202 episodes

Hér er rætt hispurslaust um stjórnmál, efnahagsmál, menningu og annað tengt þjóðmálum.

Þjóðmál Þjóðmál

    • Society & Culture
    • 5.0 • 8 Ratings

Hér er rætt hispurslaust um stjórnmál, efnahagsmál, menningu og annað tengt þjóðmálum.

    #214 – Jack í kók fyrir Bessastaðakapphlaupið – Bjartasta vonin á markað

    #214 – Jack í kók fyrir Bessastaðakapphlaupið – Bjartasta vonin á markað

    Stefán Einar Stefánsson og Örn Arnarson ræða um þau forsetaframboð sem komin eru fram, erfiðar spurningar sem frambjóðendur hafa fengið um lífsgildi sín og viðhorf, hvernig kannanir eru að þróast og fleira því tengt. Þá er rætt um stöðu verðbólgunnar, þróun og áhrif vaxta, skráningu Oculis á markað og annað skemmtilegt í líflegum þætti.

    • 52 min
    #213 – Reynum að hætta að rífast fyrir framan börnin

    #213 – Reynum að hætta að rífast fyrir framan börnin

    Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, fer yfir stöðuna í stjórnmálunum, undarlega grein nýs formanns VG um orkumál, skot Framsóknar á Samfylkinguna um helgina, stöðu Bjarna Benediktssonar, hvort að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn gætu mögulega unnið saman, um skrýtna stöðu í borginni og afneitun borgarfulltrúa á veruleikanum. Þá er rætt um komandi forsetakosningar, áhugavert viðtal við Katrínu Jakobsdóttur í Spursmálum Morgunblaðsins og margt fleira.

    • 58 min
    #212 – Kjósendum mútað með eigin peningum – Kauptækifæri á markaði

    #212 – Kjósendum mútað með eigin peningum – Kauptækifæri á markaði

    Þórður Gunnarsson og Örn Arnarson ræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem er líkleg til að viðhalda verðbólguþrýstingi, yfirlýsingar þeirra sem héldu því fram að hugtakið gróðaverðbólga væri raunverulegt, skrýtin átök bankaráðs Landsbankans við Bankasýsluna, árshátíðarferð Landsvirkjunar, fjármunina sem streyma til Rúv, hugmyndir um alheimsskatt og margt fleira.

    • 56 min
    #211 – Íran og Ísrael ræsa vélarnar – Albert Jónsson fer yfir stöðuna í alþjóðakerfinu

    #211 – Íran og Ísrael ræsa vélarnar – Albert Jónsson fer yfir stöðuna í alþjóðakerfinu

    Albert Jónsson, fv. Sendiherra og einn helsti sérfræðingur landsins í alþjóðamálum, ræðir um áhrif og afleiðingar af árás Írans á Ísrael um helgina, stöðu Ísraels og viðbrögð alþjóðasamfélagsins, hvernig útlitið er framundan á þessu svæði, hvaða hagsmuni Kínverjar hafa á svæðinu og fleira þessu tengt. Þá er rætt um stöðuna í Úkraínu, hvort að Bandaríki og evrópsk ríki hafi brugðist Úkraínumönnum og hvaða staða myndast ef að Rússar hafa betur í því stríði sem nú stendur yfir. Loks er rætt um loftlagsstefnu Íslands sem er í ógöngum og samræmist ekki reglum í alþjóðasamstarfi.

    • 1 hr 11 min
    #210 – Endurnýjuð heit í hagkvæmnishjónabandi ríkisstjórnarinnar – Flókin staða í hagkerfinu næstu mánuði

    #210 – Endurnýjuð heit í hagkvæmnishjónabandi ríkisstjórnarinnar – Flókin staða í hagkerfinu næstu mánuði

    Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða um skipun nýrrar ríkisstjórnar, hvort líklegt sé að hún nái að leysa þann ágreining sem ríkt hefur, hvaða aðrir möguleikar voru í boði, hvort að VG reyni að sprengja ríkisstjórnina síðar á árinu og hvort að gagnrýni þingmanna Sjálfstæðisflokksins á Svandísi Svavarsdóttur hafi verið innantóm. Þá er rætt um stöðu Alvotech sem hefur valdið óróa á markaði, aukna bindiskyldu bankanna sem mun fela í sér kostnað fyrir viðskiptavini þeirra, brotthvarf aðstoðarseðlabankastjóra, stöðuna í hagkerfinu og margt fleira.

    • 1 hr 18 min
    #209 – Mamma fer í framboð og hinir finna bara út úr þessu

    #209 – Mamma fer í framboð og hinir finna bara út úr þessu

    Andrés Magnússon og Björn Ingi Hrafnsson ræða um nýjustu vendingar í pólitíkinni, forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, hvaða áhrif pólitísk fortíð hennar hefur og þá hvaða áhrif hún mun hafa, hverjir möguleikar annarra forsetaframbjóðenda eru, hvernig ný ríkisstjórn getur litið út, hvort að þessar breytingar feli í sér tækifæri fyrir aðra flokka og margt fleira.

    • 1 hr 2 min

Customer Reviews

5.0 out of 5
8 Ratings

8 Ratings

Auðbergur ,

Langbesta þjóðmálahlaðvarp landsins

Frábært hlaðvarp með góðum og skemmtilegum efnistökum! Gísli er snillingur í að stýra umræðum. Hann er vel inni í öllum efnisatriðum á sama tíma og hann heldur sig til hlés og gerir sig ekki að aðalatriði eins og svo margir umræðustjórnendur gera.

KTG38 ,

Geggjað hlaðvarp!

Frábær þáttur sem gott er að hlusta á. Gott fyrir öll tilefni, sama hvort það sé að fara að sofa eða í langri bílferð þá passar nákvæmlega þetta hlaðvarp. Gísli stendur sig mjög vel í að undirbúa þætti með góðar spurningar og að vera fróður um viðfangsefnin.

Top Podcasts In Society & Culture

Inconceivable Truth
Wavland
Soul Boom
Rainn Wilson
Stuff You Should Know
iHeartPodcasts
This American Life
This American Life
Call It What It Is
iHeartPodcasts
Unlocking Us with Brené Brown
Vox Media Podcast Network

You Might Also Like

Chess After Dark
Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson
Í ljósi sögunnar
RÚV
Eftirmál
Tal
Spursmál
Ritstjórn Morgunblaðsins
Dr. Football Podcast
Hjörvar Hafliðason
Steve Dagskrá
Steve Dagskrá