Fjallakastið

Solla Sveinbjörns
Podcast Fjallakastið

Fjallakastið fjallar um allt tengt útivst og fjallamennsku. Tölum við áhugaverða viðmælendur með fjölbreyttan bakgrunn í útivist og fjallamennsku. Erum á facebook @fjallakastid og instagram @localicelander

Episódios

  1. 01/04/2021

    9. Sigurður Ragnarsson - spjall um gönguskíðaleiðangra

    Í þessum níunda þætti af Fjallakastinu ræddum ég og Sigurður Ragnarsson, stórvinur minn og samferðamaður í fjallamennsku um gönguskíðaferðir og leiðangra. Siggi er sveitastrákur í húð og hár og eftir að hann kynntist fjallamennskunni fór hann frá því að ætla sér að verða bóndi yfir í fjallaleiðsögumenn á svipstundu. Sigurður uppgötvaði gönguskíði sem ferðatól ungur að aldri og langir leiðangrar fóru snemma að heilla hann.  Siggi hefur ekki einungis verið að ferðast á gönguskíðum en hann hefur mikla ánægju af hvers kyns fjallabrölti hvort sem það er ís eða klettaklifur eða fjallgöngur að elta kindur eða ekki. Siggi hefur einnig starfað sem fjallamennskukennari og leiðbeinandi ásamt fjallaleiðsögn um nokkuð langt skeið og en hann er nú í mastersnámi í Jarðeðlisfræði. Siggi hefur meðal annars lagt í leiðangur yfir Vatnajökul þar sem ég og Tómas Eldjárn félagi okkar vorum með í för. Ásamt því hafa hann og Tómas farið í leiðangur yfir Sprengisand árið 2017. Þið getið lesið meira um ferðasögur úr þessum leiðöngrum á www.fjallanetid.is Við ræðum allskonar tips og tricks sem er gott að hafa í huga þegar maður fer í leiðangra sem þessa. Athugið að við erum einungis að tala út frá eigin reynslu og mjög líklegt að fólk sé að gera allskonar öðruvísi en við höfum gert.

    1 h 23 min
  2. 08/01/2021

    6. Helga María Heiðarsdóttir - Spjall um utanvegarhlaup

    Helga María er hlaupakona af lífi og sál getum við sagt, en eins og hún sagði þarf heilinn og fæturnar að hlaupa saman annars virkar þetta ekki. Hún vill helst hafa nóg fyrir stafni og finnst skemmtilegast að vera úti og að leika. En hún er einnig jökla- og jarðfræðingur og má segja að hún lifi fyrir fjöllin og náttúruna og vill hvergi annarsstaðar vera. Ætlaði að verða prófessor og kennari en úti lífið togaði fastar í hana og nú hleypur hún um öll fjöll. Helga byrjaði ung að leiðsegja fyrir Íslenska fjallaleiðsögumenn, en fyrst um sinn bjuggu þau við frekar frumstæðar aðstæður í Skaftafelli sem að hún rifjar upp. Hún hefur ferðast út um allan heim að leiðsegja og færst mikið yfir í hlaupaleiðsögn og þjálfun. Við ræðum hennar helstu ástríðu sem eru fjallahlaup eða náttúruhlaup, hvernig er að byrja að hlaupa og hvað þarf að hafa í huga. Hvaða búnað þarf að til að hlaupa allan ársins hring. Þetta snýst ekki um kílómetra eða hraða heldur tímann sérstaklega þegar fólk er að byrja. Helga segir okkur meðal annars frá skemmtilegum verkefnum sem hún er að fást við í daglegu amstri en einnig frá verkefnum sem eiga hug hennar og hjarta eins og fjáröflunar hlaup sem er haldið við upphaf og endir hverrar árstíðar og gengur út að safna peningum fyrir stúlkur í Nepal sem eiga sér stóra draumu, mæli með að hlusta til enda. Þið getið fylgst með Helgu Maríu á Instagram @helgafjallo

    1 h 13 min

Sobre

Fjallakastið fjallar um allt tengt útivst og fjallamennsku. Tölum við áhugaverða viðmælendur með fjölbreyttan bakgrunn í útivist og fjallamennsku. Erum á facebook @fjallakastid og instagram @localicelander

Para ouvir os episódios explícitos, inicie sessão.

Mantenha-se atualizado sobre este programa

Inicie sessão ou efetue o registo para seguir programas, guardar episódios e obter as atualizações mais recentes.

Selecione um país ou uma região

África, Médio Oriente e Índia

Ásia‑Pacífico

Europa

América Latina e Caraíbas

Estados Unidos e Canadá