500 episodes

Í hlaðvarpi Kjarnans má finna fjölbreytta þætti um allt frá pólitík til heiðarlegs skyndibita eða nýjustu græjunnar.

Hlaðvarp Kjarnan‪s‬ Kjarninn Miðlar ehf.

  • News

Í hlaðvarpi Kjarnans má finna fjölbreytta þætti um allt frá pólitík til heiðarlegs skyndibita eða nýjustu græjunnar.

  Tæknivarpið – Sjónvarp Símans loksins á Apple TV

  Tæknivarpið – Sjónvarp Símans loksins á Apple TV

  Tæknivarpið komið aftur hefðbundinn fréttaþátt, Síminn hefur loksins staðið við gamalt loforð og gefið út app á Apple TV. Elmar hélt áfram að leggja stærsta fyrirtæki í heiminum í einelti og Daníel sagði okkur frá því sem hefur heillað hann undanfarið. Stjórnendur í þætti 266 eru Gunnlaugur Reynir og Elmar Torfason, gestur þáttarins var Daníel Ingólfsson

  • 1 hr 15 min
  Þjóðhættir – Þjóðbúningar, nafnaval og smáheimssagnir

  Þjóðhættir – Þjóðbúningar, nafnaval og smáheimssagnir

  Þjóðfræði er kennd við Háskóla Íslands, bæði í grunnnámi og á meistarastigi. Námið er fjölbreytt og rannsóknir nemenda endurspegla vissulega þá miklu breidd sem finna má innan fagsins. 

  Þátturinn í dag er því helgaður rannsóknum nemenda í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Dagrún og Vilhelmína tóku tali þrjá nýlega útskrifaða þjóðfræðinga sem luku BA-prófi í fyrra og fengu að heyra um rannsóknir þeirra. Í þættinum er því sýnishorn af því spennandi starfi sem fer fram innan námsbrautarinnar. Við fræðumst um stórskemmtilegar sögur af tilviljunum og hvað heimurinn getur verið lítill, nafnasiði í ýmsum löndum og merkingu þeirra í hugum fólks og að lokum upplifun fólks af þjóðbúningnum og hvernig einstaklingar nota hann á óhefðbundinn hátt.

  • 59 min
  Samtal við samfélagið – Framúrskarandi félagsfræðingar

  Samtal við samfélagið – Framúrskarandi félagsfræðingar

  Félagsfræðingafélag Íslands veitir árlega viðurkenningu fyrir framúrskarandi BA- og MA-ritgerð í félagsfræði. Að þessu sinnu voru það þær Adda Guðrún Gylfadóttir og Sóllilja Bjarnadóttir sem hlutu verðlaunin og komu þær í spjall við Sigrúnu. BA-ritgerð Öddu Guðrúnar ber heitið „Harkvinna og varnarleysi á íslenskum vinnumarkaði: Aðstæður pólsks launafólks á Íslandi” en MA-ritgerð Sóllilju sem skrifuð var á ensku kallast „Do people behave as their family and friends? The role of social networks for pro-environmental behavior in Iceland.” Í hlaðvarpi vikunnar fara þær yfir helstu niðurstöður sínar og gefa innsýn inn í félagsfræðilegar rannsóknir á innflytjendum og umhverfismálum. Einnig ræða þær almennt um hlutverk félagsfræðinnar og hvernig hún hefur mótað hugsun þeirra hingað til. Framtíð félagsfræðarinnar er svo sannarlega björt með þessa tvo frábæru félagsfræðinga innan borðs en báðar stefna þær á frekari prófgráður í félagsfræði.

  • 44 min
  Þjóðhættir – Hljóðheimur langspilsins

  Þjóðhættir – Hljóðheimur langspilsins

  Hvernig er hægt að útskýra eða fanga hljóðheim í orðum? Er kannski eitthvað sem aðeins er hægt að upplifa með öðrum hætti en í gegnum orð? Tónlist hefur margvísleg áhrif á fólk og skapar meðal annars ákveðna stemningu og hughrif. Íslenska langspilið fer kannski ekki hátt í dægurtónlist nútímans en það á sér áhugaverða sögu og er enn notað í tónlistarsköpun.

  Í þættinum ræða Dagrún og Vilhelmína við Eyjólf Eyjólfsson þjóðfræðing og tónlistarmann en rannsóknarefni hans er hljóð- og undraheimur langspilsins. Í meistararannsókn sinni rannsakaði Eyjólfur langspilið, sögu þess og upplifun fólks af tónlistarflutningi á langspil. Að auki vann Eyjólfur verkefni með grunnskólabörnum í Flóaskóla þar sem þau smíðuðu langspil hvert með sínu nefi og lærðu að leika á það. Eyjólfur segir frá rannsókninni og sínum viðfangsefnum tengdum tónlist og langspili.

  Í lok þáttarins er leikið verkið Heimildaskrá í flutningi Gadus Morhua Ensemble.

  • 45 min
  Samtal við samfélagið – Fjölskyldulíf á tímum COVID-19

  Samtal við samfélagið – Fjölskyldulíf á tímum COVID-19

  Gestur vikunnar kemur langt að þessa vikunna, en Sigrún spjallaði við Leuh Ruppanner sem er dósent í félagsfræði við Háskólann í Melbourne í Ástralíu. Rannsóknaráherslur hennar eru fjölskyldan, kynjafræði og stefnumótun og skoðar hún þessi efni oft í alþjóðlegu samhengi.

  Mikið hefur verið rætt um að áhrif COVID-19 séu kynjuð, þar sem konur taka á sig meira álag sem tengist því að líf fjölskyldna hafa farið úr skorðum í faraldrinum. Leah hefur meðal annars skoðað þetta og segir okkur frá helstu niðurstöðum sínum varðandi það sem og öðrum áhugaverðum rannsóknarefnum.

  • 46 min
  Tæknivarpið – Tæknispá með Hjálmari Gíslasyni

  Tæknivarpið – Tæknispá með Hjálmari Gíslasyni

  Tæknivarpið fær frumkvöðulinn Hjálmar Gíslason frá GRID í heimsókn til að ræða framtíðina. Hjálmar gaf út nýlega árlega tæknispá á Kjarninn.is fréttamiðlinum (sjá hér: https://kjarninn.is/skyring/2021-01-04-taeknispa-2021-thrir-sterkir-straumar/).

  Stjórnendur eru Elmar Torfason og Gunnlaugur Reynir.

  • 1 hr 13 min

Top Podcasts In News

Listeners Also Subscribed To