34 episodes

Ólafur Örn spjallar við fólk sem er eitthvað að fást við mat eða drykk, eða hefur mikinn áhuga á mat eða drykk.

Kokkaflakk í eyrun Hljóðkirkjan

    • Arts
    • 4.9 • 43 Ratings

Ólafur Örn spjallar við fólk sem er eitthvað að fást við mat eða drykk, eða hefur mikinn áhuga á mat eða drykk.

    #1 Sonja Grant - Kaffi

    #1 Sonja Grant - Kaffi

    Sonja Grant veit allt sem hægt er að vita um kaffi og þá sérstaklega gæðakaffi, því hún hefur helgað líf sitt kaffi undanfarin rúm 20 ár. Hún hefur stjórnað vinsælustu kaffihúsum á Íslandi og tekið þátt í að leiða byltingu gæðakaffis á Íslandi. Sonja er líka leiðandi í alþjóðlegu samstarfi kaffifólks og heldur námskeið um kaffi í húsakynnum kaffibrennslunnar sinnar, Kaffibrugghússins. Sonju finnst ekki leiðinlegt að tala um kaffi og gerir það af mikilli þekkingu. En það er ekki síður gaman að tala við hana um annað en kaffi og það gerum við svo sannarlega í þessum þætti. En auðvitað líka kaffi.

    • 1 hr 45 min
    #2 Jakob H Magnússon - Hornið

    #2 Jakob H Magnússon - Hornið

    Jakob H Magnússon matreiðslumeistari er gestur þáttarins í þetta sinn. Jakob hefur verið kenndur við veitingastaðinn Hornið í þau rúmu 40 ár sem eru síðan hann opnaði hann, ásamt Guðna frænda sínum. Jakob stendur enn vaktina á horninu nýorðinn sjötugur. Hornið er sannkallað fjölskyldufyrirtæki því með Jakobi á vaktinni eru konan hans,  börn og barnabörn. Við spjöllum um Hornið, hvernig veitingabransinn hefur breyst á þessum 40 árum sem Hornið hefur sama og ekkert breyst. Tölum um fluguveiði, kokkalandsliðið, Bocuse D´or og ýmislegt fleira.

    • 1 hr 4 min
    #3 Nanna Rögnvaldardóttir - Grúskari

    #3 Nanna Rögnvaldardóttir - Grúskari

    Nanna Rögnvaldardóttir er sennilega eina manneskjan á Íslandi sem titillinn matgæðingur passar almennilega við. Nanna hefur, eins og alþjóð svo sem veit, gefið út fjölda matreiðslubóka og á meðal þeirra er einhver mikilvægasta matreislubók síðari ára á Íslandi. Biblían, Matarást. Nanna er líka mikill grúskari og hefur sankað að sér gömlum íslenskum uppskriftum og á óhemjustórt safn matreiðslubóka. 

     
    Ég fór í heimsókn til Nönnu og við áttum stórskemmtilegt spjall um þetta allt saman og meira til.
     
    Kokkaflakk er í boði Ægis Brugghúss og Fastus. Kokkaflakk er framleitt af Hljóðkirkjunni sem býður upp á fimm þætti í viku; Dómsdag á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Drauga fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Bestu plötuna á föstudögum.

    • 1 hr 17 min
    #4 Ragnheiður Axel - Sprúttsali

    #4 Ragnheiður Axel - Sprúttsali

    Gestur þáttarins að þessu sinni er Ragnheiður Axel Eyjólfsdóttir bruggari, sprúttsali og náttúrubarn.
    Hún er í fremstu röð matarfrumkvöðla á Íslandi. Hún á fyrirtæki sem verkar söl, þara og íslenskar jurtir sem rata svo beint á bestu veitingastaði heimsins. Hún er alin upp í mið- og vesturbæ Reykjavíkur, menntaður hönnuður en ástríðan liggur í mat náttúrunnar og frumkvöðlastarfi. Ragnheiður Axel framleiðir líka vín úr íslenskum krækiberjum og rabarbara auk þess að búa til lífrænan vodka og gin og það er miklu fleira spennandi á dagskrá í framtíðinni. 
     
    Fyrir utan að vera að standa í öllu þessu er hún líka mjög skemmtileg að tala við svo ég hvet fólk til að missa ekki af þessum þætti. 
     
