164 Folgen

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

Lestin RÚV

    • Gesellschaft und Kultur
    • 5,0 • 1 Bewertung

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson.

    Nasískur lærifaðir, Beyoncé-verðbólgan, Bodies Bodies Bodies

    Nasískur lærifaðir, Beyoncé-verðbólgan, Bodies Bodies Bodies

    Þessa dagana stendur yfir sýning í Ásmundarsafni þar sem stefnt er saman verkum Ásmundar Sveinssonar, myndhöggvara, og kennara hans, Svíans Carls Milles. Það sem kemur ekki fram í sýningartextanum er að Milles þessi var aðdáandi Adolfs Hitlers. Við pælum í því hvernig við eigum að nálgast verk gamalla listamanna sem höfðu nasískar tilhneigingar, og pælum hvort Milles hafi miðlað viðhorfum sínum til nemans, Ásmundar Sveinssonar, en einmitt núna stendur yfir dómsmál sem tengist verki hans, Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku, en afsteypu verksins var stolið í fyrra og hún notuð í nýtt listaverk sem átti að draga fram innbyggða kynþáttahyggjuna í verkinu.

    Kolbeinn Rastrick fór að sjá nýjustu mynd úr smiðju framleiðslufyrirtækisins A24, sprennumyndina Bodies Bodies Bodies, í leikstjórn Halina Reijn. Vinahópur ríkra ungmenna kemur sér fyrir í stórri, afskekktri glæsivillu, á meðan þau fara í partíleik gengur fellibylur yfir.

    Og við pælum í áhrifum Beyonce tónleika á verðbólgutölur í Svíþjóð.

    • 55 Min.
    Lestin Mathöll

    Lestin Mathöll

    Þessa dagana erum við í Lestinni að vinna að nýrri seríu sem fer í loftið í næstu viku. Við viljum ekki segja of mikið um innihald seríunnar, bara að við erum að vinna hörðum höndum og hlökkum til að kynna hlustendur fyrir útkomunni. Þessa vikunna ætlum við því að fá að endurflytja nokkra af okkar uppáhalds Lestarþáttum, og einbeita okkur alfarið að seríunni. Í dag eru mathallir til umfjöllunar, þáttur frá því í nóvember, þegar að nýjasta mathöllin í Reykjavík opnaði, Pósthús mathöll.

    • 55 Min.
    Strákasveitin orðin að minjagrip

    Strákasveitin orðin að minjagrip

    Þessa dagana erum við í Lestinni að vinna að nýrri seríu sem fer í loftið í næstu viku. Við viljum ekki segja of mikið um innihald seríunnar, bara að við erum að vinna hörðum höndum og hlökkum til að kynna hlustendur fyrir útkomunni. Þessa vikuna ætlum við því að fá að endurflytja nokkra af okkar uppáhalds Lestarþáttum, og einbeita okkur alfarið að seríunni. Í dag rifjum við upp þátt sem fjallaði alfarið um strákasveitir, af tilefni komu Backstreet Boys til Íslands fyrr í vor.

    • 55 Min.
    I Love Dick + sumarmelankólía

    I Love Dick + sumarmelankólía

    Þessa dagana er Lestin í nokkra daga hléi til að undirbúa seríu sem kemur út í næstu viku. Meðan á þessum undirbúningi stendur höfum við verið að endurflytja nokkra af okkar bestu þáttum. Í dag er það viðtal við nýsjálenska rithöfundinn Chris Kraus um bók hennar I Love Dick, og vangaveltur um sumarmelankólíu.

    • 55 Min.
    Besti sjónvarpsþáttur allra tíma

    Besti sjónvarpsþáttur allra tíma

    Við í Lestinni erum þessa dagana að vinna að því að klára seríu sem kemur út í næstu viku. Við höfum því verið að endurflytja nokkra af okkar uppáhalds þáttum hér í Lestinni á meðan. Í dag er þátturinn okkar frá því í júní í fyrra sem fjallaði allur um bestu sjónvarpsþætti allra tíma, The Wire.

    • 55 Min.
    Gervigreindar-Lestin #1-2: Hvernig gerum við okkur óþörf?

    Gervigreindar-Lestin #1-2: Hvernig gerum við okkur óþörf?

    Kristján og Lóa fengu hugmynd: Að framleiða fyrsta íslenska útvarpsþáttinn sem er alfarið búinn til af gervigreind. Það reynist flóknara mál en þau óraði fyrir, bæði hvað framkvæmdina varðar og siðferðislega svo nú eru þau í vandræðum. Getur þátturinn í alvöru orðið að veruleika? Hvað þýðir það að tölva geti talað með röddinni þeirra? Mun tæknin gera þau atvinnulaus? Í þessum fyrsta þætti reyna þau að komast að því hvar þau eiga að byrja. Hver eru fyrstu skrefin? Hvernig gera þau sig óþörf? Þau rekast á hindranir og þurfa að meta stöðuna alveg upp á nýtt.

    • 55 Min.

Kundenrezensionen

5,0 von 5
1 Bewertung

1 Bewertung

Top‑Podcasts in Gesellschaft und Kultur

Hotel Matze
Matze Hielscher & Mit Vergnügen
Seelenfänger
Bayerischer Rundfunk
TBD mit Luisa Neubauer
Luisa Neubauer & Studio Bummens
Rammstein – Row Zero
NDR, SZ
Hoss & Hopf
Kiarash Hossainpour & Philip Hopf
Otze – Stasi, Punk & Mord
Podimo

Das gefällt dir vielleicht auch

Í ljósi sögunnar
RÚV
Helgaspjallið
Helgi Ómars
Spursmál
Ritstjórn Morgunblaðsins
Þarf alltaf að vera grín?
Þarf alltaf að vera grín?
Ólafssynir í Undralandi
Útvarp 101
Þjóðmál
Þjóðmál