164 Folgen

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Lestin RÚV

    • Gesellschaft und Kultur
    • 5,0 • 1 Bewertung

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

    Dansdagar, rjómi íslenskra heimildamynda, Eva808

    Dansdagar, rjómi íslenskra heimildamynda, Eva808

    Kolbeinn Rastrick fór á heimildamyndina Horfinn heimur í Bíó Paradís í leikstjórn Ólafs Sveinssonar og á heimildamyndahátíðina Skjaldborg á Patreksfirði. Við fáum pistil frá honum um rjóma íslenskrar heimildamyndagerðar.

    Við lítum við á Hjarðarhaga, á Dansverkstæðið og ræðum við Tinnu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Dansverkstæðisins. Við heyrum um dansdaga sem standa nú yfir og dansmaraþonið sem verður haldið í Borgarleikhúsinu í kvöld.

    Tónlistarmaðurinn Eva808 hefur getið sér gott orð í heimi teknósins. Hún er íslensk en hefur undanfarin ár verið búsett í Svíþjóð. Á dögunum sendi hún frá sér sína aðra breiðskífu, Öðruvísi, sem er stórt og persónulegt verk. Við ræðum við hana um djúpa bassa og úrvinnslu tilfinninga í gegnum tónlist.

    • 55 Min.
    Lokaþættir sjónvarpsþátta og Skjaldborg

    Lokaþættir sjónvarpsþátta og Skjaldborg

    Kolbeinn Rastrick flytur seinni pistil sinn um heimildamyndahátíðina Skjaldborg sem fór fram um hvítasunnuhelgina. Ragnar Kjartansson í Moskvu, eina barnið í Grímsey, ónotaður fótboltavöllur á Hellisandi, eru meðal viðfangsefna myndanna sem voru sýndar á hátíðinni.

    Við í Lestinni höfum verið í fráhvörfum eftir að sjónvarpsþættirnir Succession og Afturelding luku göngu sinni um hvítasunnuhelgina. Í Aftureldingu voru helstu endar hnýttir en samt ekki nógu fast til að loka fyrir möguleikann á framhaldi. Og Succession hefur fengið nánast einróma lof fyrir vel unninn lokaþátt þar sem áhorfendur fengu einhverskonar úrlausn. Í kjölfarið höfum við verið að velta fyrir okkur eftirminnilegum lokaþáttum og hvernig er best að ljúka sjónvarpsþáttaröðum. Davíð Már Stefánsson handritshöfundur og Elsa María Jakobsdóttir leikstjóri spjalla um það hvernig maður endar sjónvarpsseríu.

    • 55 Min.
    Fótstallur Ingólfs Arnarsonar, Cocina Rodriguez, Óskarslöðrungur

    Fótstallur Ingólfs Arnarsonar, Cocina Rodriguez, Óskarslöðrungur

    Pálmi Freyr Hauksson veltir fyrir sér Óskarslöðrunginum fræga frá því í fyrra, þegar Will Smith rauk upp á svið og sló grínistann Chris Rock og áhorfendur vissu ekki hvort um væri að ræða þaulæft atriði eða raunverulega árás. Pálmi setur atvikið í samhengi við æsku, bakgrunn og feril þessa heimsfrægu manna. Atvik sem Chris Rock ræddi ekki opinberlega fyrr en hann flutti tíu mínútna langt reiði-rant um Will Smith í uppistandi, ári seinna.

    Heiða Vigdís Sigfúsdóttir stendur við suðupottinn í dag, hún mældi sér mót við Evelyn Rodriguez sem rekur Cocina Rodriguez á annarri hæð í Gerðubergi. Í Suðupottinum kynnir Heiða sér veitingastaði á Íslandi sem eru reknir af fólki úr öðrum heimshornum, þar sem Íslendingar geta fengið að kynnast matarmenningu annara þjóða. Í dag er það matur frá Dóminíska lýðveldinu sem verður smakkaður.

    Við hægjum á okkur og förum aftur til ársins 1957, þegar það sem heyrðist í útvarpinu var í aðeins hægari takti. Þátturinn Um helgina var á dagskrá þann 7. apríl, 1957, í umsjón þeirra Björns Th. Björnssonar og Gests Þorgrímssonar. Gestur hafði með sér segulbandstæki og kíkti á tvo sögufræga staði í Reykjavík. Fyrst fór hann inn í fótstall styttunnar af Ingólfi Arnarssyni og því næst í þvottalaugarnar í Laugardal.

