332 episodes

Podcast þar sem Hafsteinn Sæmundsson fær alls konar fólk til sín og spjallar við það um lífið og bíómyndir. Nýr þáttur alla miðvikudaga.

Bíóblaður Hafsteinn Sæmundsson

    • TV & Film
    • 4.7 • 25 Ratings

Podcast þar sem Hafsteinn Sæmundsson fær alls konar fólk til sín og spjallar við það um lífið og bíómyndir. Nýr þáttur alla miðvikudaga.

    #289 Bíóspjall með Anthony Evans

    #289 Bíóspjall með Anthony Evans

    ATH! Þessi þáttur kom upphaflega út sem áskriftarþáttur 20. janúar 2023.



    Sjómaðurinn og kvikmyndaáhugamaðurinn Anthony Evans Berry er mikill Bíóblaður aðdáandi og Hafsteinn var spenntur að fá hann til sín og spjalla við hann um kvikmyndir.



    Í þættinum ræða þeir meðal annars dönsku myndina Speak No Evil og hversu mikil áhrif hún hafði á þá, hversu léleg Black Adam var, 90’s myndir og hversu geggjaðar þær eru, Menace II Society og Boys N’ the Hood, Steven Seagal og Out for Justice, hversu skemmtilegar 90’s hasarhetjurnar voru og margt, margt fleira.



    Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.

    • 2 hrs 44 min
    #288 Star Wars: Dave Filoni: Part II með Gumma, Adam og Aroni

    #288 Star Wars: Dave Filoni: Part II með Gumma, Adam og Aroni

    Star Wars sérfræðingarnir Gummi Sósa, Adam Sebastian og Aron Andri kíktu til Hafsteins til að ræða ýmislegt tengt Star Wars heiminum en þó með sérstakri áherslu á öllu sem Dave Filoni hefur komið nálægt.



    Í þessum seinni hluta ræða strákarnir meðal annars allar leiknu Star Wars seríurnar sem hafa komið út, hversu stórkostleg Andor er, hvernig The Book of Boba Fett gat klikkað svona, hvort Filoni hafi tekist vel til með Ahsoka seríuna og margt, margt fleira.



    Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.

    • 1 hr 52 min
    #287 Star Wars: Dave Filoni: Part I með Gumma, Adam og Aroni

    #287 Star Wars: Dave Filoni: Part I með Gumma, Adam og Aroni

    Star Wars sérfræðingarnir Gummi Sósa, Adam Sebastian og Aron Andri kíktu til Hafsteins til að ræða ýmislegt tengt Star Wars heiminum en þó með sérstakri áherslu á öllu sem Dave Filoni hefur komið nálægt.



    Í þessum fyrri hluta ræða strákarnir meðal annars hver Dave Filoni er, hversu góðir The Clone Wars þættirnir voru, hvernig Filoni skapaði magnaðan karakter í Ahsoka Tano, hvort Star Wars Rebels séu bestu Star Wars teiknimyndaþættirnir, hversu skemmtileg hugmynd er á bakvið The Bad Batch, hversu geggjuð fyrsta serían var af The Mandalorian og margt, margt fleira.



    Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.

    • 2 hrs 31 min
    #286 Vídjó áskorun með Hugleiki Dags og Söndru Barilli

    #286 Vídjó áskorun með Hugleiki Dags og Söndru Barilli

    Uppistandarinn og rithöfundurinn Hugleikur Dagsson og framleiðandinn Sandra Barilli byrjuðu með kvikmyndahlaðvarpið Vídjó árið 2021. Í hlaðvarpinu horfa þau saman á eina kvikmynd og spjalla síðan um hana í þætti hjá sér.



    Hugleikur og Sandra kíktu til Hafsteins og sögðu honum aðeins frá Vídjó og einnig kom Hafsteinn þeim á óvart með skemmtilegum leik.



    Í þættinum ræða þau meðal annars hvort Rocky sé ofmetin, hversu mikill asni Viddi er í Toy Story seríunni, hvernig Hugleikur og Sandra kynntust, hvort það væri sniðugt að sýna sex ára gömlu barni A Nightmare on Elm Street, hvort Titanic sé hin fullkomna deitmynd og margt, margt fleira.



    Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.

    • 1 hr 44 min
    #285 The Rings of Power með Auðunni, Ragga og Aroni

    #285 The Rings of Power með Auðunni, Ragga og Aroni

    ATH! Þessi þáttur kom upphaflega út sem áskriftarþáttur 2. desember 2022.

    Auðunn Torfi, Raggi Ólafs og Aron Andri eru allir rosalega miklir Lord of the Rings aðdáendur og vita alveg heilmikið um Tolkien og allt Middle-Earth lore-ið.



    Strákarnir kíktu til Hafsteins til að ræða risa seríuna, The Rings of Power, en strákarnir voru alls ekki sammála um gæði þáttanna og úr varð skemmtilegur og hitamikill þáttur.



    Þetta er algjört skylduáhorf fyrir alla Lord of the Rings aðdáendur!



    Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.

    • 2 hrs 40 min
    #284 Hot or Not með Kiddu Svarfdal

    #284 Hot or Not með Kiddu Svarfdal

    Ritstjóri hun.is og einn af stjórnendum hlaðvarpsins Fullorðins, Kidda Svarfdal, kíkti til Hafsteins og tók þátt í skemmtilegum leik sem Hafsteinn bjó til.



    Hafsteinn fann 15 kynæsandi kvikmyndaplaköt sem hann varpaði á sjónvarpið í stúdíóinu og Kidda og Hafsteinn skiptust á að segja hvort þau væru virkilega heit eða ekki.



    Í þættinum ræða þau meðal annars hvort Jessica Alba sé með góð gen, hvort það sé kynæsandi að sjá Gerard Butler öskra framan á 300 plakatinu, hversu flottur Hugh Jackman er sem Wolverine, hvort Eva Green sé sexy í Sin City 2 og margt, margt fleira.



    Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.

    • 2 hrs 10 min

Customer Reviews

4.7 out of 5
25 Ratings

25 Ratings

Top Podcasts In TV & Film

Tjikk Tjatt
TJIKK TJATT
Podcast með Sölva Tryggva
Sölvi Tryggvason
Tveir á toppnum
Tveir á toppnum
No Buffs | Survivor 46 Podcast
No Dunks
Beyond The Blinds
Cloud10
Laisvės TV
Laisves TV

You Might Also Like

Ólafssynir í Undralandi
Útvarp 101
Steve Dagskrá
Steve Dagskrá
Þungavigtin
Tal
Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Dr. Football Podcast
Hjörvar Hafliðason
FM957
FM957