27 episodes

Umsjón: Ýmsir.

Sunnudagssögur RÚV

    • Music

Umsjón: Ýmsir.

    Pétur Már Halldórsson

    Pétur Már Halldórsson

    Gestur Hrafnhildar er Pétur Már Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Nox Medical og núverandi stjórnarmaður í Nox Health. Hann segir frá uppvextinum, hinum ýmsu störfum sem hann hefur fengist við í gegnum tíðina, fjölskyldunni og áhugamálunum. Hann segir sögu Nox Medical sem framleiðir lækningatæki sem notuð eru af heilbrigðisstarfsfólki um allan heim til greiningar á svefni og svefnvandamálum. Hann segir frá áföllum sem hann lenti í árið 2020 og hvernig hann vann sig út úr því og hvernig hann lítur lífið öðrum augum.

    • 1 hr 15 min
    Hrefna Sigfinnsdóttir

    Hrefna Sigfinnsdóttir

    Gestur Hrafnhildar er Hrefna Sigfinnsdóttir framkvæmdastjóri CreditInfo. Hrefna segir frá uppvextinum á sveitabæ á suðurlandi, árunum í MH, síðar HÍ og því hvernig hún endaði á því að starfa í fjármálageiranum. Hún segir frá fjölskyldu, áhugamálum, og því hvernig hún brennur fyrir starfinu sem snýr mjög mikið að sjálfbærniverkefnum. Hún segir frá slysi sem hún varð fyrir í skíðaferð og því hvernig slíkt áfall hefur áhrif á lífð og því hvernig maður lærir að meta það á öðruvísi hátt.

    • 47 min
    Lilja Björk Einarsdóttir

    Lilja Björk Einarsdóttir

    Gestur Hrafnhildar er Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans. Hún sagði frá uppvextinum í Breiðholti, námsárunum í versló, síðar Hí og svo í Bandaríkjunum. Hún sagði frá starfi sínu á gróðrastöð ömmu sinnar og afa, valkvíðanum þegar kom að því að velja háskólanám, kærastanum og síðar eiginmanninum, fjölskyldunni og áhugamálunum. Hún sagði frá dvölinni í USA þar sem hún stundaði framhaldsnám í háskóla, flutningi til Bretlands og starfinu hjá Landsbankanum þar sem hún hefur starfað í fjölmörg ár og er nú bankastjóri.

    • 1 hr 15 min
    Thelma Kristín Kvaran

    Thelma Kristín Kvaran

    Gestur Hrafnhildar er Thelma Kristín Kvaran sérfræðingur í ráðningum og einn af eigendum Intellecta. Thelma segir frá uppvaxtarárunum í Garðabæ hvar hún lék sér mest með strákum í strákaleikjum. Hún sagði frá sárum foreldramissi, fyrirtæki foreldranna sem hún og systur hennar sátu með í fanginu eftir fráfall þeirra. Hún segir einnig frá fjölskyldunni, áhugamálunum og starfinu.

    • 1 hr 15 min
    Berglind Rán Ólafsdóttir

    Berglind Rán Ólafsdóttir

    Gestur Hrafnhildar er Berglind Rán Ólafsdóttir forstýra ORF líftækni. Berglind segir sögur af uppvexti í Kópavoginum, menntaskólaárunum í MS en hún ákvað að feta á nýjar slóðir þegar hún valdi menntaskóla. Hún sagði frá háskólaárunum, starfinu hjá íslenskri erfðagreiningu, meistaranámsárum á Spáni, starfi hjá orku náttúrunnar og núverandi starfi hjá ORF líftækni. Hún segir einnig sögur af fjölskyldu, áhugamálunum en Berglind ákvað að hefja nám í trommuleik fyrir nokkrum árum og stefnir á að sinna því áhugamáli betur ásamt ýmsu öðru meðfram vinnu og fjölskyldu.

    • 1 hr 15 min
    Hrönn Sveinsdóttir

    Hrönn Sveinsdóttir

    Hulda G. Geirsdóttir ræddi við Hrönn Sveinsdóttur framkvæmdastjóra hjá Bíó Paradís. Þær ræddu ævintýragirni, uppreisn og áskoranir á fjölbreyttri lífsins leið Hrannar sem fór frá því að vera uppreisnargjarn unglingur yfir í að verða blússuklæddur siðameistari í sendiráði. Hrönn sagði frá uppvextinum í Kópavogi og sveitadvöl frá unga aldri, ævintýrinu í kringum þátttöku hennar í Ungfrú Ísland.is og gerð myndarinnar Í skóm drekans, sem endaði í réttarsal. Þá ræddi hún námsárin í New York og fleiri viðkomustaði hennar í lífinu, en undanfarin ár hefur Hrönn leitt starfsemi Bíó Paradísar, tekist á við ótal áskoranir og lætur ekkert stoppa sig.

    • 1 hr 2 min

Top Podcasts In Music

PORTRÆTALBUM
Radio4
10-20-30
DR
P6 elsker
DR
Splittet til atomer
DR
Elsker The Beatles
Elsker The Beatles
TYNDSKID
Elkjær og Elsborg

You Might Also Like

Podcast með Sölva Tryggva
Sölvi Tryggvason
Í ljósi sögunnar
RÚV
Segðu mér
RÚV
Helgaspjallið
Helgi Ómars
70 Mínútur
Hugi Halldórsson
Þjóðmál
Þjóðmál