    • 55 Min.
    Hlekkjaður við hvalabyssu

    Hlekkjaður við hvalabyssu

    Lestin í dag er tileinkuð hvölum. Við ætlum að kynna okkur hvalveiðar og hvalveiðimótmæli hér á Íslandi, í nútíð og fortíð. Við rifjum upp beinar aðgerðir og skemmdarverk, heyrum um miðilsfundi sem ólu af sér hvalafriðunarsinna og uppruna Hvals Hf. Meðal þeirra sem koma við sögu eru útvarpsstjóri, Benedikt Erlingsson, Rán Flygenring, Kristján Loftsson, Kristín Ingvarsdóttir, áhöfnin á Hval 7 og forseti Ungra umhverfissinna.

    • 55 Min.
    Stefnuyfirlýsing húsvarðar, klúður á Coachella, Apple skíðagleraugu

    Stefnuyfirlýsing húsvarðar, klúður á Coachella, Apple skíðagleraugu

    Gunnar Gunnsteinsson tónlistarmaður gaf út plötuna A Janitor?s Manifesto á dögunum. Þetta er önnur plata Gunnars og hún sprettur upp úr tímabil í lífi hans þegar hann starfaði sem húsvörður í Amsterdam. Platan átti átti upprunalega að vera poppplata um skúringar en þróaðist yfir í eitthvað annað - við ræðum við hann um þessa skemmtilegu plötu sem er full af húmor og vettvangsupptökum sem hann gerði í húsvarðarstarfinu.

    Og við heyrum um nýjustu vöruna frá Apple, Vision Pro, sýndarveruleika-gleraugunum, 500 þúsund króna skíðagleraugu sem tæknirisinn veðjar á verði næsta stóra byltingin í því hvernig við notum tæknin.

    En við byrjum á tónlistarhátíð í Bandaríkjunum, við byrjum á Coachella. Þar sem Gunnar Jónsson fann sönnunargögn um það að klúbbamenningin sé æðri poppstjörnumenningunni.

    • 55 Min.
    Umhverfis-terroristi deyr, bíólaust Háskólabíó, kínverskt mæðraveldi

    Umhverfis-terroristi deyr, bíólaust Háskólabíó, kínverskt mæðraveldi

    Við skellum okkur í ferðalag í suðurhluta Kína, til Yunnan héraðsins. Innan um dropasteina sem minna helst á steinaskóg býr Mousou ættbálkurinn þar sem konur hafa sögulega haft valdið ólíkt karllæga Kína nútímans.Ömmur sitja við hásætið, hjónaband þekkist ekki og eldri karlar sjá um ungabörnin. Forlátt teppi og Yunnan te rataði heim til Íslands með Thelmu Hrönn Sigurdórsdóttur sem segir okkur betur frá Steinaskóginum í Kína.

    Í síðustu viku bárust þær fréttir að kvikmyndasýningum yrði hætt í Háskólabíói í lok mánaðarin, en kvikmyndahús hefur verið starfrækt í húsinu frá opnun þess árið 1961. Við rifjum upp brot úr sögu háskólabíós.

    Og við heyrum um hryðjuverkamanninn Unabomber, Ted Kazynsky sem lést á dögunum. Hann var and-tæknisinni sem myrti þrjár manneskjur í baráttu sinni gegn iðnsamfélaginu, en í 17 ár var hann eftirsóttur af bandarísku alríkislögreglunni. Við ræðum við Pontus Järvstad, sagnfræðing, um Unabomber.

    • 55 Min.

Kundenrezensionen

5,0 von 5
1 Bewertung

1 Bewertung

Top‑Podcasts in Gesellschaft und Kultur

Rammstein – Row Zero
NDR, SZ
Milli Vanilli: Ein Pop-Skandal
Wondery
Hotel Matze
Matze Hielscher & Mit Vergnügen
Seelenfänger
Bayerischer Rundfunk
Hoss & Hopf
Kiarash Hossainpour & Philip Hopf
Alles gesagt?
ZEIT ONLINE

Das gefällt dir vielleicht auch

Í ljósi sögunnar
RÚV
Þjóðmál
Þjóðmál
Helgaspjallið
Helgi Ómars
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Beint í bílinn
Sveppalingur1977
Ólafssynir í Undralandi
Útvarp 101