trivíaleikanna (tilkynning)

    Framtíð Trivíaleikanna (tilkynning)

    Stærsta tilkynning í sögu Trivíaleikanna!



    Vertu með og komdu í áskrift: https://www.patreon.com/trivialeikarnir

    • 14 min
    30. Smá vísindi fyrir börnin

    30. Smá vísindi fyrir börnin

    Þrítugasti þáttur Trivíaleikanna! Í þennan stórmerkilega tímamóta þátt mættu þau Ástrós Hind, Magnús Hrafn, Ingi og Arnór Steinn í stúdíó 9A og létu til sín taka. Hver er fjölmennasta þjóðin sem hefur aldrei unnið til verðlauna á Ólympíuleikum? Hver er mest seldi PEZ karl allra tíma? Hvaða frumefni og gastegund er notuð til að vernda bandarísku stjórnarskrána? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.



    Keppendur: Arnór Steinn, Ástrós Hind, Ingi og Magnús Hrafn.

    • 1 hr 44 min
    29. Við rændum landsliðsmanni í handbolta

    29. Við rændum landsliðsmanni í handbolta

    Tuttugasti og níundi þáttur Trivíaleikanna. Að þessu sinni mætti atvinnu- og landsliðsmaðurinn í handbolta Donni Kristjáns ásamt góðvini sínum Tomma í stúdíó 9A. Á móti þeim tóku reynsluboltarnir Kristján og Ingi í hörkuslag þar sem reynt var á nýtt fyrirkomulag nokkurra spurningaliða. Hver er refsingin fyrir að gleyma að segja „ólsen” í spilinu Ólsen Ólsen? Bílamerki hvaða bílategundar er ekki bara fyrsti bókstafurinn í nafninu heldur er einnig talið tákna handaband kaupanda og seljanda bílsins? Hver var síðasti forsætisráðherra Íslands til að útskrifast úr Menntaskólanum við Sund? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.



    Keppendur: Kristján, Ingi, Donni og Tommi.

    • 2 hr 2 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
1 Rating

1 Rating

Top Podcasts In Society & Culture

Shawn Ryan Show
Shawn Ryan | Cumulus Podcast Network
Stuff You Should Know
iHeartPodcasts
Animal
The New York Times
Call It What It Is
iHeartPodcasts
This American Life
This American Life
Lights On with Carl Lentz
B-Side

You Might Also Like

Steve Dagskrá
Steve Dagskrá
Gula Spjaldið
Gula Spjaldið
Handkastið
Handkastið
Þungavigtin
Tal
Dr. Football Podcast
Hjörvar Hafliðason
FM957
FM957