79 episodes

Helgaspjallið er podcast útgáfa af lið á Trendnet.is

Helgaspjalli‪ð‬ Helgi Ómars

  • Society & Culture
  • 4.6 • 26 Ratings

Helgaspjallið er podcast útgáfa af lið á Trendnet.is

  Þáttur 78 - Foreldrafræðsla.is um sjálfsuppbyggingu og sjálfsmildi innan foreldrahlutverksins -

  Þáttur 78 - Foreldrafræðsla.is um sjálfsuppbyggingu og sjálfsmildi innan foreldrahlutverksins -

  Þátturinn er í boði:
  Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
  Dominos - www.dominos.is -
  IceHerbs - www.iceherbs.is

  Þrjár magnaðar konur standa á bakvið Foreldrafræðsla.is sem er byggð á nýrri nálgun í fræðslu fyrir foreldra, komandi foreldra, ömmur og afa, starfsmenn. Það eru þær Elsa Borg Sveinsdóttir, Rakel Guðbjörnsdóttir og Helena Rut Sigurðardóttir og við fórum yfir mögulega alla póla foreldra hlutverksins. Hvað er mikilvægast? Er okkar eigin ótti að hafa áhrif á uppeldið? Eða okkar eigin trauma? Samskiptin við börnin, undirbúningur fyrir barneignir, hverjar eru "réttu" eða réttu aðferðirnar? Hversu mikilvægt er að hlúa að sjálfum sér sem foreldri? Spurningarnar eru endalausar og svörin ekki bara geggjuð, heldur falleg líka. Ég eeeelskaði að taka þennan þátt upp og vona svo innilega að einhver gæti nýtt sér hann til góðs. Hægt er að skoða Foreldrafræðsluna á Instagram undir @foreldrafraedsla - njótið vel!

  Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó Podcaststöðvarinnar.

  • 1 hr 36 min
  Þáttur 77 - Katrín Edda um heilsu, andlegt ofbeldi og bróðurmissi -

  Þáttur 77 - Katrín Edda um heilsu, andlegt ofbeldi og bróðurmissi -

  Þátturinn er í boði:
  Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
  Dominos - www.dominos.is -
  IceHerbs - www.iceherbs.is

  Verkfræðingurinn, samfélagsmiðladrollan og einlægnissnilldarbomban Katrín Edda er mætt til landsins að kynna glænýju dagbókina sína. En ég var svo heppinn að fá hana til mín í stúdíó-ið beint af flugvellinum frá Þýskalandi. En ég fékk að kynnast bakrunninum hennar og er hún alveg jafn mögnuð og ég hafði ímyndað mér og rúmlega það. Við fórum yfir æskuna sem var allskonar og rebelísk unglingsárin. Hún deilir einnig með okkur frá ofbeldissambandinu sem hún lenti í ásamt sorginni eftir að hún missti bróðir sinn nýlega. Katrín er að öllu leyti geggjuð, einlæg, heiðarleg og að sjálfssögðu gjörsamlega guðdómleg. Mjög þakklátur að hafa fengið að eiga þetta spjall með henni og vona að þið njótið vel -

  • 1 hr 50 min
  Þáttur 76 - Steinunn Þórðar um andlegt ofbeldi og tengingu sálræna áfalla og líkamans -

  Þáttur 76 - Steinunn Þórðar um andlegt ofbeldi og tengingu sálræna áfalla og líkamans -

  Þátturinn er í boði:
  Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
  Dominos - www.dominos.is -
  IceHerbs - www.iceherbs.is

  Jógaþjálfarinn og sminkan Steinunn Þórðar eða Namasteina er nýjasti gesturinn minn. Steinunn er einnig að klára sjúkraþjálfaran og á það hug hennar allan um þessar mundir. Steinunn lendi í grófu heimilisofbeldi sem hún deilir með okkur í þessum þætti. Við köstum milli upplifunum okkar um ofbeldi og opnum okkur uppá gátt. Við förum einnig yfir hvernig sálræn áföll hefur áhrif á líkamann okkar ásamt vangaveltur um kerfið ásamt svo margt annað. Virkilega mögnuð frásögn af hálfu Steinunnar og ótrúlega fræðandi. Hvet ykkur til að hlusta - njótið vel.

  Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Sírús stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

  • 1 hr 27 min
  Þáttur 75 - Katrín Amni um fjárhagslega núvitund (mindful money) og innihaldsríkt líf

  Þáttur 75 - Katrín Amni um fjárhagslega núvitund (mindful money) og innihaldsríkt líf

  Þátturinn er í boði:
  Finn Crisps
  Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
  Dominos - www.dominos.is -
  Fitness Sport - www.fitnesssport.is
  IceHerbs - www.iceherbs.is

  Katrín Amni er ein magnaðasta manneskja sem ég hef hitt. Þessi þáttur varð hálfpartinn til yfir matcha latte þar sem við sátum og töluðum saman þegar ég opnaði mig um að ég ætti við óhollt samband við peninga. Katrín droppaði einni bombu á eftir annarri og í kjölfarið varð ég að deila þessu með ykkur. Ég held að við áttum okkur ekki alveg á því hvaða samband við eigum við peninga og oft eru peningar ekkert sem er endilega rætt. Svo að tala við Katrínu var eins og ferskt loft og eiginlega bara smá masterclass. Katrín er eigandi og framkvæmdastjóri IceHerbs og er að öllu leyti yndisleg og heilsteypt manneskja og galaxía af visku. Ég elska þennan þátt og vona að þið gerið það líka - njótið vel!

  Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíói Podcaststöðvarinnar -

  • 1 hr 26 min
  Þáttur 74 - Sara Odds markþjálfi og shaman um hugrekki, heiðarleika og sjálfsþekkingu

  Þáttur 74 - Sara Odds markþjálfi og shaman um hugrekki, heiðarleika og sjálfsþekkingu

  Þátturinn er í boði:
  Finn Crisps
  Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
  Dominos - www.dominos.is -
  Fitness Sport - www.fitnesssport.is
  IceHerbs - www.iceherbs.is

  Sara Odds er markþjálfi, ráðgjafi og shaman og veit vel hvað hún syngur. Við förum yfir söguna hennar ásamt því að hún kynnir okkur fyrir hugrekki, heiðarleika og sjálfsþekkingu en hún segir að það sé eitt af megin atriðum þess að öðlast allt hið fallega í lífinu. Ég votta að þessi nálgun er brjálaðslega áhugaverð og var gjörsamlega geggjað að sitja á móti henni að hlusta á hana. Hún hefur okkur einnig skýrari sýn á hvað "fight or flight" þýðir í raun og veru og hvaðan það kemur og hvernig við getum brotið sirkúlinn. Mæli innilega með þessari mögnuðu konu og njótið vel!

  Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíói Podcaststöðvarinnar -

  • 1 hr 19 min
  Þáttur 73 - Ragga Nagli um streytu, meðvirkni og að setja mörk

  Þáttur 73 - Ragga Nagli um streytu, meðvirkni og að setja mörk

  Þátturinn er í boði:
  Finn Crisps
  Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
  Dominos - www.dominos.is -
  Fitness Sport - www.fitnesssport.is
  IceHerbs - www.iceherbs.is

  Heimsins besta Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli er loksins komin á klakann eftir alltof langa Covid pásu svo ég að sjálfssögðu dróg hana inn í stúdíó. Viðfangsefnið er einfalt, streyta, meðvirkni og að setja mörk. Svo hreinlega - must hlustun! Ragga er án efa en klárasta manneskja sem ég þekki svo njótið vel!

  Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó Podcaststöðvarinnar -

  • 1 hr 28 min

Customer Reviews

4.6 out of 5
26 Ratings

26 Ratings

mariajensen12345 ,

Fantastisk!!

Fråbærir thættir. En væri flott ef skriftlega resume af hverjum segir meira um efni thåttarins og ekkk bara nafn gestsins... en yndislegir thættir 💕

Top Podcasts In Society & Culture

You Might Also Like