Í þættinum í dag ræða Andri og Ólafur um íslensku kommúnistahreyfinguna á millistríðsárunum og Kommúnistaflokk Íslands.
Eftir að hreyfing sósíalista á heimsvísu klofnaði í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar og rússnesku byltingarinnar störfuðu sovéthollir byltingarsinnar á Íslandi innan Alþýðuflokksins á 3. áratugnum. Árið 1930 var Kommúnistaflokkurinn stofnaður, en hann var deild i Alþjóðasambandi kommúnista sem hafði miðstöð sína í Moskvu.
Kommúnistaflokkurinn sameinaðist klofningsbroti úr Alþýðuflokknum aftur árið 1938 og varð að Sameiningarflokki Alþýðu - Sósíalistaflokknum. Sá flokkur varð fastur hluti hins hversdagslega fjórflokks á Íslandi eftir stríð.
Saga íslenska vinstrisins er frábrugðin sögu þess á hinum Norðurlöndunum að því leyti að á Íslandi urðu vinstri sósíalistar talsvert öflugri en sósíaldemókratar þegar fram liðu stundir. Samt stóðu miklar deilur um kommúnsta á millistríðsárunum, og óhætt að segja að þeir hafi boðað afar herskáa stefnu.
Hlaðvarpið Söguskoðun má nálgast hér:
Soguskodun.com | soguskodun@gmail.com
Einnig á Facebook og Youtube.
Hægt er að styrkja hlaðvarpið með því að bjóða okkur upp á kaffibolla.
Informations
- Émission
- FréquenceChaque semaine
- Publiée6 septembre 2024 à 21:00 UTC
- Durée1 h 46 min
- Saison7
- Épisode2
- ClassificationTous publics