74 épisodes

Spjall um allt og ekkert sem fylgir því að vera kona með ADHD

Brestur Birna Sif Kristínardóttir, Bryndís Ottesen

    • Éducation

Spjall um allt og ekkert sem fylgir því að vera kona með ADHD

    71. Afsakið hlé

    71. Afsakið hlé

    Nú taka við breytingar hjá Brestssystrum þar sem Birna ætlar að flytja af landi brott. Í þættinum útskýra þær fjarveru síðustu vikna, (ó)skipulag næstu vikurnar, nokkur góð nenni mér ekki móment og hvort Brestur muni lifa fjarsambandið af.



    Þú getur hlusta á þrjá þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur

    Upplýsingar um Brestur x Ofurkona í orlofi ferðina okkar
    til Tossa de Mar má finna á
    https://visitor.is/ferdir/brestur-x-ofurkona-i-orlofi

    • 56 min
    70. ADHD höfnunarnæmni

    70. ADHD höfnunarnæmni

    Í þættinum fáum við allt það helsta af krísu Kensington kastala, en fréttaritari Brests var í Lundúnum á dögunum. Þá bar líka okkar helsta og besta RSD, Rejection sensitive dysphoria eða höfnunarnæmni á góma og ræddu Brestssystur orsök, afleiðingu og góð bjargráð því tengdu. Nenni mér ekki mómentin voru á sínum stað en að auki átti gamall og gleymdur þáttarliður einnig góða endurkomu; ADHD ráð vikunnar.

    Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur

    Upplýsingar um Brestur x Ofurkona í orlofi ferðina okkar
    til Tossa de Mar má finna á
    https://visitor.is/ferdir/brestur-x-ofurkona-i-orlofi

    • 1h 3 min
    69. ADHD misophonia (líkamlegt hljóðhatur)

    69. ADHD misophonia (líkamlegt hljóðhatur)

    Mörg með ADHD glíma við misophonia. Ekki gátum við fundið íslenskt heiti yfir fyrirbærið en auðveldast er að lýsa því sem líkamlegu hljóðhatri.

    Misophonia er kvilli sem lýsir sér þannig að ákveðin (oft endurtekin) hljóð kalla fram tilfinningaleg viðbrögð sem mörgum gæti þótt full yfirdrifin. Við sem þekkjum tilfinninguna vitum þó að það er einfaldlega taugakerfið sem hatar hljóðið og það er jú erfitt að deila við taugakerfið.

    Í þætti vikunnar fara Birna og Bryndís yfir þó hljóð sem fá taugakerfi þeirra til að taka afturábak heljarstökk og hljóð sem láta sál þeirra syngja. Þær gleyma sér þó alveg nokkrum sinnum í gleðinni og fara að ræða málefni þessu al ótengd.

    Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur

    Upplýsingar um Brestur x Ofurkona í orlofi ferðina okkar til Tossa de Mar má finna á https://visitor.is/ferdir/brestur-x-ofurkona-i-orlofi

    • 1h 1m
    68. ADHD innsæið

    68. ADHD innsæið

    Þáttur vikunnar var óvenju mikið kaos, meira að segja á Brestsmælikvarða.
    Birna og Bryndís ræddu mikilvægi þess að læra að hlusta á ADHD innsæið, viðburðamikla Brestsviku, dragdrottningar, dvínandi drykkjuþol og nærandi eða tæmandi vinabönd.
    Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur

    • 52 min
    67. ADHD og færnihvarf

    67. ADHD og færnihvarf

    Mörg upplifa ýkt ADHD einkenni eftir greiningu. Þó það sé einstaklega pirrandi þá getum við huggað okkur við þá staðreynd þetta er klínískt!

    Í þætti vikunnar ræða Birna og Bryndís færnihvarf (e. skill regression) og hver birtingamynd þess hefur verið í þeirra lífi frá greiningu.

    Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur

    • 56 min
    66. Að koma útúr ADHD skápnum

    66. Að koma útúr ADHD skápnum

    Það flækist fyrir mörgum hvernig best sé að snúa sér þegar kemur að því að tala opinskátt um greiningu sína eða barna sinna. Er hægt að segja öllum frá ? Mun ADHD greining koma í veg fyrir ný atvinnutækifæri ? Er hægt að tala opinskátt um ADHD greiningu og allt sem því fylgir við ung börn ?

    Í þætti vikunnar litu Birna og Bryndís yfir farinn veg og hvernig hugarfar þeirra gagnvart greiningunni hefur breyst eftir Brest. Þær ræddu það sem þær hefðu viljað gera öðruvísi, hversu miklu þær myndu deila ef þeim væri boðið í atvinnuviðtal í dag og hvernig þær tækla ADHD umræðuna við börnin sín.

    Að sjálfsögðu var óþarflega mikið af nenni mér ekki mómentum og segir Bryndís m.a. frá því hvers vegna hún mun aldrei geta stigið fæti inn á Sbarro aftur.

    Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur

    • 1h 6 min

Classement des podcasts dans Éducation

Ma parole
France Culture
"Comment tu fais ?" by Laury Thilleman
Laury Thilleman
Ces questions que tout le monde se pose
Maud Ankaoua
Choses à Savoir
Choses à Savoir
6 Minute English
BBC Radio
Pourquoi pas moi - Le développement personnel sans filtre
Charlotte Desrosiers

D’autres se sont aussi abonnés à…

Helgaspjallið
Helgi Ómars
Eftirmál
Tal
Spjallið
Spjallið Podcast
Undirmannaðar
Undirmannaðar
Þarf alltaf að vera grín?
Þarf alltaf að vera grín?
Ólafssynir í Undralandi
Útvarp 101