32 episodes

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

Bara bækur RÚV

    • Arts

Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.

    Bara bækur, Milan Kundera og Reykjavík Poetics

    Bara bækur, Milan Kundera og Reykjavík Poetics

    Í þessum fyrsta þætti er fjallað um tvennt sem má vel tengja saman; Skáldskapur rithöfunda sem búa ekki í sínu fæðingarlandi og skrifa jafnvel verk sín ekki á sínu móðurmáli. Á Íslandi hafa nýir vindar borist um bókmenntalífið á undanförnum árum með tilkomu æ fleiri skálda af erlendum uppruna sem fest hafa hér rætur og yrkja bæði á íslensku og öðrum málum. Við fjöllum um þessa þróun og lítum inn á ljóðasamkomur sem hófu göngu sína í sumar, Reykjavík Poetics. Þá förum við líka til meginlands Evrópu og skoðum feril skáldsagnarisans Milan Kundera sem féll frá á þessu ári og hans flóknu tengsl við sínar heimaslóðir. Auk þess verður vöngum velt yfir nafni þáttarins og viðhorfi fólks til bóka og lesturs í gegnum tíðina.

    Viðmælendur: Jón Karl Helgason, Friðrik Rafnsson, Mao Alheimsdóttir, Natasha S. og Kjartan Már Ómarsson.

    Umsjónarmaður: Jóhannes Ólafsson.

    • 53 min
    Afskrifaðar bækur, Kletturinn og frásagnir flóttafólks

    Afskrifaðar bækur, Kletturinn og frásagnir flóttafólks

    Í þessum þætti veltum við fyrir okkur frásögnum flóttafólks og rannsóknum á þeim á sviði bókmenntafræðinnar. Í því samhengi flettum við í bókinni Vanþakkláti flóttamaðurinn eftir Dinu Nayeri, sem var gestur bókmenntahátíðar í Reykjavík í vor, en hún skrifar þar um eigin reynslu og annarra af flótta. Við opnum líka splunkunýja skáldsögu eftir Sverri Norland sem kallast Kletturinn, veltum fyrir okkur samskiptum karlmanna, gömlum leyndarmálum og brengluðu gildismati samtímans. En að geyma bók eða ekki geyma, þar er efinn. Við veltum fyrir okkur afskrifuðum bókum á bókasöfnum, hver ákveður hver á að reka bækur á dyr? Eiga bókaunnendur að safna í stafla eða losa sig við bók eftir fyrsta lestur?

    Viðmælendur: Guttormur Þorsteinsson bókavörður, Sverrir Norland Rithöfundur og Gunnþórunn Guðmundsdóttir prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands.

    Lesari: Karitas Mörtudóttir Bjarkadóttir

    Umsjón: Jóhannes Ólafsson

    • 50 min
    Bókahilla rithöfundar og Kaveh Akbar

    Bókahilla rithöfundar og Kaveh Akbar

    Bara bækur fara í heimsókn til rithöfundarins Sigurlín Bjarneyjar Gísladóttur. Það verður reglulegur liður í þættinum að ræða við rithöfunda sem lesendur, gramsa í bókahillunni þeirra og fá að vita hvað þeir eru að lesa.

    Íransk-bandaríska ljóðskáldið Kaveh Akbar verður einnig gestur í þættinum. Kaveh er stórstjarna á sviði ljóðlistar vestanhafs en bækur hans Calling a wolf a wolf og Pilgrim bell hafa slegið í gegn og fengið frábærar viðtökur lesenda og gagnrýnenda. Kaveh var staddur hér á landi og í þætti dagsins ræðir hann ljóðlist og bænir, tungumálaskilning, baráttu við fíkn og leitina að guði. Við fáum líka lestur á ljóði hans My Empire eða Heimsveldið mitt eins og það heitir í þýðingu Þórdísar Helgadóttur sem snarað hefur nokkrum af ljóðum Kaveh yfir á íslensku.

    Viðmælendur: Sigurlín Bjarney Gísladóttir, Þórdís Helgadóttir og Kaveh Akbar.

    Tónlist: Pista (Fresh Start) - Los Bitchos, Speak softly now - Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson.

    Umsjón: Jóhannes Ólafsson

    • 50 min
    Átök um ljóð og alþýðuskáld og Bakland

    Átök um ljóð og alþýðuskáld og Bakland

    Við verðum með hugann við ljóðalist í þættinum. Það skiptist á með skini og skúrum í heimi ljóðsins og hefur gert það áratugum og öldum saman. Þórður Helgason íslenskufræðingur gaf hér í skyn í byrjun þáttar að það væri ekki búið að gera upp alla bókmenntasöguna. Þórður var að gefa frá sér stóra og mikla bók Alþýðuskáldin á Íslandi sem ber undirtitilinn Saga um átök. Þar rekur hann bleki drifna sögu, átök milli lærðu skáldanna og þeirra leiku frá fyrri hluta 19. aldar til upphafs þeirrar 20., baráttu um stöðu, pláss, gildismat og fagurfræði. Við rifjum líka upp nýrri deilur, kúltúrbörn, strætó- og spíttljóð og dauða ljóðsins. Í lokin ræðum við svo splunkunýja ljóðabók, Bakland, við Hönnu Óladóttur.

