76. Styrkur er valdeflandi. Anníe Mist Þórisdóttir

Með lífið í lúkunum

Í fyrsta þætti ársins ræðir Erla við Anníe Mist Þórisdóttur sem er flestum Íslendingum kunnug og reyndar víðs vegar um heiminn líka og er með 1,4 milljón fylgendur á Instagram. Hún er alveg mögnuð íþróttakona sem hefur verið á hæsta leveli í Crossfit síðan árið 2009. 

Við ræddum um móðurhlutverkið, atvinnumennsku, CrossFit íþróttina og muninn á því að keppa sem einstaklingur eða með liði og hvað það hefur kennt henni. Við förum yfir mjög sorglegan atburð sem átti sér stað á Heimsleikunum 2024 þegar keppandi, Lazar Dukic drukknaði í sundi og hvað hefði verið hægt að gera öðruvísi til þess að tryggja öryggi keppenda.

Við ræddum einnig um æfingar á mismunandi lífsskeiði kvenna, tengt tíðarhring eða meðgöngu og sérstaklega æfingar og lífsstíl á breytingarskeiði kvenna. Annie segir frá Empower, æfingaprógrammi sem hún hannaði ásamt öðrum og skemmtilega sögu á bakvið það hvernig það kom til að hún fékk áhuga á þjálfun kvenna á besta aldri. 

Annie Mist er mikil fjölskyldukona og það skín í gegn í viðtalinu að hún elskar að verja tíma með fjölskyldu sinni. Það er sjaldan longmolla hjá Annie en hún er einnig að skrifa bók auk þess að vera að koma sér af stað í æfingum eftir að hafa eignast sitt annað barn. 

Hlaðvarpið var tekið upp í podcast stöðinni og er unnið í samstarfi við: 
Nettó- netto.is.
Spíruna- spiran.is.
Heilsuhilluna- artasan.is. Heilsuvörur janúar er Nutrilenk .
Virkja-markþjálfunarskóli virkja.is 

Sendu HeilsuErlu skilaboð

Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

Para escuchar episodios explícitos, inicia sesión.

Mantente al día con este programa

Inicia sesión o regístrate para seguir programas, guardar episodios y enterarte de las últimas novedades.

Elige un país o región

Africa, Oriente Medio e India

Asia-Pacífico

Europa

Latinoamérica y el Caribe

Estados Unidos y Canadá