163 episodes

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Lestin RÚV

    • Society & Culture

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

    Skjaldborg, Óráð + Napóelonsskjölin, Simone Weil

    Skjaldborg, Óráð + Napóelonsskjölin, Simone Weil

    Föstudaginn næsta verður Skjaldborgarhátíðin sett, í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. Karna Sigurðardóttir, ein skipuleggjenda hátíðarinnar segir frá því sem er á dagskrá á hátíð íslenskra heimildamynda í ár.

    Kolbeinn Rastrick fór í bíó á tvær myndir í röð, tvær nýlegar íslenskar kvikmyndir sem takast á við Hollywood-mynda formúluna. Hasar og spennumyndina Napóleonsskjölin í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar, og hrollvekjuna Óráð í leikstjórn Arró Stefánssonar.

    Simone Weil var róttækur heimspekingur, dulspekingur, aðgerðarsinni og raunar ýmislegt fleira, Við skoðum líf hennar og skrif nánar í þætti dagsins. Erla Karlsdóttir, heimspekingur, guðfræðingur og kennari, þekkir vel til verka hennar, en hún var gestur Önnu Gyðu Sigurgísladóttur í Lestinni í Júní 2018. Við rifjum upp viðtalið.

    • 55 min
    Marokkóskur matur á Sigló, Mukka + Virgin Orchestra, saga kaffidrykkju

    Marokkóskur matur á Sigló, Mukka + Virgin Orchestra, saga kaffidrykkju

    Við kynnum til leiks nýja pistlaröð hér í Lestinni, Suðupottinn. Heiða Vigdís Sigfúsdóttir heimsækir veitingastaði hér á landi sem sérhæfa sig í matarmenningu annara þjóða, ræðir við kokkana, heyrir sögu þeirra og smakkar matinn. Hún byrjar á Siglufirði, á Hótel Siglunesi, þar sem reiddur er fram marokkóskur matur.

    Davíð Roach fjallar um nýja íslenska tónlist, nýjar plötur sveitanna Virgin Orchestra og Mukka.

    Að lokum fáum við okkur kaffibolla með sagnfræðingnum Má Jónssyni og kynnum okkur sögu kaffidrykkju á Íslandi.

    • 55 min
    Fegrun nýlendutímans, Þórir Georg, saga titrarans

    Fegrun nýlendutímans, Þórir Georg, saga titrarans

    Hvernig augum líta íslendingar nýlendutímann? Chanel Björk Sturludóttir flytur pisitl um fegrun nýlendutímans í íslensku menningarllífi, sem á sér ýmsar birtingarmyndir m.a. Í nafni á bar. Hvernig hefur þessi fegrun áhrif á þekkingu og kollektívar minningar okkar?

    Við ræðum við tónlistarmanninn Þóri Georg, sem gaf á dögunum út tvær plötur, safnplötuna Nokkur góð og blackmetal plötuna The Eternal.

    Og undir lok þáttar rifjum við upp umfjöllun Önnu Marsbilar Clausen um sögu titrarans, frá árinu 2019.

    • 55 min
    Tina Turner látin, Ynja Blær, dauði illmenna

    Tina Turner látin, Ynja Blær, dauði illmenna

    Sigga Beinteins segir frá einum stærsta áhrifavaldi í sínu lífi, bandarísku söngkonunni Tinu Turner, sem lést nú á dögunum 83 ára að aldri.

    Ynja Blær, myndlistakona, bíður okkur í Sílóam-húsið á Grundarstíg. Þar hefur hún búið síðastliðið ár og þar lærði hún að biðja. Og stofan hennar í þessu gamla trúboðshúsi varð efniviður að útskriftarverki hennar úr LHÍ, sem var blýantsteikning, í minni kantinum.

    Tómas Ævar Ólafsson, flutti pistil í Lestinni árið 2018, um dauða illmenna í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, sem við rifjum upp í dag. Alls ótengt fréttum af andláti Tinu Turner.

    • 55 min
    Lokaþáttur Succession krufinn til mergjar + La Poblana

    Lokaþáttur Succession krufinn til mergjar + La Poblana

    Einkaflug, eðalvagnar, pólitísk refskák, stjórnarfundir, orðfimi, andlegt ofbeldi og miskunnarlaust valdatafl. Bandarísku sjónvarspþættirnir Succession kláruðust um helgina. Lokaþátturinn var rosalegur! Við kryfjum Succession til mergjar með tveimur heitum aðdáendum þáttanna, Ernu Einarsdóttur fatahönnuði og Þórunni Sigurðardóttur leikstjóra. Við tölum um bisnesslingó, tísku, Greg frænda, Shakespeare og lokasenuna.

    Heiða Vigdís Sigfúsdóttir heimsækir veitingastaði hér á landi sem sérhæfa sig í matarmenningu annara þjóða. Í Suðupottinum í dag heimsækir hún La poblana, mexíkóskan veitingastað á Laugavegi 2.

    • 55 min
    Skúlagata 002, stólar úr Unuhúsi, gengið frá orðum um bækur

    Skúlagata 002, stólar úr Unuhúsi, gengið frá orðum um bækur

    Á fyrri hluta síðustu aldar komu allir helstu listamenn þjóðarinnar, róttæklingar og jafnvel útigangsmenn saman í litlu rauðu viðarhúsi við Garðastræti og ræddu heimspeki, trúmál, listir og pólitík. Það var sannkölluð salon-stemning sem skapaðist þegar Þórbergur Þórðarson, Halldór Laxness, Nína Tryggvadóttir og fleiri komu saman, lásu upp úr nýútkomnum erlendum bókum, spiluðu plötur, rökræddu og dönsuðu. Og maðurinn á bak við þetta var Erlendur í Unuhúsi. Sunneva Kristín Sigurðardóttir hefur verið að sökkva sér ofan í ævi og áhrif Erlendar - sem fæddist einmitt á þessum degi fyrir 131 ári síðan. Við setjumst niður með Sunnevu í hægindastólum heima hjá mér, stólum sem voru líklega í Unuhúsi.

    Við ræðum við Jórunni Sigurðardóttur, sem vann sinn síðasta vinnudag sem fastur starfsmaður Ríkisútvarpsins í dag. Jórunn hefur verið viðloðandi útvarpsins frá 1979 þegar hún sá um umsjón unglingaþáttarins Gagns og gamans en frá árinu 1990 hefur hún verið fastráðinn dagskrárgerðarmaður á menningardeild, verið í Víðsjá, Skorningum og núna undanfarinn áratug séð um Orð um bækur. Jórunn hefur sankað að sér allskonar blöðum og bókum, og við fylgjumst með henni ganga frá bókaskápnum.

    Við kíkjum í heimsókn á vinnustofu tónlistarfólks sem stendur á bak við plötuútgáfuna Skúlagata. Á laugardaginn halda þau upp á útgáfu Skúlagata 002 í Kornhlöðunni á Bankastræti, sem er önnur safnplata þessarar tónlistarmannareknu plötuútgáfu. Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko og Arnljótur Sigurðsson helltu upp á kaffi og ræddu málin.

    • 55 min

Top Podcasts In Society & Culture

MID
Mamamia Podcasts
Mamamia Out Loud
Mamamia Podcasts
Conversations
ABC listen
No Filter
Mamamia Podcasts
Shameless
Shameless Media
Life Uncut
Brittany Hockley and Laura Byrne

You Might Also Like

Í ljósi sögunnar
RÚV
Eftirmál
Tal
Steve Dagskrá
Steve Dagskrá
Beint í bílinn
Sveppalingur1977
Þjóðmál
Þjóðmál
Ólafssynir í Undralandi
Útvarp 101