    Viðmælendur: Þórður Helgason og Hanna Óladóttir.

    Tónlist: Pista (Fresh Start) - Los Bitchos og Good Morning Midnight - Jóhann Jóhannsson

    Lesari: Pétur Grétarsson

    Umsjón: Jóhannes Ólafsson

    • 50 min
    Bókatíðindi í 133 ár, Hrunbókmenntir og Emil Hjörvar Peters

    Bókatíðindi í 133 ár, Hrunbókmenntir og Emil Hjörvar Peters

    Bókatíðindi eru árlegur gleðigjafi fyrir bókmenntaáhugafólk. Þessi mikla skrá er nauðsynlegt hjálpartæki þegar kortleggja á flóðið, ná utan um hvað er að koma út og hvað hefur komið út undanfarin misseri. Útprentaða útgáfan er væntanleg en hún er komin á vefinn. Það er Félag íslenskra bókaútgefenda sem gefur út bókatíðindin, skrá yfir útgefnar bækur og má rekja útgáfu þeirra til ársins 1890 sem þá hétu Skrá yfir eignar og umboðssölubækur Bóksalafélagsins í Reykjavík. Skráin spannar sum sé þrjár aldir og nú verður auðveldara að fletta upp í gömlum bókatíðindum. Við heyrum í Bryndísi Loftsdóttur, framkvæmdastjóra FÍBÚT.

    Við skoðum viðbragð rithöfunda við fjármálahruninu en 15 ár eru liðin frá örlagaríkum upphafsdögum þess haustið 2008. Á þessum árum hafa bókmenntafræðingar rannsakað eitt og annað sem einkennir bókmenntirnar á árunum eftir. Við gröfum í gullkistu Ríkisútvarpsins til að átta okkur betur á því.

    Og loks förum við í heimsókn til Emils Hjörvar Petersen rithöfundar sem hefur gefið út sína 10. skáldsögu. Höfundur sem hóf sinn ritferil einmitt á árunum eftir hrun, hann skrifar á mörkum bókmenntagreina og á mörkum miðla, prents og hljóðs, við hittum Emil Hjörvar í lok þáttar og rekjum úr honum garnirnar svo notað sé myndmál sem er eins og beint upp úr einhverri subbulegri hrollvekjunni.

    Viðmælendur: Bryndís Loftsdóttir, Bergljót Kristjánsdóttir, Guðrún Baldvinsdóttir, Viðar Þorsteinsson, Vera Knútsdóttir, Alaric Hall og Emil Hjörvar Petersen.

    Tónlist: Pista (Fresh Start) - Los Bitchos, Crash - Högni Egilsson, Triennale - Brian Eno.

    Umsjón: Jóhannes Ólafsson

    • 50 min
    Alþjóðleg barnabókmenntahátíð, Jessica Love og Italo Calvino

    Alþjóðleg barnabókmenntahátíð, Jessica Love og Italo Calvino

    Við verðum í djúpinu í þætti dagsins. Við förum á Mýrina, alþjóðlega barnabókmenntahátíð sem er nýlokið og ræðum við verkefnastjóra hátíðarinnar Veru Knútsdóttur og einn þeirra höfunda sem voru gestir á hátíðinni, bandaríska rithöfundinn, leikarann og myndhöfundinn Jessica Love. Og í djúpinu finnum við líka ítalska rithöfundinn Italo Calvino. 100 ár eru frá fæðingu hans og ný íslensk þýðing er væntanleg á bók hans Borgirnar ósýnilegu frá Brynju Cortes Andrésdóttur. Við ræðum við hana og fleiri um höfundinn og verk hans.

    Viðmælendur: Vera Knútsdóttur, Jessica Love, Stefano Rosatti, Björn Halldórsson og Brynja Cortes Andrésdóttir.

    Lesari: Tómas Ævar Ólafsson

    Tónlist: Pista (Fresh Start) - Los Bitchos, Innan handar - Skúli Sverrisson og Magnús Jóhann.

    Umsjón: Jóhannes Ólafsson

    • 52 min

Top Podcasts In Arts

Eftirmál
Tal
Bragðheimar
Bragðheimar
Joe Grimson: Saga af svikum
RÚV
Spegilmyndin
spegilmyndin
Ákærð
Kolbrún Anna Jónsdóttir
Style-ish
Shameless Media

You Might Also Like