40 episodes

Blanda er hlaðvarp Sögufélags. Ætlunin er að Sögufélag komi sögunni með öllum sínum spennandi viðburðum, óvæntu atburðarás og dularfullu fyrirbærum á framfæri við þig.

Blanda – hlaðvarp Sögufélags Sögufélag

    • History

Blanda er hlaðvarp Sögufélags. Ætlunin er að Sögufélag komi sögunni með öllum sínum spennandi viðburðum, óvæntu atburðarás og dularfullu fyrirbærum á framfæri við þig.

    Kolbeinn Rastrick um 30. marz 1949

    Kolbeinn Rastrick um 30. marz 1949

    Í þættinum ræðir Katrín Lilja við Kolbein Rastrick sem ritaði grein við forsíðumynd Sögu tímarits Sögufélagsins sem kom út í lok árs 2023. Í greininni, sem er byggð á BA-ritgerð Kolbeins úr kvikmyndafræði, greinir Kolbeinn kvikyndir sem teknar voru af óeirðunum við Austurvöll 30. mars 1949, daginn sem umræður voru á Alþingi um inngöngu Íslands í NATO.

    • 35 min
    #38 Haraldur Sigurðsson um Samfélag eftir máli

    #38 Haraldur Sigurðsson um Samfélag eftir máli

    Haraldur Sigurðsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Samfélag eftir máli: Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi. Í þessum þætti Blöndu ræðir hann við Einar Kára Jóhannsson um víðfeðmt efni bókarinnar.



    Samfélag eftir máli fjallar um skipulag borgar, bæja og þorpa á Íslandi á 20. öldinni. Í aðra röndina er rakin saga skipulagsgerðar og þéttbýlis og í hina hugmyndasaga skipulagsfræðanna og módernismans. Sjónum er einkum beint að mótun borgarskipulags í höfuðstað landsins en einnig að viðleitni ríkisvaldsins til að koma skipulagi á smærri bæi og þorp landsins. Sagan snertir á mörgum helstu álitamálum nútímasamfélaga, hvort sem litið er til húsnæðismála, samgöngumála, lýðsheilsumála eða umhverfismála. Þetta er yfirgripsmikið sagnfræðirit, með gagnrýnum undirtóni, sem byggir á áralangri rannsókn og víðtækri reynslu Haraldar af skipulagsmálum.

    • 1 hr 25 min
    #37 Kristín Loftsdóttir um Andlit til sýnis

    #37 Kristín Loftsdóttir um Andlit til sýnis

    Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði, segir hlustendum Blöndu frá nýrri bók sinni Andlit til sýnis. Í bókinni er lítið safn á Kanaríeyjum í brennidepli en þar má finna  brjóstafsteypur af fólki frá ólíkum stöðum heimsins sem gerðar voru á nítjándu öld. Þar á meðal eru brjóstmyndir sjö Íslendinga.

    • 40 min
    #36 Ragnhildur Hólmgeirsdóttir um Yfirréttinn á Íslandi

    #36 Ragnhildur Hólmgeirsdóttir um Yfirréttinn á Íslandi

    Þriðja bindi Yfirréttarins kom út 28. september. Ragnhildur Hólmgeirsdóttir sagnfræðingur og einn af þremur ritstjórum verksins segir hlustendum Blöndu upp og ofan af útgáfunni, heimildaleit og gloppóttum skjalasöfnum. Hér má heyra af hægfara hnignun Odds Sigurðssonar og uppþoti í kirkju og þjófnaðarmáli Þorsteins Jónssonar, sem annað hvort var öreigi eða gekk um með parrukk og innsiglishring.



    Katrín Lilja Jónsdóttir er nýr umsjónarmaður Blöndu.

    • 35 min
    #35 Kristjana Kristinsdóttir um Lénið Ísland

    #35 Kristjana Kristinsdóttir um Lénið Ísland

    Í þættinum ræðir Jón Kristinn við Kristjönu Kristinsdóttur um bókina Lénið Ísland sem kom út árið 2021. Bókin er byggð á doktorsritgerð hennar og er mikilvæg grunnrannsókn á vanræktu tímabili í Íslandssöguni.

    • 28 min
    #34 Sjón um sögulegan skáldskap

    #34 Sjón um sögulegan skáldskap

    Rithöfundurinn Sjón hefur skrifað margar sögulegar skáldsögur. Í þessum þætti ræðir hann við Einar Kára um hvernig hann nýtir sér frumheimildir og nýjustu rannsóknir í sagnfræði. Hann ræðir einnig viðhorf sitt til sögunnar og muninn á stöðu fræðimannsins og skáldsins.

    • 53 min

Top Podcasts In History

History's Secret Heroes
BBC Radio 4
The Rest Is History
Goalhanger Podcasts
American Scandal
Wondery
Throughline
NPR
American History Tellers
Wondery
An Old Timey Podcast
An Old Timey Podcast

You Might Also Like

Söguskoðun
Söguskoðun hlaðvarp
Heimsglugginn
RÚV
Frjálsar hendur
RÚV
Heimskviður
RÚV
Þetta helst
RÚV
Í ljósi sögunnar
RÚV