Veltan #11 - Jasmina Vajzović Crnac

Veltan

Ellefti viðmælandi Veltunnar er Jasmina Vajzović Crnac, verkefnastjóri hverfisverkefna hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts. 

Jasmina er stjórnmálafræðingur sem heldur utan um afar fjölbreytt verkefni í Breiðholti ásamt öflugu teymi samstarfsfólks. Verkefnin tengjast flest fjölmenningu og snúast um inngildingu; að fólk fái tækifæri til vera hluti af samfélaginu og finni að það tilheyri því. Jasmina er fædd og uppalin í Bosníu og Hersegóvínu en kom til Íslands á unglingsaldri árið 1996 í kjölfar stríðs í heimalandinu. Þar upplifði hún hluti sem fæst okkar geta gert sér í hugarlund - atburði sem höfðu gríðarleg áhrif á hana og fjölskyldu hennar.  Í dag býr hin kraftmikla Jasmina í Reykjanesbæ með eiginmanni og  fjórum börnum og ræktar ástríðu sína í leik og starfi - sem snýst fyrst og fremst um að hjálpa öðru fólki. 

-

Veltan er hlaðvarp velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í Veltunni kynnumst við  áhugaverðu fólki sem tengist velferðarþjónustu og ræðum lífshlaup þeirra, fjölbreytta reynslu, faglega þekkingu og verkefni í lífinu.

 Umsjónarfólk Veltunnar er Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Arnar Snæberg Jónsson. 

Fylgstu með velferðarsviði Reykjavíkurborgar á Facebook.

To listen to explicit episodes, sign in.

Stay up to date with this show

Sign in or sign up to follow shows, save episodes and get the latest updates.

Select a country or region

Africa, Middle East, and India

Asia Pacific

Europe

Latin America and the Caribbean

The United States and Canada