22 Folgen

Leðurblökur eru skuggaleg og skringileg dýr sem hafast við í dimmum hellum og skúmaskotum. Þær eru sjaldséðar hér á landi en slæðast þó hingað af og til. Í Leðurblökunni er fjallað um ýmsar ráðgátur og sakamál, og önnur dularfull og sérkennileg mál úr sögunni. Þættirnir voru áður á dagskrá Rásar 1 árið 2014. Umsjónarmaður: Vera Illugadóttir

Leðurblakan RÚV

  • Bildung

Leðurblökur eru skuggaleg og skringileg dýr sem hafast við í dimmum hellum og skúmaskotum. Þær eru sjaldséðar hér á landi en slæðast þó hingað af og til. Í Leðurblökunni er fjallað um ýmsar ráðgátur og sakamál, og önnur dularfull og sérkennileg mál úr sögunni. Þættirnir voru áður á dagskrá Rásar 1 árið 2014. Umsjónarmaður: Vera Illugadóttir

  22. Blýgrímurnar

  22. Blýgrímurnar

  Í ágúst árið 1966 fundust lík tveggja rafmagnsverkfræðinga í rjóðri efst á hæð nokkurri í grennd við Ríó de Janeiro í Brasilíu. Mennirnir voru báðir klæddir í snyrtileg jakkaföt og regnkápur utan yfir, með undarlegur grímur úr blýi fyrir andlitunun. Engin leið var að segja til um hvers vegna mennirnir hefðu látið lífið - á þeim voru engir áverkar og engin merki um eitrun af neinu tagi, en í jakkavasa annars þeirra fannst miði með dularfullum fyrirmælum.

  21. Axarmorðin í Villisca

  21. Axarmorðin í Villisca

  Leðurblakan fjallar um dularfullt morðmál í smábæ í Iowa í Bandaríkjunum árið 1912. Sumarnótt eina braust einhver inn á heimili Moore-fjölskyldunnar í bænum Villisca, og myrti allt heimilisfólkið með exi á hrottalegan hátt. Í gegnum tíðina hafa margir verið grunaðir um glæpinn, allt frá keppinautum fjölskylduföðursins í viðskiptum til grunsamlegra farandpredikara. En nýjustu rannsóknir benda til þess að sannleikurinn í málinu gæti verið langtum verri.

  20. Réttlátu dómararnir

  20. Réttlátu dómararnir

  Leðurblakan fjallar um einn alræmdasta óleysta glæp í sögu Belgíu, og jafnframt í listasögunni. Árið 1934 var einni plötu úr altaristöflu Jan Van Eycks í dómkirkjunni í Gent í Belgíu stolið - en altaristaflan er álitin eitt af helstu meistaraverkum evrópskrar málaralistar. Þrátt fyrir að belgíska lögreglan hafi rannsakað þjófnaðinn óslitið í átta áratugi hefur stolna platan aldrei fundist og alls ekki öll kurl komin til grafar.

  19. Börnin sem fuðruðu upp

  19. Börnin sem fuðruðu upp

  Á aðfaranótt jóladags 1945 brann hús fjölskyldu nokkurrar í smábæ í Vestur-Virginíu til grunna. Sodder-hjónin og þrjú börn sluppu út við illan leik, en hin börnin þeirra fimm hurfu inn í eldhafið. Eftirlifandi fjölskyldumeðlimir urðu þó fljótt handviss um að börnin hefðu ekki farist í brunanum - enda fundust líkamsleifar þeirra aldrei í brunarústunum. Þá bentu ýmsir dularfullir atburðir sem fjölskyldan varð vitni að, fyrir og eftir brunann, til þess að kveikt hefði verið í, og börnunum rænt.

  18. Vitaverðirnir á Flannan eyjum

  18. Vitaverðirnir á Flannan eyjum

  Flannan-eyjur eru örlítill eyjaklasi sem tilheyrir Ytri-Suðureyjum í Skotlandi - varla meira en sker og hólmar sem rísa upp úr Norður-Atlantshafi. Þar eru engir mannabústaðir og engin mannvirki að finna fyrir utan það að á einni eyjunni, þeirri stærstu, stendur viti. Í þessum vita gerðist dularfullur atburður í desembermánuði árið 1900. Í miklu illviðri slökknaði á vitanum og þrír vitaverðir hurfu sportlaust. Hrifsaði sjórinn mennina til sín - eða gerðist eitthvað ennþá verra á þessum afskekkta stað?

  17. Týnda borgin í Amazon

  17. Týnda borgin í Amazon

  Árið 1925 lagði breski landkönnuðurinn Percy Fawcett af stað inn í Amazon-regnskóginn í Brasilíu í leit að rústum höfuðborgar horfinnar siðmenningar, sem hann kallaði týndu borgina Zetu. Þessarar borgar er einungis getið í einu gulnuðu handriti frá átjándu öld, en Fawcett var handviss um að hana væri að finna einhverstaðar djúpt inni í regnskógarþykkninu - og varð heltekinn af þeirri tilhugsun um að sjá borgina með eigin augum.

Top‑Podcasts in Bildung

Deutschlandfunk Nova
Biyon Kattilathu
Deutschlandfunk Nova
Beautiful Light Studios
Greator – GEDANKENtanken
Cari, Manuel und das Team von Easy German

Das gefällt dir vielleicht auch

mordskurinn
Unnur Borgþórsdóttir
Inga Kristjáns
Snorri Björns
Beggi Ólafs
Helgi Jean Claessen