14 episodes

Þáttur fyrir fólk með árangursmiðað hugarfar og áhuga á viðskiptum.

Alfa hlaðvarp Alfa Framtak ehf.

    • Business

Þáttur fyrir fólk með árangursmiðað hugarfar og áhuga á viðskiptum.

    Dan Sullivan - Maðurinn sem mun lifa að eilífu

    Dan Sullivan - Maðurinn sem mun lifa að eilífu

    Við ákváðum að brjóta upp okkar tímabundnu pásu og taka upp þennan þátt. Þátturinn er með öðru sniði en vanalega þar sem viðmælandinn Dan Sullivan er ekki af íslensku bergi brotinn. Dan byggði upp fyrirtækið Strategic Coach ásamt eiginkonu sinni Barböru. Þau mynda frábært teymi þar sem hann hefur verið hugmyndasmiðurinn og hún hefur byggt reksturinn upp á þeim hugmyndum. Strategic Coach hjálpar fólki sem stundar viðskipti að ná betri árangri. Fyrirtækið hefur unnið með yfir 20 þúsun...

    • 57 min
    Guðbjörg Edda Eggertsdóttir - Einstök saga Actavis

    Guðbjörg Edda Eggertsdóttir - Einstök saga Actavis

    Viðmælandi þessa þáttar, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir (eða Edda eins og hún er kölluð), hefur átt langan og farsælan feril sem einn af lykilstjórnendum í Actavis og forverum þess fyrirtækis, Pharmaco og Delta. Í viðtalinu lýsir Edda hvernig lyfjaframleiðsla varð til sem atvinnugrein á Íslandi og þróaðist í að verða einn af burðarstólpum atvinnulífsins. Fyrirtækin Pharmaco og Delta voru leiðandi í þeirri uppbyggingu en þau fyrirtæki byrjuðu sem eitt, slitu svo samvistum en tóku aftur saman...

    • 1 hr 8 min
    Jón Björnsson - Sigurvegarinn í smásölunni

    Jón Björnsson - Sigurvegarinn í smásölunni

    Gestur þessa þáttar, Jón Björnsson, hefur verið í leiðandi hlutverki við umbreytingu á tveimur stærstu smásölufyrirtækjum landsins, Högum og Festi. Á milli þessara krefjandi verkefna þá tók Jón að sér að snúa við rekstri á krúnudjásni danskrar verslunar Magasin du Nord. Jón hóf vinnu hjá dótturfyrirtækjum Haga árið 1996 og vann sig svo upp í fyrirtækinu og varð framkvæmdastjóri þess árið 2002. Hann lýsir þeim dýnamíska kúltúr sem varð til í fyrirtækinu sem hefur alið af sér margt besta ...

    • 1 hr 42 min
    Guðrún Hafsteinsdóttir - Kjörísdrottningin frá Hveragerði

    Guðrún Hafsteinsdóttir - Kjörísdrottningin frá Hveragerði

    Viðmælandi þessa þáttar er Guðrún Hafsteinsdóttir. Guðrún tók við sem forstjóri Kjörís aðeins 23 ára að aldri eftir að faðir hennar Hafsteinn Kristinsson, sem hafði stofnað og stýrt fyrirtækinu, varð bráðkvaddur aðeins 59 ára að aldri. Guðrún þurfti að leggja allar fyrirætlanir um háskólanám til hliðar og takast á við þetta krefjandi verkefni. Guðrún ásamt systkinum sínum og móður ákváðu strax eftir fráfall Hafsteins að reka fyrirtækið í minningu hans. Kjörís hefur verið rekið í 50 ár se...

    • 1 hr 18 min
    Hjálmar Gíslason - Játningar raðfrumkvöðuls

    Hjálmar Gíslason - Játningar raðfrumkvöðuls

    Gestur þessa þáttar er Hjálmar Gíslason. Hann hefur stofnað fimm fyrirtæki á Íslandi. Fyrstu tvö þeirra Lon&Don og Maskína runnu saman við önnur fyrirtæki. Það þriðja Spurl.net var keypt af Já hf. sem var dótturfyrirtæki Símans hf. á þeim tíma. Það fjórða Datamarket var svo selt til erlenda fyrirtækisins Qlik á 1,6 milljarð króna. Sú sala var valin viðskipti ársins af Fréttblaðinu árið 2014. Í viðtalinu fer Hjálmar yfir alla þessa sögu og deilir því helsta sem hann hefur lært á leiðinni.&...

    • 1 hr 26 min
    Jón Sigurðsson - Sveitastrákurinn með stóru draumana

    Jón Sigurðsson - Sveitastrákurinn með stóru draumana

    Gestur þáttarins er Jón Sigurðsson forstjóri Össurar hf. Jón er að eigin sögn slugsi frá Selfossi og móðir hans óttaðist að hann myndi aldrei áorka neinu. Jón féll bæði á gagnfræðiprófi sínu sem og inntökuprófi í rafvirkjanám. Eftir frekar stefnulausa siglingu í gegnum lífið þá kviknaði á metnaðinum hjá Jóni. Hann fór aldrei í menntaskóla en tókst með sínum leiðum að ná sér í tvær háskólagráður, í Danmörku og Bandaríkjunum. Jón varð síðan viðskiptafulltrúi Íslands í New York þar sem hann...

    • 1 hr 13 min

Top Podcasts In Business

Adfærd
Morten Münster
Millionærklubben
Euroinvestor
Børsen investor
Børsen
Aktieuniverset
Mathias Boe & Mads Christiansen
OVERSKUD
Radio4
Tine og cheferne
Djøf