2. Samtalið: Andri Snær Magnason, Auður Magnúsdóttir, Sigurður Friðleyfsson og Eva Baldursdóttir

Hlaðvarp Samfylkingarinnar

Samtalið er hlaðvarps- og streymisþáttur þar sem grasrót Samfylkingarinnar fer yfir málefni líðandi stundar og fær til sín skemmtilega gesti úr íslensku þjóðfélagi. 

Ljóst er orðið að útbreiðsla kórónuveirunnar sem ber sjúkdóminn Covid-19 hefur þegar haft áhrif sem eru án fordæma á samfélög og efnahagslíf. En hvaða áhrif hafa aðgerðir haft á samfélagið? Hvað má læra af ástandinu í tengslum við loftslagsbreytingar? Má varða leiðina áfram að sjálfbæra Íslandi á þessu fordæmi sem hefur skapast þegar samfélög allra vestrænna ríkja hafa hægt verulega á hjólum efnahagslífsins - raunar til góða fyrir náttúruna og umhverfið? Slíkar vangaveltur verða ræddar á fundinum.

Eva Baldursdóttir formaður umhverfisnefndar sem tekur á móti þeim Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi, Auði Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar og Sigurði Friðleifssyni, framkvæmdastjóra Orkusetursins, til að fara stöðuna eins og hún kemur þeim fyrir sjónir.

----
Ályktun um aðgerðir við loftslagsvá, sem samþykkt var á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar, 19. október kveður á um að gert sé ráð fyrir að draga úr losun gróðurhúslofttegunda um 55% árið 2030, notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt árið 2030, sérstakt embætti loftslagsráðherra verði sett og 2,5% af vergri landsframleiðslu verði varið til loftslagsaðgerða.

To listen to explicit episodes, sign in.

Stay up to date with this show

Sign in or sign up to follow shows, save episodes and get the latest updates.

Select a country or region

Africa, Middle East, and India

Asia Pacific

Europe

Latin America and the Caribbean

The United States and Canada