Í þættinum ræðir Erla við Loga Ólafsson, íþróttakennara, húmorista og knattspyrnuþjálfara um starfsferil Loga sem er langur og viðburðaríkur. Þau ræða um hvað heilsa er mikilvæg, breytingar á 40 árum í íþróttakennslu, knattspyrnuþjálfun, áhugamál, starfslok og fleira.
Logi er mörgum kunnugur sem knattspyrnuþjálfari og lýsandi í sjónvarpi. Hann hefur þjálfað mörg knattspyrnulið í gegnum tíðina og bæði karla- og kvenna landslið Íslands í knattspyrnu.
En það sem ekki allir vita er að Logi hefur kennt íþróttir í Menntaskólanum við Hamrahlíð síðan árið 1988 og er Erlu mikil fyrirmynd. Hann er einstaklega flinkur í samskiptum, ber virðingu fyrir nemendum og samstarfsfólki og leggur sig fram við að kenna nemendum að hreyfa sig heilsunnar vegna.
Viðtalið var tekið upp í Menntaskólanum við Hamrahlíð og hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
Nettó- netto.is.
Spíruna- spiran.is.
Heilsuhilluna- artasan.is. Heilsuvörur janúar er Nutrilenk .
Virkja-markþjálfunarskóli virkja.is
Sendu HeilsuErlu skilaboð
Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
資訊
- 節目
- 頻率每日更新
- 發佈時間2024年12月12日 上午1:00 [UTC]
- 長度1 小時 2 分鐘
- 季數2
- 集數74
- 年齡分級兒少適宜