17 episodes

Litli mallakúturinn eru hlaðvarpsþættir í umsjón Gunnars Ásgeirssonar þar sem rætt er við fólk sem hefur gengist undir aðgerðir á maga vegna offitu (Hjáveita, ermi eða magaband)
Vilt þú segja þína sögu í þættinum? Endilega hafðu samband á netfangið gunnsi@gunnsi.is

Litli mallakúturinn Gunnar Ásgeirsson

    • Health & Fitness

Litli mallakúturinn eru hlaðvarpsþættir í umsjón Gunnars Ásgeirssonar þar sem rætt er við fólk sem hefur gengist undir aðgerðir á maga vegna offitu (Hjáveita, ermi eða magaband)
Vilt þú segja þína sögu í þættinum? Endilega hafðu samband á netfangið gunnsi@gunnsi.is

    #17 Rafn Heiðar Ingólfsson - Hjáveita - "Púkinn á öxlinni á mér sagði mér það að ef ég færi nú í þessa aðgerð að þá yrði nú lífið bara miklu betra"

    #17 Rafn Heiðar Ingólfsson - Hjáveita - "Púkinn á öxlinni á mér sagði mér það að ef ég færi nú í þessa aðgerð að þá yrði nú lífið bara miklu betra"

    Rafn Heiðar Ingólfsson, matreiðslumeistari, eða Rabbi eins og hann er gjarnan kallaður ólst upp á Fáskrúðsfirði hjá ungri einstæðri móður.

    Árið 2008 flutti hann til Danmerkur og var á mjög slæmum stað andlega og taldi ástæðuna fyrir þessari vanlíðan vera ofþyngdin og var viss um að þegar hann væri orðinn grannur yrði allt betra. Árið 2011 gekkst hann undir magahjáveitu í gegnum danska heilbrigðiskerfið. Rabbi segir okkur frá því hvernig það var að fara í gegnum ferlið í Danmörku og ræðir opinskátt um baráttuna við fíknina.

    • 48 min
    #16 Sólveig Sigurðardóttir - Hjáveita - "Þetta var sjokk þegar mér var sagt að þetta væri eini kosturinn fyrir mig"

    #16 Sólveig Sigurðardóttir - Hjáveita - "Þetta var sjokk þegar mér var sagt að þetta væri eini kosturinn fyrir mig"

    Sólveig Sigurðardóttir hefur lengi talað fyrir heilbrigðum lífstíl á blogginu sínu Lífstíll Sólveigar. Hún ætlaði aldrei í efnaskiptaaðgerð en fyrir tveimur árum greindist hún með vélindasjúkdóminn Barretts sem leiddi til þess að hún gekkst undir hjáveituaðgerð í Malmö í ágúst 2023. Hún er formaður SFO (Samtök fólks með offitu og aðstandendur þeirra) og ræðum við bæði hennar reynslu af magahjáveitu sem og því hvernig stóð á því að til urðu sérstök samtök fólks með offitu.

    • 1 hr 24 min
    #15 Linda Skarphéðinsdóttir - Magaermi - "Já, þú fórst bara í aðgerð, þú ert ógeðslega löt."

    #15 Linda Skarphéðinsdóttir - Magaermi - "Já, þú fórst bara í aðgerð, þú ert ógeðslega löt."

    Linda Skarphéðinsdóttir fór í magaermi árið 2019 og í framhaldinu fór svo að læra einkaþjálfun.



    Linda segir sögu sína í þessum þætti.

    • 50 min
    #14 Jóhannes Geir Númason - Hjáveita - "...þú þarft að drífa þig að gera þetta. Þetta er það sem þú átt að gera."

    #14 Jóhannes Geir Númason - Hjáveita - "...þú þarft að drífa þig að gera þetta. Þetta er það sem þú átt að gera."

    Jóhannes Geir Númason er kjötiðnaðarmeistari sem vatt kvæði sínu í kross og gerðist grunnskólakennari.

    Hann hafði lengi haft fordóma fyrir því að fara í efnaskiptaaðgerð, taldi þetta auðveldu leiðina og hann gæti þetta alveg sjálfur. Árið 2019 sagði hann hingað og ekki lengra og fór í hjáveitu.

    • 1 hr 20 min
    #13 Íris Hólm Jónsdóttir - Magaermi - "Það kom svona lowpoint hjá mér þegar ég braut klósettsetuna heima hjá mér"

    #13 Íris Hólm Jónsdóttir - Magaermi - "Það kom svona lowpoint hjá mér þegar ég braut klósettsetuna heima hjá mér"

    Íris Hólm Jónsdóttir er söngkona úr Mosfellsbæ.

    En hún steig sín fyrstu skref í sjónvarpsþáttunum X-Factor og hefur síðan þá brallað ýmislegt. Sungið með Frostrósum, á jólatónleikum Siggu Beinteins, tekið þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins svo eitthvað sé nefnt.

    Í júní 2021 gekkst Íris undir magaermi á Klíníkinni.

    • 49 min
    #12 Andrea Ævarsdóttir - Mini-Hjáveita - "...og svo segir ein þeirra: 'Við eigum því miður ekkert í þinni stærð.' Ég var 16 ára!"

    #12 Andrea Ævarsdóttir - Mini-Hjáveita - "...og svo segir ein þeirra: 'Við eigum því miður ekkert í þinni stærð.' Ég var 16 ára!"

    Andrea Ævarsdóttir er bókasafns- og upplýsingafræðingur og allskonar-nörd eins og hún segir sjálf. Hún hafði velt fyrir sér magahjáveitu í yfir 20 ár en taldi þetta ekki vera lausnina fyrir sig, var hrædd við svona aðgerð. Það er síðan í desember 2019 þegar hún stendur á stórum palli úti í Gvatemala að hún fær hugljómun: „Þú verður að fara í þessa aðgerð, þú ert ekki að ráða við þetta án aðstoðar“.
    Hún lendir á Íslandi 19. des og er floginn út til Eistlands í aðgerð 12. janúar.

    Andrea lítur björtum augum á framtíðina og sér ekki eftir neinu.


    Hægt er að fylgja Andreu á Instagram: andrea_wins_at_life

    • 55 min

Top Podcasts In Health & Fitness

Með lífið í lúkunum
HeilsuErla
Huberman Lab
Scicomm Media
Fullorðins
Tvíóma
UltraForm Hlaðvarp
Sigurjón Sturluson
ZOE Science & Nutrition
ZOE
Kvíðakastið
Kvíðakastið

You Might Also Like

Sterk saman
Tinna Gudrun Barkardottir
Ofurkona í orlofi
Bjargey Ingólfsdóttir
Spegilmyndin
spegilmyndin
Einmitt
Einar Bárðarson
Undirmannaðar
Undirmannaðar
70 Mínútur
Hugi Halldórsson