45 min

Orð um ljóð og aftur ljóð og líka um smásögur Orð um bækur

    • Arte

Í þættinum er litið við í Mengi við Óðinsgötu þar sem þann 11. maí 2023 var haldið fyrsta ljóðakvöld Yrkja, nýja ljóðakollektífu í Reykjavík. Rætt var við tvær Yrkjur þær Jönu Björgu Þorvaldsdóttur og Steinunni Kristínu Guðnadóttur en aðrar yrkjur eru þær Ragnheiður Guðjónsdóttir, Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir og Ása Þorsteinsdóttir. Einnig mátti heyra þrjú af ljóðskáldunum sjö flytja ljóð. Þetta eru þau Sölvi Halldórsson sem flutti ljóðið „Heimalningar“; Katrín Lóa Hafsteinsdóttir flytur ljóðið „Græðgi“; Elís Þór Traustason flytur annað ljóð af tveimur úr „Samtalsþættir“ og nýtur þar aðstoðar Sölva Halldórssonar að lokum flutti Ása Þorsteinsdóttir ljóðið „Hjartað varð eftir“. Kynnir á ljóðakvöldi Yrkja var Steinunn Kristín Guðnadóttir.Þá var í þættinum rætt við Magnús Stefánsson útgefanda og formann Félags ljóðaunnenda á Austurlandi um starfsemi félagsins og nokkrar útgáfubækur þess. Lesin eru nokkur ljóð úr nýjustu útgáfubókinni Öræfanna andar svífa sem hefur að geyma ljóð systkinanna frá Heiðarseli, þeirra Einars Hjálmars Guðjónssonar og systranna Sólveigar Sigríðar, Arnheiðar og Hallveigar Friðriku Guðjónsdætra. Þá las Magnús ljóðið Munum við báðar fljúga úr samnefndri ljóðabók Stefaníu Gísladóttur. Að lokum flytur Kári Túliníus síðasta pistil sinn um bókmenntir í bókmenntaborg eins og þær blasa við honum ofan af Móskarðshnúkum.
Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir

Í þættinum er litið við í Mengi við Óðinsgötu þar sem þann 11. maí 2023 var haldið fyrsta ljóðakvöld Yrkja, nýja ljóðakollektífu í Reykjavík. Rætt var við tvær Yrkjur þær Jönu Björgu Þorvaldsdóttur og Steinunni Kristínu Guðnadóttur en aðrar yrkjur eru þær Ragnheiður Guðjónsdóttir, Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir og Ása Þorsteinsdóttir. Einnig mátti heyra þrjú af ljóðskáldunum sjö flytja ljóð. Þetta eru þau Sölvi Halldórsson sem flutti ljóðið „Heimalningar“; Katrín Lóa Hafsteinsdóttir flytur ljóðið „Græðgi“; Elís Þór Traustason flytur annað ljóð af tveimur úr „Samtalsþættir“ og nýtur þar aðstoðar Sölva Halldórssonar að lokum flutti Ása Þorsteinsdóttir ljóðið „Hjartað varð eftir“. Kynnir á ljóðakvöldi Yrkja var Steinunn Kristín Guðnadóttir.Þá var í þættinum rætt við Magnús Stefánsson útgefanda og formann Félags ljóðaunnenda á Austurlandi um starfsemi félagsins og nokkrar útgáfubækur þess. Lesin eru nokkur ljóð úr nýjustu útgáfubókinni Öræfanna andar svífa sem hefur að geyma ljóð systkinanna frá Heiðarseli, þeirra Einars Hjálmars Guðjónssonar og systranna Sólveigar Sigríðar, Arnheiðar og Hallveigar Friðriku Guðjónsdætra. Þá las Magnús ljóðið Munum við báðar fljúga úr samnefndri ljóðabók Stefaníu Gísladóttur. Að lokum flytur Kári Túliníus síðasta pistil sinn um bókmenntir í bókmenntaborg eins og þær blasa við honum ofan af Móskarðshnúkum.
Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir

45 min

Top podcasts de Arte

Un Libro Una Hora
SER Podcast
Hotel Jorge Juan
Vanity Fair Spain
Qué estás leyendo. El podcast de libros de EL PAÍS
El País Audio
Sororas
Podium Podcast / Thyssen
Está de Moda
Está de Moda
Mujeres Que Brillan, el podcast
ELLE.ES & PHILIPS LUMEA