Þjálfarinn og fitness-keppandinn Valentína Hrefnudóttir er gestur vikunnar í Fókus. Í þættinum ræðir hún um fortíðina, áföll og sjálfsvinnuna sem hefur gert henni að þeirri konu sem hún er í dag. Mikið hefur gengið á í lífi Valentínu, hún hefur glímt við átröskun og fíknivanda en náði bata og er í dag edrú og heilbrigð. Á barnsaldri varð hún fyrir ofbeldi og sleit samskiptum við blóðföður sinn þegar hún var ellefu ára gömul. Tíu árum seinna steig hún fram og greindi frá ofbeldinu og kærði hann.
Valentína ræðir einnig um alvarlegt bílslys sem hún lenti í árið 2019. Í tvo daga var henni vart hugað líf og var það kraftaverk þegar hún vaknaði úr dái. Hún var lengi að jafna sig og var hreyfihömluð á olnboga í fimm ár, allt þar til hún var á æfingu í sumar og eitthvað small.
Valentína segir sögu sína einlæg, hún ræðir einnig um fitness-lífið og lífið eftir sjálfsvinnuna.
Information
- Show
- FrequencyEvery two weeks
- Published14 November 2024 at 11:10 UTC
- Length48 min
- Season3
- Episode13
- RatingClean