116 episodes

Helgaspjallið er podcast útgáfa af lið á Trendnet.is

Helgaspjalli‪ð‬ Helgi Ómars

  • Society & Culture
  • 4.6 • 29 Ratings

Helgaspjallið er podcast útgáfa af lið á Trendnet.is

  Þáttur 115 - Alda Sigmunds um að alast upp með narsissistískri móður

  Þáttur 115 - Alda Sigmunds um að alast upp með narsissistískri móður

  Þátturinn er í boði:
  Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
  Sleepy - www.sleepy.is -
  IceHerbs - www.iceherbs.is
  Dr. Teals - Lyf & Heilsa, Hagkaup, Lyfja, Fjarðarkaup og fl

  Þegar ég var í Tælandi las ég bókina endurminningabókina Daughter eftir Öldu Sigmundsdóttur og ég gat ekki látið hana frá mér. Bókin er skrifuð af svo einskærri snilld, berskjöldun og krafti og það lýsir einnig persónunni sem Alda hefur að geyma þegar hún settist niður í stólinn á móti mér. Ég var dáleiddur að hlusta á hana tala um reynslu sína og visku um hvað það er að alast upp með narsissistískri móður og andlegu ofbeldi sem með því fylgdi. Alda hjálpar okkur að skilja þennan flókna og eyðinleggjandi persónuleika og við berum saman reynslu okkar í gegnum þáttinn. Þátturinn er í lengri kantinum, en ég hefði getað haldið áfram að tala við hana langt fram á kvöld. Ég er þakklátur og auðmjúkur að hafa fengið hana til mín og vona að þið njótið þáttarins.

  Þátturinn var tekinn upp í Nóa Sírís Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

  Alda Sigmundsdóttir skrifaði endurminningabókina Daughter sem fjallar um baráttu hennar við að losna úr viðjum narsissísks ofbeldis sem hún bjó við í æsku.

  • 1 hr 43 min
  Þáttur 115 - Björgvin Páll um tilfinningar og uppskeru frá sársauka

  Þáttur 115 - Björgvin Páll um tilfinningar og uppskeru frá sársauka

  Þátturinn er í boði:
  Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
  Sleepy - www.sleepy.is -
  IceHerbs - www.iceherbs.is
  Dr. Teals - Lyf & Heilsa, Hagkaup, Lyfja, Fjarðarkaup og fl

  Handboltamaðurinn og rithöfundurinn Björgvin Páll kom í settið og var mikill heiður að fá að hlusta á hann. Við skrif bókarinnar ' Án filters ' þurfti Björgvin að skoða gömul trauma frá æsku og hvernig þau höfðu áhrif á hann á fullorðnisárum sem hann deilir með okkur ásamt því hvernig sá andlegi sársauki bæði manifestaðist ásamt hvernig uppskeran var og hvernig hægt er að nýtt hann sér til krafts og góðs. Björgvin hefur einnig gefið úr bókina 'Barn verður forseti' sem hann skrifaði á mettíma, en hugmyndin af bókinni var einfaldlega, bókin sem hann hefði þurft þegar hann var yngri. Við ræðum svo margt annað og ástríða Björgvins er ekkert eðlilega aðdáunarverð, og vona ég að þessi þáttur geti verið öðrum til góðs.

  Njótið vel -

  Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

  • 1 hr 23 min
  114 - Jensína Edda skólastýra - "Lífið streymir til okkar og við þurfum að læra að bregðast við"

  114 - Jensína Edda skólastýra - "Lífið streymir til okkar og við þurfum að læra að bregðast við"

  Þátturinn er í boði:
  Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
  Sleepy - www.sleepy.is -
  IceHerbs - www.iceherbs.is
  Dr. Teals - Lyf & Heilsa, Hagkaup, Lyfja, Fjarðarkaup og fl

  Þeir sem þekkja þessa drottningu, þeir vita afhverju hún er sest í sætið hér á Helgaspjallinu. Jensína Edda Hermannsdóttir er ein magnaðasta manneskja sem ég þekki og það var mér mín mesta ánægja og heiður að fá að sitja á móti henni og hlusta á hana. Hún er skólastýra á Laufásborg og hefur unnið með Hjallastefnunni síðan hún hóf starf sitt. Það er varla hægt að telja niður allar sleggjurnar sem Jensína talar um en ég skal reyna. Við ræðum um hvernig við nálgumst börn í uppeldi, okkar eigin berskjöldun og styrkurinn í henni, taka eignarhald á sjálfum sér, bera ábyrgð á sjálfum sér, að lána ekki það sem við eigum ekki og ég gæti haldið endalaust áfram. Fyrir foreldra og ekki foreldra, njótið vel. Jensína er gjörsamlega stórkostleg.

  Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar.

  • 1 hr 25 min
  Þáttur 113 - Beggi Ólafs um sambandsslitin og fjölmiðlafárið

  Þáttur 113 - Beggi Ólafs um sambandsslitin og fjölmiðlafárið

  Þátturinn er í boði:
  Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
  Sleepy - www.sleepy.is -
  IceHerbs - www.iceherbs.is
  Dr. Teals - Lyf & Heilsa, Hagkaup, Lyfja, Fjarðarkaup og fl

  Beggi Ólafs er kominn í þriðja sinn í Helgaspjallið. Beggi gaf á dögunum út bókina Tíu skilaboð - Að skapa öryggi úr óvissu og kom heim til Íslands frá Los Angeles þar sem hann stundar doktorsnám, til að kynna bókina og ég náði honum í stúdíó-ið. Við ræðum að sjálfssögðu hvernig bókin varð til en förum einnig í eitt stærsta verkefni sem Beggi hefur tekið að sér, sem voru krefjandi sambandsslit. Við rýnum aðeins í ferlið og Beggi opnar sig mjög einlægt og fallega. Við ræðum einnig fjölmiðlafárið sem Beggi fann sig í og hvernig það fékk á hann og svaraði einnig spurningum í kringum það. Við förum um víðan völl og alltaf jafn mikil ánægja að tala við þennan einstaka mann.

  Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

  • 1 hr 39 min
  Þáttur 112 - Sylvia Briem um hormóna og að lifa samkvæmt okkar þörfum okkar

  Þáttur 112 - Sylvia Briem um hormóna og að lifa samkvæmt okkar þörfum okkar

  Þátturinn er í boði:
  Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
  Sleepy - www.sleepy.is -
  IceHerbs - www.iceherbs.is
  Dr. Teals - Lyf & Heilsa, Hagkaup, Lyfja, Fjarðarkaup og fl

  Sylvía Briem mætti í comeback þátt og ég gæti haft hana í þætti í hverjum mánuði, enda er hún eitt magnað afl af kærleika, þrautseigju og metnaði. Hún setti nýlega á markað merkið El Taco Truck sem hefur verið á margra manna vörum og seldist nánast upp á einu augabragði. Við förum aðeins yfir frumkvöðlavinnu hennar og bakrunn. Við förum einnig yfir hvernig við lærum að lifa samkvæmt okkar eigin þörfum, sjálfsmildi og hormóna ásamt svo mörgu öðru. Njótið vel!

  Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

  • 1 hr 1 min
  Þáttur 111 - Eva Dögg Rúnars um frestun, sambönd og skrefin að núvitund

  Þáttur 111 - Eva Dögg Rúnars um frestun, sambönd og skrefin að núvitund

  Þátturinn er í boði:
  Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
  Sleepy - www.sleepy.is -
  IceHerbs - www.iceherbs.is
  Dr. Teals - Lyf & Heilsa, Hagkaup, Lyfja, Fjarðarkaup og fl

  Jógadrottningin, grasaguddan og olíujukkan Eva Dögg Rúnars snýr aftur, einu barni ríkari og reynslunni einnig. Við förum yfir frestunaráttuna sem við glímum svo mörg við og persónuleg svik okkar í eigin garð. Við förum einnig yfir fjögur skref Rvk Ritual í átt að núvitund og sjálfsrækt og nálgun á náin samskipti í samböndum.

  Þátturinn var tekinn upp í Nóa Siríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

  • 56 min

Customer Reviews

4.6 out of 5
29 Ratings

29 Ratings

mariajensen12345 ,

Fantastisk!!

Fråbærir thættir. En væri flott ef skriftlega resume af hverjum segir meira um efni thåttarins og ekkk bara nafn gestsins... en yndislegir thættir 💕

Top Podcasts In Society & Culture

DR
Serial Productions & The New York Times
DR
DR
DR
ALLY

You Might Also Like

Spjallið Podcast
Ásgrímur Geir Logason
normidpodcast
Ási
Beggi Ólafs
Snorri Björns