    Kokkaflakk í eyrun er í boði Ægis brugghúss og Fastus. Það er Hljóðkirkjan sem framleiðir Kokkaflakk. Hljóðkirkjan býður upp á fimm þætti í viku. Dómsdag á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Drauga fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta plötuna á föstudögum,

    • 1 hr 12 min
    #5 Hrefna Sætran - Stjörnukokkur

    #5 Hrefna Sætran - Stjörnukokkur

    Hrefnu Sætran kannast sennilega flestir við. Hún er búin að vera með ýmiskonar matreiðslu- og matartengda þætti í sjónvarpi í mörg ár og ber því sannarlega nafnið stjörnukokkur með rentu.
     
    Hún er einn af eigendum þriggja vinsælla veitingahúsa í Reykjavík og hefur verið í fremstu röð matreiðslufólks á Íslandi í 20 ár, þó hún sé bara rétt fertug að aldri. Við tölum um bransann, dans, fótbolta, æskuna, unglingsárin og þann fáránlega mikla metnað sem hún hefur og hefur alltaf haft til að skara fram úr. Mjög skemmtilegt spjall þó ég segi sjálfur frá. 
     
    Kokkaflakk í eyrun er í boði Ægis brugghúss og Fastus. Það er Hljóðkirkjan sem framleiðir Kokkaflakk. Hljóðkirkjan býður upp á fimm þætti í viku, Dómsdag á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Drauga fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Bestu plötuna á föstudögum.

    • 1 hr 39 min
    #6 Nuno Alexandre Bentim Servo - Mógúll

    #6 Nuno Alexandre Bentim Servo - Mógúll

    Í þessum þætti kom einn stórtækasti veitingamaður Reykjavíkur í heimsókn, sjálfur Nuno Alexandre Bentim Servo. Nuno er frá Portúgal en hefur búið hér á landi í rúm þrjátíu ár. Hann er stórtækur í veitingabransanum og er yfirleitt þekktur sem Nuno í tvíeykinu Nuno og Bento. Saman reka þeir fimm veitingahús í Reykjavík sem hafa verið meðal þeirra vinsælustu í bænum lengi. Það er mál manna í bransanum að svo virðist sem þeir félagar kunni ekki að stíga feilspor því allt sem þeir hafa opnað hefur náð miklum vinsældum. 
    Nuno er sem sagt líka þekktur sem Nuno á Tapas, Nuno á  Apótekinu, Nuno á Sæta svíninu, Nuno á Sushi Social og Nuno á Fjallkonunni. 
    Hann mætti til mín með þessa líka fínustu rauðvínsflösku og við töluðum um allt milli himins og jarðar. Upphafið á veldinu, málaferli vegna Sushi social vinnusemi og bara hreinlega allt. Mjög lifandi og skemmtilegt spjall, enda er Nuno með skemmtilegri mönnum. 
    Kokkaflakk í eyrun boði Ægisgarður í Ægir Brugghúsi og Omnom súkkulaðigerðar. Það er Hljóðkirkjan sem framleiðir Kokkaflakk. Hljóðkirkjan býður upp á fimm þætti í viku. Það er Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

    • 1 hr 14 min

Customer Reviews

4.9 out of 5
43 Ratings

43 Ratings

Logi chef ,

MATUR!!

Ég fæ ekki nóg af þessu!

Fannsó ,

Fyrir matarperra!

Fæ ekki nóg! Svakalega gaman að hlusta 👏🏻

slembilukka ,

Matarnördaskapur par excellence

Fólk að tala um kaffi og súkkulaði og pizzur og osta fleira.. Maður fær að lágmarki 27 hugmyndir í hverjum þætti að hlutum til að prófa í eldhúsinu, kaupa í búðinni, smakka á veitingastöðum og allt þar á milli.

Mikið nördast og sérlega einlægt og tilgerðarlaust hlaðvarp - sem verður að teljast einstakur eiginleiki þessa daganna.

Top Podcasts In Arts

Eftirmál
Tal
Bragðheimar
Bragðheimar
Víkingar
RÚV
Brotkast - Brot úr þáttum og opnir þættir
Brotkast ehf.
Álhatturinn
Álhatturinn
The Brothers Grimm Lunch Break: The Complete Fairy Tales of the Brothers Grimm
Eric Wagoner